Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 12

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 12
Brautarholtsskólinn fyrir endurbyggingu. (Ljósm. J. Eir.) vonbrigum með fyrirgreiðslu við- skiptabanka verksmiðjunnar, Búnaðarbankann. Bankinn neit- aði að veita afurðalán út á þá fiðu sem bændur áttu og verksmiðjan vildi taka á móti, nema fyrir lægi sjálfskuldarábyrgð allra hluthafa, en í slíkum viðskiptum taka bank- ar annars veð í afurðinni. Kartöflurækt í tengslum við kartöflulrækt þina hefur þú komið nálægt félagsstarfsemi kartöflubænda. Viltu segja mér frá þvi? Já, sunnlenskir kartöflubæandur hafa með sér félagsskap, Félag kartöflubænda á Suðurlandi, sem síðan er aðili að Landssambandi kartöflubænda. Ég hef verið þar fulltrúi og var á síðasta ári kosinn varamaður til að mæta á aðalfundi Stéttarsambands bænda. Ég sat svo síðasta aðalfund þess í forföll- um aðalfulltrúa, Páls Guðbrands- sonar, formanns Landssambands kartöflubænda. Hvemig flnnst þér komið málefnum þessarar búgreinar? Það má segja að staða þeirra mála sé ömurleg. Kartöflubæandur eru sundraðir og sölu- og markaðs- málin eru í algjöru öngþveiti. Hvemig stóð á þvi að þetta fór svona? Að vissu leyti var Grænmetisversl- un landbúnaðarins góð stofnun og bændur eru jafnvel farnir að sakna hennar núna. Hún hélt uppi á- kveðnu verði til bænda, sem Sex- mannanefnd ákvað og borgaði mánaðarlega eftir á með góðum skilum. En forráðamenn hennar skildu því miður ekki breyttar kröfur tímans og slys urðu sem mögnuð voru upp í vissum fjöl- miðlum. Við kartöflubændur sáum þetta og bentum á að gera þyrfti úrbæt- ur í sölu- og markaðsmálunum. En við komum ekki málum fram, og með búvörulögunum 1985 var allt opnað upp á gátt, svo að nú Drekkhlaðinn bíll af káii frá Vorsabœ búinn til Reykjavíkurferðar. Myndin líklega tekin árið 1956. 940 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.