Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 24

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 24
kostnaðar í fóðurverðinu óeðli- lega háan. Fleira þyngir rekstur fóður- stöðva heldur en miklar fjárfest- ingar. Ósamræmi í innkomu tekna og tilurð gjalda er mikið. Eins og fyrr segir er fóðursalan mest síð- sumars og á haustin. Á öðrum tíma er fóðursala lítil og þar með tekjur af henni. Fastur kostnaður er hinsvegar hinn sami alla mán- uði ársins. Birgðasöfnun hráefna veldur fóðurstöðvun miklum erf- iðleikum. Á haustin kaupa þær inn sláturinnmat til heils árs, en fá til þess enga fyrirgreiðslu í formi rekstrarlána né birgðalána. Mikið hefur verið reynt til að fá rekstrar- lán út á birgðasöfnun fóðurstöðv- anna, en bankarnir eru ekki ginnkeyptir fyrir því, enda eru afurða- og birgðalán viðkvæmur málaflokkur innan bankakerfis- ins. Það gerir fóðurstöðvunum einnig erfitt fyrir, að þær eiga fæstar nokkur veð til að leggja fram sem tryggingu fyrir lánum. Vélar og hús eru þegar fullveðsett Stofnlánadeild og Byggðasjóði. Lítið svigrúm. Fóðurverð hér á landi er orðið nánast það sama og á hinum Norðurlöndunum, eða 10—12 kr. kílóið heimkeyrt. Hér hefur þró- unin orðið önnur en spáð var í upphafi þegar verið var að hvetja menn til að fara út í loðdýrarækt. Hjá refabændum er fóðurkostnað- urinn þegar orðinn 70—80% af meðalverði blárefaskinna. Af- gangurinn fer í skinnaverkun, og þá á eftir að greiða vexti af afurða- lánum og annan fjarmagnskostn- að af búunum. Um laun er ekki að tala. Hjá minkabændum lítur dæmið eðlilegar út. Þar ætti fóð- urkostnaður ekki að fara yfir 40% af meðalskinnaverði miðað við eðlilega frjósemi. Ljóst er af þessu, að ekki getur orðið um neinar hækkanir á fóðri að ræða á næstunni, til þess er staða bú- greinarinnar einfaldlega of slæm. Lokaorð. Það má öllum ljóst vera, að ef halda á starfinu áfram og byggja upp traust fyrirtæki sem nýta inn- lend hráefni í fóður fyrir loðdýr, sem afla síðan þjóðinni dýrmæts gjaldeyris, verður að koma til aukin aðstoð við þessi fyrirtæki á meðan þau eru að ná fótfestu. Tryggja þarf fóðurstöðvunum • MARAMJOL eykur hárvöxt og gefur feldinum glansandi áferö. • MARARMJÖL styrkir og heröir hofa. aukið eigið fé. Eigendur fóður- stöðvanna, bændurnir, eru að koma sér fyrir í nýrri atvinnu- grein, og þurfa á öllu sínu að halda við uppbygingu heima fyrir. Á meðan svo er, þurfa fóðurstöðv- arnar að hafa aðgang að opinberu áhættufé, sem síðan mætti endur- greiða eftir því sem loðdýrabænd- um fjölgar og búgreinin eflist. MABARMJÖL íslenskir bændur kannast viö ásælm húsdýra i fjörur. Par sækja þau steinefni, snefilefm og vitamin i valdar þörungategundir. Nú fæst þetta sælgæti i 10 kg umbúðum á skaplegu veröi. Dagsammtur er u. þ. b. 60 gr. (1 tebolli). MARARMJÖL á að blanda saman við annaö fóður. • MARARMJÖL bætir meltingu dýranna, eykur velliðan þeirra og gefur þeim hraustlegt útlit. • MARARM JÖL eykur viönámsþrótt gegn sjúkdómum. 952 Freyr

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.