Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 28

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 28
Ályktun stjómax Búnaðarsamtaka Vesturlands: Samdrætti á framlögum til leiðbeiningaþjónustu mótmælt. Á fundi 21. október sl. ræddi stjórn Búnaðarsamtaka Vestur- lands m.a. skipulag og stöðu leið- beiningaþjónustunnar á Vestur- landi og ályktaði eftirfarandi: „Stjórnin mótmælir algjörlega þeim niðurskurði á framlögum til leiðbeiningaþjónustunnar sem Verktakar Verkstæöi athugið. Hendið ekki gamla Land Rovernum. - Við eigum mikið af ódýrum varahlutum. Bjóðum á hagstæðu verði: Boddý hluti - Sæti - Klæðningar - Vélahluti - Girkassahluti - Allt i undir- vagn. Nýir Land Rover bilar 7 og IO manna til afgreiðslu strax. Dísel turbo bílarnir slá i gegn. Vinsamlega hafið samband og fáið bæklinga og upplýsingar. Varahlutaverslun. Simi sólumanns. 96-21365 96-27015 yíöldursf. Tryggvabraut 10, símar 21715 og 27015 (Umboösaði'i Heklu h( a Norðurlandi) Reynslubllar ávallt til reiðu h|á bilaleigu Interrent. Skeifunm 9. Reykjavik fram kemur í frumvarpi til fjár- laga fyrir næsta ár og lýsir furðu sinni á þeirri skammsýni sem þar kemur í Ijós. Við breytta búhætti, sem nú verða í sveitum, er þörfin fyrir aukna ráðunautaþjónustu Búnað- arsambandanna meiri nú en áður. Síðustu tvö ár hefur vinna ráðu- nauta að mestu leyti verið við mál- efni tengd framleiðslustjórn og önnur þau verkefni sem stjórnvöld hafa falið Búnaðarsamböndunum í síauknum mæli. Ekki hefur verið hægt að sinna ráðgjöf til hvers og eins bónda sem skyldi, vegna þess að þeir fáu ráðunautar sem Búnaðarsam- böndin hafa ráð á, eru ofhlaðnir störfum. Búnaðarsamböndunum eru fal- in ýmis verkefni með lögum og lagafyrirmæli eru um stuðning ríkissjóðs við ræktun jarðar og búfjár með fjárframlögum. Hin síðustu ár hafa orðið sífellt verri skil á þessum framlögum til Bún- aðarsambandanna og hefur það m. a. þrengt mjög fjárhag Búnað- arsambandanna og skert getu þeirra til þess að fást við ýmis nauðsynleg verkefni. Búnaðarsamböndin verða að geta treyst því að ríkisvaldið virði þessi lög meðan þau eru í gildi og að ekki sé kippt fótum undan fjárhag sambandanna um leið og þeim eru falin aukin verk. Ekki má slá slöku við ræktunar- starfið. Sé það gert gengur at- vinnuvegurinn úr sér.“ Ályktun þessari fylgir áskorun á Alþingi að efla leiðbeininga- þjónustuna í landbúnaðinum og tryggja hag Búnaðarsamband- anna. Nágranninn settur í poka. Á Borgarfirði eystra hefur riðu- veiki í sauðfé valdið miklu tjóni. Hefur fé verið fargað og fjárskipti ráðgerð. Á fundi sem haldinn var sl. haust voru þessi mál rædd og m.a. að menn ættu að ástunda gætni í samgangi milli fjárhúsa og forðast hugsanlegt smit. Var stungið upp á því að bændur hefðu plastpokarúllu við fjárhúsdyr og byðu hver öðrum að fara í poka á fæturna áður en þeir gengju í fjár- hús. Varð þá Andrési Hjaltasyni, bónda í Njarðvík þessi vísa af munni: Á Borgarfirði brátt verður líft búið að hreinsa og moka. Næst mun varúðin notuð stíft og nágranninn settur í poka. 956 FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.