Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 20

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 20
Steinþór Steingrímsson, Sambandi fóðurframleiðenda Fóðurstöövar fyrir loðdýrarækt Áhugi á loðdýrarœkt hefur farið vaxandi ár frá ári, allt frá því að innflutningur á lífdýrum hófst aftur haustið 1979. Áhugi manna á loðdýrarœkt rœðst ífyrsta lagi á þeim takmörkunum sem mönnum eru settar í hefðbundinni búvöruframleiðslu, í öðru lagi á þeirri miklu fyrirgreiðslu sem mönnum er veitt við stofnun loðdýrabúa, og íþriðja lagi á afkomunni í greininni á hverjum tíma. Refabændum á íslandi hefur gengið erfiðlega að Iáta enda ná saman. Stafar það af lækkandi verði blárefaskinna og einnig því, að íslensku skinnin hafa ekki flokkast eins vel og skinn frá hin- um Norðurlöndunum. Flest refa- búin eru líka of smá til þess að geta framfleytt fjölskyldu. Helsta von refabænda er sú, að með auk- inni þekkingu þeirra sjálfra á bú- greininni og aukinni blendings- rækt takist þeim að yfirstíga erfið- leikana. Einhverjir munu þó svo illa staddir, að án hjálpar ná þeir ekki landi. Minkurinn hefur tekið menn með trompi á síðustu misserum. Ásóknin hefur verið slík, að tak- markað framboð lífdýra veldur því, að færri geta byrjað nú en þess hefðu óskað. 948 Freyr Votfóður fyrir loðdýr. Ásettar refalæður voru í sumar u.þ.b. 17.000 og ásettar minka- læður u.þ.b. 23.000. Frjósemi í ref á landsvísu er u.þ.b. 4,5 hvolpar á ásetta læðu og í mink sú sama, eða 4,5 á ásetta læðu. Reiknað er með að þessi loðdýr éti 16.000 tonn af fóðri á þessu ári. Loðdýr eru af langmestu leyti alin á votfóðri sem framleitt er í svokölluðum „fóðurstöðvum“. Einstaka bændur ala dýr sín á innfluttu þurrfóðri, flestir þó að- eins á þeim tíma þegar fóðurnotk- unin er minnst eða yfir vetrarmán- uðina. Aðaluppistaðan í votfóðri er fiskúrgangur svokallaður, sem samanstendur af hausum, hryggj- um, roði og afskurði úr fiskverk- unarstöðvum. Annars eru hráefn- in helst þessi: Kornblanda (bygg og hveiti), fiskimjöl, lýsi, slátur- innmatur, (lungu, vambir, mör, lifur og blóð), grasmjöl og kjötmjöl. Selur er og mjög gott hráefni en framboð á honum hef- ur verið minna en æskilegt væri. Á þessu ári hefur verulegt magn af umframkjöti verið boðið fóðurstöðvunum á vægu verði, en þótt það sé frábært fóður verður að vona að það sé ekki viðvarandi ástand. Fóðrið er síðan bætt með ýmsum aukaefnum, t.d. sýru, sem er ætlað að verja það skemmdum og vítamínum. Öll aðalhráefnin í loðdýrafóðri eru innlend nema kolvetnin sem eru flutt inn sam- eiginlega fyrir allar fóðurstöðv- arnar að undangengnum útboð- um. Öflun hráefna. Mikill tími fer á degi hverjum í hráefnisaðdrætti og frágang hrá- efna. Flestar fóðurstöðvarnar hafa aðgang að eða eiga frystiklefa sem þær geyma í hráefni til síðari notk- unar. Fóðurgerðin dettur niður í lágmark eftir pelsun á haustin og fer ekki vaxandi aftur fyrr en eftir got á vorin. Hámarki nær síðan framleiðslan í september og októ- Ásgrímur Kristófersson verkstjóri hjá Fóðurstöð Suðurlands á Selfossi við stjórnborð stöðvarinnar. (Ljósmyndir tók Steinþór Steingrímsson).

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.