Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 27

Freyr - 01.12.1987, Blaðsíða 27
Nýlegar tilraunir í ylrækt. Á vegum Rala og Garðyrkju- skólans hafa tvö síðastliðin sumur verið gerðar tilraunir með mold- arblöndur úr íslensku hráefni, þ.e. mómold og vikri. Þetta eru potta- tilraunir sem gerðar eru í uppeld- ishúsi skólans. Árið 1986 var prófuð mómold frá fjórum mis- munandi stöðum hér á landi og vöxtur fjögurra ræktunarplantna í þeim borin saman við vöxt í inn- fluttri mold (Finnpeat). íslenska moldin var frá Hundastapa á Mýr- um, Laugarási í Biskupstungum, Kvíarhóli í Ölfusi og Kambsstöð- um í Suður-Þingeyjarsýslu. Sú síð- ast talda var að vísu ekki prófuð í aðaltilrauninni. Tilraunaplönt- urnar voru gúrkur, salat, jóla- stjarna og burknategund. I stuttu máli voru niðurstöður þær að allar þessar mómoldar- gerðir reyndust nothæfar, en best reyndist finnska moldin og næst- bestar reyndust moldargerðirnar frá Hundastapa. í tilraun með gúrkur reyndist Kambsstaðamold nokkuð vel. í tilraununum 1986 og 1987 reyndist vikurblöndun bæta mjög eiginleika Laugarásmoldar en draga úr vexti gúrkna í hinum blöndunum eða hafa engin áhrif. í tilraunum 1987 reyndist finnska moldin ekki betri en besta íslenska moldin. Langbest reyndist þó sótt- hreinsuð mold úr gömlu gúrku- húsi. Gúrkuplöntur í henni reyndust 52% þyngri en þær sem uxu í Finnpeat. Síðastliðið sumar var einnig gerð tilraun með sótt- hreinsun (upphitun í 100°C) á nýrri mómold og var vöxtur gúrkna 30% betri í sótthreinsuðu moldinni en þeirri ómeðhöndluðu þrátt fyrir það að engir sjúkdóms- valdar virtust vera í henni. Til- raunaniðurstöður árið 1986 hafa verið birtar í Garðyrkjufréttum (fjölriti Garðyrkjuskólans) nr. 145 og 146. Niðurstöður tilrauna síð- astliðins sumars verða einnig birt- ar í því riti. Framtíðin. Á Garðyrkjuskólanum hefur ver- ið tekin skóflustunga að tilrauna- gróðurhúsum og sérstök fjár- veiting til tilrauna var veitt á fjár- lögum síðasta árs til skólans. Flest bendir til þess að á Reykjum verði byggð upp góð tilraunaaðstaða fyrir ylræktartilraunir. f>au verk- efni sem brýnast er að vinna að eru tilraunir með gervilýsingu og koldíoxíðgjöf. Hér á landi eru að- stæður þannig að í þessum efnum getum við ekki treyst erlendum niðurstöðum. Tilraunir með útiræktað græn- meti verði líklega áfram dreifðar um Iandið. Oft er nauðsynlegt að gera slíkar tilraunir við mismun- andi jarðvegs- og veðurfarsskil- yrði. Tilraunastöðvar Rala og bændaskólarnir hafa sinnt þessu nokkuð og æskilegt er að svo verði áfram. Garðyrkjuskólinn mun áfram þjóna garðyrkjubændum á aðalmarkaðssvæðinu. Vaxandi garðplöntuframleiðsla, þ.e. fjölgun og uppeldi á plöntum fyrir skrúðgarða, trjárækt og skógrækt, kallar á auknar rann- sóknir. Skógrækt ríkisins, skóg- ræktarfélög og grasgarðanir i Reykjavík og á Akureyri hafa prófað mikið af innfluttum efni- viði og munu án efa gera það áfram. Garðyrkjuskólinn tekur nú einnig þátt í þessu starfi. Háþró- aðar fjölgunaraðferðir og veiru- hreinsum með notkun vefjarækt- unar er þáttur sem Rala gæti ann- ast. Einnig væri æskilegt að geta stóraukið tilraunir með illgresis- eyðingu. Nú er svo komið að fjölmargir sveitabæir njóta jarðvarmahita- veitu og opnast þá víða möguleiki á plöntuuppeldi og matjurtarækt sem búgrein. Takmarkaðir mögu- leikar á aukningu í öðrum bú- greinum munu trúlega ýta undir þróun í þessa átt. Mikil þörf fyrir rannsóknir og leibeiningar skapast ef þetta gengur eftir. Rala og fleiri aðilar verða að vera tilbúnir að veita þá þjónustu. Halldór Sverrisson. Báruplast og efni í stálgrindahús Framleiöum báruplast, vel glaert. Ýmsar staerðir og gerðir fyrirliggjandi. l-bitar, vinkiar og prófílrör fyrirliggjandi í loðdýrahús og önnur stálgrindahús. J. HINRIKSSON HF. Súðarvogi 4, 104 Reykjavík. Símar: 91-84677, 91-84380 og 91-84559 Freyr 955

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.