Freyr - 15.11.1989, Side 7
Ullarátak
Um þessar mundir er unnið að átaki hér á landi
um bætta meðferð á ull. Upphaf þess er að
snemma á árinu gekkst Framleiðsluráð land-
búnaðarins fyrir því að komið var á fót starfs-
hópi til að vinna að því máli, svokölluðum
Ullarhópi, undir formennsku Þórarins Þor-
valdssonar. Hópurinn hefur starfað rösklega,
á vegum hans hefur verið gefinn út upplýsinga-
bæklingur, sem er að finna í 20. tbl. Freys og
ber heitið: „Leiðbeiningar um rúning og með-
ferð ullar“. Þá hefur hópurinn nýlega staðið
fyrir fjórum fundum, einum í hverjum lands-
fjórðungi, þar sem áhersla hefur verið lögð á
haustrúning, sýnikennsla hefur farið fram á
mati á ull, fræðsla um ull verið fram borin og
fyrirspurnum verið svarað.
Ullariðnaður er elsti iðnaður hér á landi og
hefur átt sína uppgangstíma og sín hnignunar-
skeið. Lengst af þessari öld voru rekin hér á
landi tvö stór fyrirtæki á íslenskan mælikvarða
í þessum iðnaði, Álafoss hf. og Iðnaðardeild
Sambandsins. Á síðasta áratug og fram á þenn-
an var mikið blómatímabil í þessum iðnaði
þegar íslenskar lopapeysur urðu eftirsóttar
erlendis, einkum vestanhafs, og í framhaldi af
því óx upp markaður fyrir tískuvörur úr ís-
lenskri ull.
Fyrir fáum árum dró úr þessum markaði og
ullariðnaður, sem útflutningsatvinnugrein,
varð fórnarlamb óskynsamlegrar atvinnu-
stefnu í landinu, fastgengisstefnu, líkt og aðrar
útflutningsgreinar landsins, og komst í þrot.
Sem lið í enduruppbyggingu ullariðnaðarins
varð að ráði að sameina Álafoss og ullariðnað
Iðnaðardeildar Sambandsins undir nafni Ála-
foss og hefja sókn að nýju.
Á ýmsu hefur gengið í samskiptum bænda
og ullariðnaðarins á undanförnum árum.
Einkum hefur bændum fundist lágt verð vera
greitt fyrir ullina og þeim hefur ekki fundist
mikið á sig leggjandi til að halda henni til haga
og skila frá sér sem bestri vöru. Ullarverk-
smiðjurnar hafa á hinn bóginn ekki talið sig
geta hækkað verðið, þar sem þær væru í sam-
keppni við erlendan ullariðnað. í framhaldi af
því var ákveðið í byrjun árs 1986 að ríkið
greiddi uppbætur á ullarverð til bænda. í fyrst-
unni var greidd sama uppbót í krónutölu á alla
verðflokka ullar miðað við kg. Það leiddi til
betri skila á ullinni en varð á hinn bóginn ekki
nægileg hvatning til fjárbænda um að skila sem
bestri vöru. Til að bæta úr því hefur nú verið
tekið upp það fyrirkomulag að greiða meiri
verðuppbót á betri gæðaflokka ullar en hina
lakari.
Takmörkuð gæði ullarinnar á undanförnum
árum hefur engan veginn einvörðungu verið
unnt að rekja til sinnuleysis bænda um þessi
mál. Rekstrarerfiðleikar ullariðnaðarins á
undanförnum árum hafa valdið því á stundum
að dregist hefur að taka ullina til meðferðar í
ullarþvottastöðvum, þ.e. flokkunar og þvott-
ar, jafnframt því sem uppgjör hefur ekki farið
fram á áætluðum tíma. Þá hafa bændur tor-
tryggt ullarmatið og verið óánægðir með ósam-
ræmi í verðlagningu einstakra flokka ullarinn-
ar.
Ullarhópur Framleiðsluráðs hefur þannig
haft mikið og brýnt verkefni að vinna. Úrbæt-
ur hafa veriðgerðaráverðlagningunni, sem þó
er ekki lokið, ullarmati hefur verið tekið tak
þótt enn megi betur gera og leitast er við að
sætta sjónarmið iðnaðarins og bænda.
Brýnast er hins vegar að gera átak um að
stórbæta þá ull sem til fellur hér á landi,
jafnframt því að ullin komi öll til nytja. Það er
meginverkefni Ullarhópsins. Grundvöllur hef-
ur verið lagður að því að svo megi verða með
verðlagningu sem hvetur til vöruvöndunar og
kynningu á þeim möguleika að rýja megi kind-
ina tvisvar áári, þ.e. á haustin um leið ogféðer
tekið á hús og aftur síðla vetrar. Áætlað er að
með því móti megi fá allt að kr. 1000 fyrir ull af
hverri kind, en á hinn bóginn jafnvel niður í
nokkra tugi króna af rúbagganum. Hér er um
mestu andstæðurnar í verðmæti ullar af hverri
kind að ræða og eðlilegt að raunverulega út-
koma sé einhvers staðar þarna á milli. Ef
22. NÓVEMBER 1989
Freyr 909