Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.11.1989, Qupperneq 37

Freyr - 15.11.1989, Qupperneq 37
Ólafur Jónsson, dýralæknir, Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Þættir um júgurbólgu I Júgrið og mjólkurmyndun Ég mun hér og í næstu tölublöðum Freys birta nokkrar greinar um júgurbólgu í kúm. í þessari fyrstu grein fjalla ég um byggingu júgursins og mjólkurmyndun. Það er sameiginlegt öllum kven- spendýrum að mjólka afkvæmum sínum en það er misjafnt milli teg- unda hversu mikilvæg mjólkin er í næringu ungviðisins. Að sama skapi er mikill fjölbreytileiki í bæði gerð og stærð júgurs og eins sam- setningu mjólkur eftir tegundum. Tafla 1. Lítill munur er aftur á móti á efnasamsetningu blóðs hinna ýmsu spendýra og þar sem mikilvægustu næringarefnin er finnast í mjólk- inni koma ekki tilbúin frá blóði heldur myndast í mjólkurkirtlinum sjálfum má sjá að hann er marg- slungið líffæri. Kýrjúgrið. Kýrin hefur fjóra aðskilda mjólk- urkirtla sem tengjast kviðarholi með æðum og taugum gegnum nára. Sjálft júgrið festist síðan í vöðva á kviði, í grind og á innan- verðum lærum. Mikill breytileiki er í stærð og þyngd júgurs millum kúakynja og Tafla 1. Meðalinnihald helstu efna í mjólkýmissa spendýra (g/100g). Tegund Fita Prótín Mj.sykur Aska Þurrefni Kýr.......................... 4,4 3,4 4,6 0,7 14,0 Kona ........................ 4,5 1,6 6,8 0,2 12,6 Kind......................... 7,6 5,2 4,8 0,9 12.0 Hryssa....................... 1,6 2,7 6,1 0,5 11,0 Gylta........................ 8,2 5,8 4,8 0,6 19,9 Tík.......................... 8,3 7,5 3,7 1,2 20.7 Læða ....................... 10,4 11,1 3,4 Simla ...................... 22,5 10,3 2,5 1,4 36.7 einnig innan sama stofns og ræðst það m.a. af aldri gripsins og stöðu á mjaltaskeiði. f*á ræður ræktun hér miklu og mun nánar verða vikið að því síðar. Mjólkurkirtill- inn er húðkirtill sem greina má í fjóra hluta: Einn spena með spena- opi og spenahólfi, eitt júgurhólf, marga ntjólkurganga, og ógrynni mjólkurhólfa. Mynd 1. Mjólkurgangarnir greinast frá mjólkurhólfunum, þar sem mjólkin myndast og víkka þeir eftir því sem nær dregur júgurhólfi. Hvert mjólkurhólf hefureinfalt lag af mjólkurmyndandi frumum sem síðan eru umkringdar nokkrum vöðvafrumum og æðum. Þegar þessar vöðvafrumur dragast sam- an, sem stjórnast af hormón s.k. mjólkurvaka er myndast í heila- dingli, þrýstist mjólkin út úr mjólk- urhóifunum og smærri mjólkur- göngum. Mjólkurhólfin mynda einingar á bilinu 10 til 100 saman á endum mjólkurganga og Iíkjast einna helst vínberjaklasa. Mynd 1. Spenaopið er fyrsta varnarlína júgursins gegn sýkingunt. Spena- opið er klætt að innan margföldu lagi af þekjufrumum (keratin) sem framleiðir sýklaeyðandi efni. Þá er í spenaopi vöðvi sem dreg- ur opið saman og lokar spenanum milli mjalta og efst í því á mótum

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.