Freyr - 15.11.1989, Síða 14
Benedikt Jónsson,
framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs bænda
Lífeyrissjóður bænda, staða og
framtíðarhorfur
Á síðastliðnu swnri vargert tryggingafrœðilegt uppgjörá Lífeyrissjóði bœnda. Athugaðir
voru tveir kostir, tveggja prósenta ársávöxtun, þ.e. ávöxtun umfram árlegar launahœkk-
anir, ogþriggja prósenta ársávöxtun. Uppgjörið leiddi í Ijós að ífyrra tilvikinu vantar 6,8
milljarða króna, eða um 51% af reiknuðum skuldbindingum sjóðsins, á að höfuðstóll
hans, ásamt verðmœti vœntanlegra iðgjalda, nœgi fyrir lífeyrisskuldbindingum.
Benedikt Jónsson, framkvœmdastjóri Lífeyrissjóðs bœnda. (Myndir tók
M.E.).
í seinna tilvikinu vantar hins vegar
4,3 milljarða króna, eða um 41%
af reiknuðum skuldbindingum, á
að jöfnuður náist. Það vekur at-
hygli, hve forsendur um framtíðar-
ávöxtun hafa mikil áhrif á niður-
stöðu slíks uppgjörs.
Þessi staða er slæm og ef til vill
verri en hjá mörgum öðrum lífeyr-
issjóðum - og þá fyrst og fremst
vegna óhagstæðari aldursskipting-
ar en gerist hjá öðrum sjóðum.
Þegar þessi niðurstaða liggur fyrir
er eðlilegt að menn spyrji um
ástæður og hugsanleg úrræði. Hér
verður reynt að svara þessum
spurningum.
Til að öðlast skilning á þessum
atriðum er nauðsynlegt að rifja
upp nokkur atriði úr sögu Lífeyris-
sjóðs bænda og lífeyrismála al-
mennt á þessum og síðasta áratug.
Stofnun Lífeyrissjóðs
bænda
Lífeyrissjóður bænda var stofnað-
ur með lögum nr 101/1970 og tók til
starfa í ársbyrjun 1971. Aðdrag-
anda að stofnun sjóðsins má rekja
allt aftur til ársins 1962, þegar Ing-
ólfur Jónsson, þáverandi landbún-
aðarráðherra, skipaði þriggja
manna nefnd til að gera tillögur um
lífeyrissjóð fyrir bændur. A þeim
tíma voru lífeyrissjóðir í landinu
916 Freyr
rúmlega 40 talsins, aðallega sjóðir
opinberra starfsmanna svo og sjóð-
ir iðnaðarmanna og nokkurra eldri
fyrirtækja. Þegar sjóðurinn tók til
starfa, í ársbyrjun 1971 eins og
áður sagði, hafði íslenskum lífeyr-
issjóðum hins vegar fjölgað í um 90
og munaði þá mest um þá sjóði sem
stofnaðir voru í kjölfar samninga
Alþýðusambands íslands og
Vinnuveitendasambandsins árið
1969. Þeir samningar fólu í sér að
öll aðildarfélög ASÍ, sem höfðu
ekki þegar stofnað lífeyrissjóði,
gerðu það eftir samningana, ýmist
hvert fyrir sig eða fleiri félög sam-
an. Eftir stofnun Lífeyrissjóðs
bænda fjölgaði lífeyrissjóðum ekki
neitt að ráði og á síðustu árum
hefur þeim raunar fækkað eitt-
hvað. Sjóðurinn er því á meðal
þeirra yngstu í hópnum.
Þegar samið var um stofnun
hinna svonefndu “almennu lífeyr-
issjóða" í samningum ASI og VSI
árið 1969, gaf þáverandi ríkisstjórn
fyrirheit um það að hópur eldri
félaga verkalýðsfélaganna, þ.e.
22. NOVEMBER 1989