Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1989, Síða 10

Freyr - 15.11.1989, Síða 10
Fljótsdalsáætlun Viðtal við Guttorm V. Þormar í Geitagerði í Fljótsdal um Fljótsdalsáætlun. Rœktun skóga á jörðum bœnda í Fljótsdal, sem hófst þar um 1970, hefur í máli manna gengið undir nafninu Fljótsdalsáœtlun. Einn af þátttakendum íþeirri áœtlun er Guttorm- ur V. Þormar bóndi í Geitagerði og er hann manna kunnugastur sögu Fljótsdalsáœtlunar frá upphafi ogfram áþennan dag. Á sl. sumri varfréttamaður Freys áferð íFljótsdal og lagði þá nokkrar spurningar fyrir Guttorm. Hverterupphaf Fljótsdalsáaetlunar? Hugmyndin að Fljótsdalsáætlun- inni svokallaðri átti sér nokkurn aðdraganda, svo að erfitt er að tímasetja, hvenær hún fæðist. Sá árangur, sem sýnilegur var orðinn í skógræktinni á Hallorms- stað á árunum kringum 1960, hefur trúlega verið hvatinn að hugmynd- inni um nytjaskógrækt í Fljótsdal, þar sem skógræktarskilyrði eru tal- in nánast hin sömu og á Hallorms- stað. Opinberlega mun málinu fyrst hafa verið hreyft á aðalfundi Skóg- ræktarfélags Islands á Hallorms- stað 1961, það er að segja að bænd- ur, sem ættu hentug lönd yrðu studdir sérstaklega til þess að rækta skóg á jörðum sínum, og sendi aðalfundurinn frá sér álykt- un í þá veru. Lítið gerðist svo í málinu þar til í byrjun árs 1965, að Einar Sæmundsen skógarvörður ræddi hugmyndina um skógrækt hjá bændum á Upphéraði við ein- staka menn, fyrst og fremst Sigurð Blöndal, þá skógarvörð á Hall- ormsstað, að mér var kunnugt, en Sigurður átti einmitt eftir að bera hitann og þungann af öllum undir- búningi og fyrstu framkvæmdum áætlunarinnar. Þennan sama vetur mættu þeir Þórarinn Þórarinsson, þáverandi formaður Skógræktarfélags Aust- urlands, og Sigurður Blöndal á stjórnarfund Skógræktarfélags Islands, þar sem rætt var um „Fljótsdalsáætlunina" en á þeim fundi mun orðið „Fljótsdalsáætl- un“ fyrst hafa komið fram í um- ræðum. Á þessum fundi setti Einar Sæ- mundsen fram hugmyndina um skipulega skógrækt ásamt búskap í einum hreppi, t.d. í Fljótsdal. Næsta skrefið var að kanna und- irtektir meðal bænda í Fljótsdal. Að því unnu þeir Sigurður Blöndal og Páll Sigbjörnsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austur- lands. Voru þær misjafnar í upp- hafi eins og gefur að skilja. Það var svo á samkomu í Atlavik, sem haldin var hinn 11. júlí 1965, að hugmyndin um Fljótsdalsáætlun- ina var opinberlega kynnt. Einar Sæmundsen var þar ræðumaður og lýsti henni. Hvenær hófust framkvæmdir? Það var haustið 1969 eftir skoðun- arferð þeirra Baldurs Þorsteins- sonar og Sigurðar Blöndals á landi þeirra bænda, sem þá höfðu Geitagerði í Fljótsdal. Elstu trén í garðinum eru frá árinu 1907. Lerkitré frá árinu 1925 er með 140 cm ummál. Fjallaþinur í miðjum garðinum er talinn hcesta tré sinnar tegundar hér á landi. (Ljósm. Guttormur V. Þormar). 912 Freyr _______________ __________________________________22. NÓVEMBER 1989

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.