Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 30

Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 30
Björn S. Stefánsson Þegar hugmyndir ráða I Ágreiningur um landbúnaðarmál er oftast skýrður sem átök um hagsmuni. Merkilegt er hvað sjónarmið um búhœtti og búháttabreytingar í Efrópu hafa haldizt ístórum dráttum síðan um miðja 19du öld og ágreiningur um þau. í dægurmálaumræðu hafa menn ekki tækifæri til að gera grein fyrir grundvallarrökum máls síns. Ég skynja í þessum efnum nokkrar ríkjandi hugmyndir sem tekizt er á um í umræðum hér á landi sem erlendis og ástæða er til að gera sér grein fyrir. Öryggi landsmanna. Athugum fyrst þá hugmynd að með eigin landbúnaði sé þjóðinni veitt öryggi um líf og heilsu á váleg- um tímum. Það hefur lengstum verið hlutskipti almúgans um víða veröld að eiga tæplega til hnífs og skeiðar. í styrjöldum vofði matar- skortur einnig yfir heldra fólki. Þótt ekki hafi verið farið með hernaði hér á landi síðan á dögum sturlunga, snertu styrjaldir lands- menn, því að þá gat sigling brugð- izt. Harðæri svarf meira að ís- ingum en styrjaldir. Heldra fólk þoldi harðæri vitaskuld bezt, en það átti einnig hagsmuna að gæta að almúginn mætti halda lífi og bjargast sæmilega. Afkoma jarð- eigenda var háð því að leiguliðar gætu reitt af hendi afgjald fyrir jarðirnar og afkoma útvegsbænda háð því að þeir gætu mannað báta sína. í öðrum löndum þurftu her- skáir höfðingjar að gæta þess að herinn ætti vistir þegar til stríðs kæmi og forðast að skera upp her- ör fyrr en að lokinni uppskeru. Líf og heilsa heldra fólksins var því háð landbúnaðinum. Þegar lýðræði komst á, urðu þeir sem vildu halda völdum háðir atkvæð- um sveitafólks. Þá varð það við- Björn S. Stefánsson. fangsefni stjórnvalda að skipa svo málum landbúnaðarins að hvorir tveggja, kjósendur í sveitum og kjósendur í hinu vaxandi þéttbýli, mættu við una. Þar var bæði um að ræða verðlagningu afurðanna og atbeina stjórnvalda í umsköpun landbúnaðarins. Þetta hefur raun- ar verið kjarni landbúnaðarmál- anna hér á landi, en hitt, að tryggja öryggi almennings um líf og heilsu á hverju sem gengur, hefur lítið komið til umræðu. Lengst af hefur það verið talið svo sjálfsagt, að menn hafa ekki lagt sig eftir að gera sér grein fyrir því hvernig þjóðin kunni að vera stödd í þeim efnum. Við Ólafur Ólafsson landlæknir gerðum tilraun til að rífa menn upp úr þessari vanahugsun eða öllu heldur hugsunarleysi með greinar- gerð um fæðuöflun á þrenginga- tímum, sem birtist í Morgunblað- inu 20. júlí sl. Þar brýndum við ráðamenn að framfylgja lögum um ráðstafanir til að treysta öryggi þjóðarinnar, annars vegar lögum um almannavarnir og hins vegar búvörulögum, hvorum tveggja frá árinu 1985. Viðkomandi laga- ákvæði voru samþykkt ágreinings- laust án verulegs rökstuðnings, en stjórnvöld hafa vanrækt þau. Svo virðist sem ráðamenn ríkja mótist mjög af aldalangri reynslu hvers ríkis. Þannig er það ofarlega í huga norðmanna hvernig land- búnaðurinn bjargaði lífi og heilsu þjóðarinnar hernámsárin 1940-45 og svo vel að aldrei rann blóðið betur né voru tennurnar hreinni en þegar aðflutningar tepptust og hvorki fengust suðrænir ávextir né hvítasykur. Vígbúnaður svía bein- ist allur í austur, minnugir átaka við rússa löngu fyrir daga Leníns og Stalíns. Viðbúnaður þeirra mið- ast við að þjóðin þrauki án aðfanga á eigin matvælum í fimm ár. Langt er síðan farið hefur verið með hernað í Sviss, en þar eru samt rammefldar hervarnir og almenn- ur viðbúnaður sem nær inn í hvert búr í landinu. Sum mál eru þannig að ráða- menn leyfa sér ekki að gera ágrein- ing um þau. Svo hefur lengi verið um það að treysta á eigin fæðuöfl- un þjóðinni til öryggis á þrenginga- tímum. Til skamms tíma gerði eng- inn í hópi þeirra sem stefna að því að bera ábyrgð á heill þjóðarinnar í blíðu og stríðu ágreining um það. Þrátt fyrir slíka samstöðu hefur enginn þeirra hreyft hönd né fót til að láta gera grein fyrir því hvernig 932 Freyr 22. NÓVEMBER 1989

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.