Freyr - 15.11.1989, Side 36
Reproduction Growth
and Nutrition in Sheep
Dr. Halldór Pálsson
Memorial Publication
Edited by Olafur R. Dýrmundsson
and
Sigurgeir Thorgeirsson
Agricultural Research Institute
and
Agricultural Society
Iceland
(Frjósemi, vöxtur og fóðrun sauð-
fjár. Rit til minningar um dr.
Halldór Pálsson. Útgefendur:
Búnaðarfélag íslands og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins,
nóvember 1989).
REPRODUCTION, GROWTH
AND NUTRITION IN SHEEP
Dr. Halldór Pálsson
Mcmorial Publication
Ediicd b>:
Ólafur R. Dýrmund$»on
Sigurgrir ThorRornon
A|nrultural Rnrarrli Inniiutr
Anriruliural Soriny
Rrytjavik, IrrUnd 1989
Velunnarar dr. Halldórs Páls-
sonar fyrrum sauðfjárræktar-
ráðunautar og búnaðarmálastjóra
er lést árið 1984 hafa gefið út minn-
ingarrit um þennan merka vísinda-
mann og fræðara.
Ritstjórar minningarritsins eru
þeir dr. Ólafur R. Dýrmundsson
og dr. Sigurgeir Porgeirsson en
útgefendur Búnaðarfélag íslands
og Rannsóknastofnun landbúnað-
arins.
Dr. Halldór Pálsson er öllum
minnistæður sem þekktu hann og
störf hans fyrir íslenskan landbún-
að, einkum f sauðfjárrækt. Hann
hafði forystu um eða var viðriðinn
rannsóknir í þeirri grein hér á landi
í hálfa öld og sameinaði frábærlega
vel vísindi og starf.
Dr. Clair E. Terrill fyrrum yfir-
maður sauðfjárrannsókna í Banda-
ríkjunum ritar formála að bókinni.
Þar segir m.a.: (Halldór) „var af-
burðamaður í íslenskri búfjárrækt,
í alþjóðlegri sauðfjárrækt og í þeim
vísindum sem efla ræktun búfjár til
framleiðslu matvæla“. C.E. Terrill
er einn af þekktustu fræðimönnum
á sviði sauðfjárræktar í heiminum
líkt og Halldór var. Hann er maður
víðförull og kom hingað nokkrum
sinnum. Hann mat Halldór mikils
og hafði mikið álit á íslenskri sauð-
fjárrækt. Telur hann að hér sé
sauðfjárrækt til fyrirmyndar á
heimsmælikvarða.
Minningarritið hefst á æfiágripi
dr. Halldórs, ríkulega mynd-
skreyttu. Margar þeirra mynda
hafa ekki birst áður. Þá er skrá yfir
minningargreinar og grein um
minningarfund um dr. Halldór
Pálsson sem haldinn var í Reykja-
vík 18.-19. ágúst 1987.
Síðar þegar kemur í fræðin eru
birtar 9 ritgerðir eftir innlenda og
erlenda sérfræðinga í sauðfjár-
rækt. Allar fjalla þær á einhvern
hátt um frjósemi, vöxt og fóðrun
sauðfjár. Þær eru prentaðar á
ensku en hverri ritgerð fylgir grein-
argott yfirlit á íslensku.
Greinarnar eru (enskum titli
sleppt): Um egglos í ám og leiðir til
að auka frjósemi þeirra - eftir J.P.
Hanrahan, írlandi; Um fóðrun áa
og vöxt og þroska fósturs - eftir
J.J. Robinson og I. McDonald
Skotlandi; Um bætt gæði dilka-
kjöts og aðgerðir til að verða við
óskum neytenda - eftir G.
Harrington og A.J. Kempstar,
Englandi; íslenskt sauðfé og sauð-
fjárrannsóknir, eftir ritstjóra bók-
arinnar; Kynþroski, frjósemi, sæð-
ingar og notkun frjósemishorm-
óna,eftirÓlafR. Dýrmundsson og
Þorstein Ólafsson; Úrval fyrirfrjó-
semi - Þokugenið uppgötvað eftir
Jón Viðar Jónmundsson og Stefán
Aðaisteinsson; Vetrarfóðrun og
hirðing sauðfjár, eftir Stefán
Scheving Thorsteinsson, og Sigur-
geir Þorgeirsson; Beit og vöxtur
lamba, eftirÓlaf Guðmundsson og
Ólaf R. Dýrmundsson; Vöxtur,
þroski og kjötgæði - eftir Sigurgeir
Þorgeirssson og Stefán Scheving
Thorsteinsson og loks er Ritaskrá
dr. Halldórs Pálssonar sem Ólafur
R. Dýrmundsson, Sigríður Klem-
enzdóttir og Svanfríður S. Óskars-
dóttir hafa tekið saman. Minning-
arritið er mjög vandað að frágangi,
216 bls. að lengd, prentað á
myndapappír. Hafa ritstjórarnir
þeir Ólafur og Sigurgeir lagt mikla
alúð við þetta glæsilega minningar-
rit um hinn látna búnaðarfrömuð
og er framtak þeirra lofsvert.
Bókin „Rit til minningar um dr.
Halldór Pálsson“ er án alls efa eitt
helsta fræðirit um sauðfjárrækt
sem gefið hefur verið út hér á landi
og verðugur minnisvarði um dr.
Halldór Pálsson. Bókin er til sölu
hjá Búnaðarfélagi íslands og kost-
areintakið kr. 3.000. , , _
938 FREYR
22. NÓVEMBER 1989