Freyr - 15.11.1989, Side 16
Mynd 2: Iðgjaldatekjur áranna 1971-1980. Skástrikaði hluti súlnanna
fyrir árin 1976-1979 sýnir hversu stór hluti iðgjaldateknanna fór til
greiðslu verðbóta á lífeyri samkvœmt 2. kafla.
með samkomulagi samtaka laun-
þega og vinnuveitenda árið 1976
um greiðslu sérstakrar uppbótar á
þessar lífeyrisgreiðslur. Lífeyris-
sjóðir, tengdir samningsaðilum,
báru útgjöld vegna þessarar ráð-
stöfunar, að hluta með framlagi í
sameiginlegan sjóð, en að hluta
hver um sig vegna sinna félaga.
Lífeyrissjóður bænda tók á sig
útgjöld vegna hliðstæðrar verð-
tryggingar lífeyris félaga sinna.
Vegna óhagstæðrar aldursskipt-
ingar bænda urðu þessi útgjöld
langtum þungbærari fyrir Lífeyris-
sjóð bænda en aðra sjóði. Verð-
bólgan gerði svo það að verkum að
þessi sérstaka uppbót varð fljót-
lega þyngri baggi en sjálfar lífeyris-
greiðslurnar, þannig að á árunum
1976-1979, meðan þetta fyrir-
komulag gilti, greiddi Lífeyrissjóð-
ur bænda rúmlega helming af
heildarlífeyrisgreiðslum sam-
kvæmt II. kafla. Til þess fóru um
30% af iðgjaldatekjum sjóðsins á
tímabilinu, (sjá mynd 2).
Árið 1979 voru sett ný lög um
eftirlaun til aldraðra, og tóku þau
ekki einungis til félaga í stéttarfé-
lögum, eins og lögin frá 1970. Sam-
kvæmt hinum nýju lögum skyldi
öllum lífeyrissjóðum skylt að taka
þátt í útgjöldum til eftirlaunakerf-
isins með hluta af iðgjaldatekjum
sínum, og jafnframt skyldu útgjöld
til hinnar sérstöku uppbótar, sam-
kvæmt II. kafla laga um Lífeyris-
sjóð bænda, greidd úr hinu sameig-
inlega eftirlaunakerfi. Með þessu
var mikilli greiðslubyrði létt af
sjóðnum, enda stóð hann þá svo
höllum fæti að ógerningur hefði
verið að halda óbreyttum rekstri
áfram, svo árum skipti. Síðan hef-
ur staða sjóðsins batnað til muna,
þótt enn sé hún lakari en almennt
gerist hjá þeim sjóðum, sem stofn-
aðir voru árið 1970.
Þegar lögin um eftirlaun til aldr-
aðra voru fyrst sett, árið 1970, var
ætlunin að þau giltu til ársloka
1984 og síðan áttu lífeyrissjóðirnir
sjálfir að annast greiðslur til aldr-
aðra félaga. Vegna rýmkunar á
Hlutfall þeirra sjóðfélaga, sem voru 70 óra og eldri í órslok 1983
af öllum sjóðfélögum
Lífeyrissjóður bœnda
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins
Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar
Lífeyrissjóður mólm- og skipasmiða
Lífeyrissjóðursjómanna _____
I Lsj verslunarmanna
Söfnunarsj
Mynd 3: Myridin sýnir hlutfall sjóðfélaga 70 ára og eldri aföllum sjóðfélögum Itjá sjö stœrstu lífeyrtssjóðunum.
918 Freyr
22. NÓVEMBER 1989