Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.11.1989, Qupperneq 38

Freyr - 15.11.1989, Qupperneq 38
Skýringarmynd 1: Stœkkuð mynd afhópi mjólkurhólfa. 2: Bláœð. 3: Slagœð. 5 og 14: Mjólkurhólf. 6: Lag af mjólkurmyndandi frumum. 1: Þversnið af mjólkurmyndandi frumu. 8 og 13: Æðar. 10: Vöðvafruma. spenahólfs er nokkurs konar krans er leggst yfir það. Mynd 2. Júgurmyndun.Lengibýr aðfyrstu gerð. Við fæðingu er júgur kvígukálfsins lítið þroskað og er í raun bara spenar og nokkrir stuttir mjólkur- gangar. Það er ekki fyrr en kvígan hefur fest fang að myndun mjólk- urkirtilsins hefst fyrir alvöru og þá fyrir áhrif fjölda hormóna frá heiladingli, eggjastokkum og nýrnahettum. Rétt fóðrun kvíg- unnar hefur mikil áhrif á þroska júgursins. Æskilegt er að fóðra þannig að vöxtur kvígunnar sé jafn og góður fram til þess að henni er haldið. Oft hættir mönnum til að láta kvígurnar slarka og því síður er hugsað til þess að gefa þeim ormalyf eftir að þær koma í hús. Síðan ætla menn að bæta þeim þetta upp með sterkri fóðrun fram til burðar, sem getur þá haft nei- kvæð áhrif á vöxt og þroska júgur- vefsins. Júgrið heldur síðan áfram að þroskast næstu mjaltaskeið og oft- ast nær kýrin hæstri nyt á þriðja og fjórða mjaltaskeiði. Þá er fjöldi mjólkurhólfa orðinn gífurlegur og sem dæmi, má áætla að kýr er mjólkar 20 kg þurfi til þess um 2,400,000,000 mjólkurhólf sem að samanlögðu flatarmáli gera 100 fm eða sem samsvarar flatarmáli með- alíbúðar. Mjólkurmyndun. Sem fyrr segir fer mjólkurmyndun fram í mjólkurhólfunum, sem eru umkringd fíngerðum æðum. Helstu hlutar mjólkurinnar, þ.e. prótín, fita og mjólkursykur (laktósi), myndast að mestu leyti í júgrinu, en byggingarefnin koma úr blóðinu. Fjölmörg önnur efni eru fyrir hendi í mjólkinni svo sem vatn, vítamín, stein- og snefilefni og koma þau óbreytt úr blóði yfir í mjólkina. Af töflu 2 iná sjá að mjólkin er næstum 100 sinnum sæt- ari en blóð (laktósi/glúkósi), eins er langtum meira af kalsíum í mjólkinni en í blóði. Allir bændur kannast við doða í kúm og hvaða afleiðingar hann getur haft í för með sér, en ástæða hans er að það vantar kalsíum í blóðið sökum þess hve mikið tapast með mjólkinni. Hámjólka kýr geta þurft að bæta sér upp 10 til 15 falt kalsíummagn blóðsins á sólarhring. Til að gera sér betur í hugarlund hversu mikið blóðstreymi fer í gegnum júgur kýr er t.d. mjólkar 15 kg á dag, þá fara um 500 I af blóði fyrir hvern lítra af mjólk er myndast og því fara um 7500 lítrar af blóði um júgur hennar á sólar- hring eða 250 falt heildarblóðmagn kýrinnar. Mjólkurprótín skiptast aðallega í tvennt, þ.e. kasein og mysu- prótín. Kasein (ostaprótín) er ein- kennandi fyrir mjólk og er nauð- synlegur amínósýrugjafi fyrir ung- viðið. Mysuprótín skiptast síðan í glóbúlín og albúmín. Glóbúlínin eru að mestum hluta mótefni sem koma óbreytt úr blóðvökva kýr- innar og eru þau í miklu magni í broddmjólk. Slímhimnan í þörm- um kálfa hleypir þessum mótefn- um í gegnum sig á fyrsta degi eftir burð og þar sem kálfurinn nær ekki að mynda mótefni sjálfur fyrr en nokkra vikna gamall er nauðsyn- legt að hann fái nóg af broddmjólk strax á fyrsta degi. Eins virkar hluti þessara mótefna staðbundið í þörmum kálfsins og því tilvalið að sýra afgangs broddmjólk og nota síðar til ungkálfaeldis. Mjólkurfitan er að mestum hluta þríglýseríð og mjólk frá kúm sem og öðrum jórturdýrum inniheldur tiltölulega mikið af fitusýrum með stutta kolefniskeðju. Mjólkursykur er tvísykra, sam- Skýringarmynd 2: Þversnið afspena- opi. K: Keratin. TE: Lengd spena- ops. CL: spenaopskrans.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.