Freyr - 15.11.1989, Síða 35
p 'Mmmmmmwmmmmmm
jfcl, y
Bændurá hvunndagsfötum
Viðtalsbók Helga Bjarnasonar blaðamanns
Hörpuútgáfan hefur sent frá sér
bókina Bændur á hvunndagsföt-
um, viðtalsbók eftir Helga Bjarna-
son blaðamann. í bókinni segja sex
bændur frá lífshlaupi sínu, búskap,
áhugamálum, félagsstörfum og
skoðunum.
„Skýringanna er að leita í náttúr-
unni sjálfri“, er yfirskrift viðtals
við Aðalstein Aðalsteinsson á
Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Aðal-
steinn er sauðfjárbóndi í afskekkt-
um dal langt inni í landi. Hann er
náttúruunnandi og veiðimaður,
hefur til dæmis verið hreindýra-
skyttta frá unga aldri. í bókinni
lýsir Aðalsteinn meðal annars
skoðunum sínum á ástæðum eyð-
ingar gróðurs, skoðunum sem ekki
falla að því sem mest hefur verið
haldið á lofti á undanförnum
árum. Hann telur að sauðkindin sé
höfð fyrir rangri sök og rökstyður
skoðanir sínar með dæmum úr
náttúrunni sem hann gjörþekkir.
„Gott félagsbú á allan hátt betra
en einyrkjabúskapur“, er yfirskrift
viðtals við Guðrúnu Egilsdóttur í
Holtsseli í Eyjafirði. Rúmlega þrí-
tug stóð hún fyrir einu af stærstu
kúabúum Eyjafjarðar og býr nú í
félagsbúi. Guðrún tekur þátt í fé-
lagsmálum bænda, er stundum
eina konan á bændafundum en tel-
ur að ef konur létu félagsmálin
meira til sín taka yrði meira gert í
umhverfismálum og betur staðið
að sölu kindakjöts.
Pálmi Jónsson alþingismaður á
Akri í Húnavatnssýslu ræðir eink-
um um sauðfjárbúskap sinn í við-
talinu „Rís öndvert gegn pólitísk-
um erindum á réttadaginn". Pálmi
er virtur fjárræktarmaður en
stendur nú á þeim tímamótum,
eins og fleiri bændur þessi árin, að
sjá á eftir fjárstofni sínum lenda
fyrir hnífnum vegna riðuveiki.
Pálmi segir lítillega frá verkefnum
sem hann fékkst við í landbúnaðar-
ráðherratíð sinni og lýsir skoðun-
um sínum á landbúnaðarmálum.
„Ég fer mínar eigin leiðir, “ er
yfirskrift viðtals við Ólaf Eggerts-
son á Þorvaldseyri undir Eyjafjöll-
um. Stórbóndinn á Þorvaldseyri er
jafnframt þúsundþjalasmiður og
rekur eitt að tæknivæddustu búum
landsins. Á bænum hafa verið unn-
in árangursrík brautryðjendastörf í
kornrækt í áratugi. Hugur Ólafs
þetta árið hefur mikið verið bund-
inn við borun eftir heitu vatni sem
skilaði góðum árangri þrátt fyrir
hrakspár.
Jóhnnes Kristjánsson á Höfða-
brekku í Mýrdal er borgarbarn
sem lét drauminn um búskap í sveit
rætast „Höfum engu tapað í kjaft-
inn á Kötlu“, er yfirskrift viðtals
við hann og er þar vísað til hætt-
unnar sem Mýrdælingum stafar
stöðugt af nábýli við Kötlu gömlu.
Jóhannes er einn af þeim ungu
bændum sem komust í sviðsljósið í
hræringum í bændastétt fyrir
Helgi Bjarnason.
nokkrum árum sem leiddu til
stofnunar búgreinafélaga kúa- og
sauðfjárbænda og hefur Jóhannes
síðan verið helsti málsvari sauð-
kindarinnar í opinberri umræðu
hér á landi. Fjölskyldan er nú að
byggja upp ferðaþjónustu á Höfða-
brekku.
„Gott að sjá broslega hlið á
hverju máli“, heitir viðtal við
Þórólf Sveinsson á Ferjubakka í
Borgarfirði. Þórólfur er ættaður úr
Fljótum, er búfræðikandídat og
starfaði sem ráðunautur í Vestur-
Húnavatnssýslu áður en hann
gerðist kúabóndi á Ferjubakka.
Frami hans í félagsmálum er
óvenju skjótur og er hann nú einn
af helstu forystumönnum bænda-
stéttarinnar, sem varaformaður
Stéttarsambands bænda. Meðal
þess sem fram kemur í viðtalinu er
tillaga Þórólfs um sameiningu
Búnaðarfélags íslands og Fram-
Ieiðsluráðs landbúnaðarins í eina
öfluga framkvæmdastofnun land-
Frh. á bls. 936.
22. NÓVEMBER 1989 Freyr 937