Freyr

Árgangur

Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 17

Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 17
Ólifuð ór við 70 óra aldu* 14.98 12.20 ■ 1966-70 □ 1987-88 Mynd 4: Súlurnar (og tölurnar) sýna hversu mörg ár 70 ára gamlir Islendingar áttu að meðaltali eftir ólifuð, annars vegar á tímabilinu 1966-70 (svörtu súlurnar) og hins vegar á árunum 1987-88 (Ijósgráu súlurnar). Mynd 5: Myndin sýnir hlutfallslega fœkkun bœnda frá 1976-1988, samdrátt í mjólkurframleiðslu 1978-1988 og samdrátt í kjötframleiðslu 1978-1988. Heimild: Gunnar Guðbjartsson, „Hvaða breytingar hafa orðið áfjölda bœnda og búskap þeirra?“ Freyr, 17.-18. tbl. 1989. skilyrðum fyrir rétti til lífeyris- greiðslna og aukinna réttinda, sem mjög höfðu breytt upphaflegum forsendum, þótti óhjákvæmilegt að framlengja lögin um 5 ár, eða til ársloka 1989, og voru lagaákvæði um fjármögnun útgjalda vegna II. kafla laga um Lífeyrissjóð bænda framlengd á hliðstæðan hátt. I sambandi við kjarasamning ASI og vinnuveitenda 1. maí síð- astliðinn gaf ríkisstjórnin fyrirheit um að hún myndi beita sér fyrir framlengingu laganna um eftirlaun til aldraðra þannig að þau féllu ekki úr gildi í lok þessa árs. Ekki er vitað til hve langs tíma ætlunin er að framlengja lögin né með hvaða hætti. Stjórn Lífeyrissjóðs bænda hefur farið þess á leit við fjármála- ráðuneytið að greiðsluákvæði II. kafla gildandi laga um sjóðinn verði framlengd um a.m.k. 5 ár. Á árinu 1988 voru lífeyrisgreiðslur samkvæmt II. kafla laga um Líf- eyrissjóð bænda, þ.e. til aldraðra bænda, 141 milljón króna, eða lið- lega 57% af heildarlífeyrisgreiðsl- um sjóðsins. Það er því verulegt hagsmunamál fyrir sjóðinn að ákvæði um fjármögnun þessara líf- eyrisgreiðslna verði framlengd. Áður hefur verið vikið að verð- bólguskeiði því sem hófst á önd- verðum síðasta áratug og er ef til vill ekki enn séð fyrir endann á, (sjá mynd 1). Árið 1979 voru fyrst sett lög sem fólu í sér ákvæði um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár, svonefnd Olafslög, sem kennd eru við Olaf heitinn Jóhannesson, þá- verandi forsætisráðherra. Frá 1971 og fram til þess tíma voru raun- vextir yfirleitt neikvæðir. Á þess- um tíma rýrnuðu eignir lífeyris- sjóðanna verulega og er þar komin ein veigamesta ástæðan fyrir slæmri stöðu þeirra um þessar muændir. Þetta á ekki hvað síst við um Lífeyrissjóð bænda. Aldursskipting sjóðfélaga Það skiptir verulegu máli fyrir af- komu lífeyrissjóðs hvernig aldurs- skiptingu sjóðfélaganna er háttað. Þetta á einkum við vegna þess að bótaákvæði íslenskra lífeyrissjóða eru yfirleitt hagstæð þeim, sem geta ekki lengur talist ungir þegar lífeyrissjóður er stofnaður. Alla jafna er eldri hluti sjóðfélaga þiggj- endur úr sjóðnum, en yngri hlutinn greiðendur. Það segir sig sjálft að því stærri sem hluti greiðenda er, þeim mun öflugri verður uppbygg- ing sjóðsins. Þá er sagt að aldurs- skiptingin sé hagstæð. Sé þessu öfugt farið, er aldursskiptingin kölluð óhagstæð. Rétt er að geta þess að öflug sjóðsmyndun er eng- an veginn einhlítur mælikvarði á fjárhagsstöðu lífeyrissjóðs, en hér gefst ekki tóm til að fara lengra út í þá sálma. í árslok 1983 voru 15,3% af sjóð- félögum Lífeyrissjóðs bænda 70 ára eða eldri. Á mynd 3 er þetta hlutfall borið saman við sex lífeyr- issjóði, sem eru, ásamt Lífeyris- sjóði bænda, taldir vera stærstu lífeyrissjóðir landsins í nýlegri blaðagrein. Samanburður við aðra sjóði er á svipaða lund. Þetta sýnir glögglega hversu aldursskipting sjóðfélaga í Lífeyrissjóði bænda er miklu óhagstæðari en í öðrum ís- lenskum lífeyrissjóðum. Þessi óhagstæða aldursskipting er megin 22. NÓVEMBER 1989 Freyr 919

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.