Freyr - 15.11.1989, Síða 8
haustrúið er, er fé jafnframt tekið á hús á fulla
gjöf. Munur er milli landshluta og breytilegt ár
frá ári hvenær nauðsynlegt er að taka fé á gjöf.
Þar sem óhjákvæmilegt er að gera það snemma
á haustin er jafnframt hagkvæmast fyrir bænd-
ur að færa sér haustrúning í nyt. Þar sem fé
gengur úti fram í desember er haustrúning ekki
eins hagkvæm, bæði hvað varðar fóðurkostnað
og vinnuaflsþörf. Aðstaða í fjárhúsum er
einnig misjöfn. Til að vetrarrúningur geti farið
fram þurfa hús að vera einangruð eða á annan
hátt sé tryggt að féð fái varist kulda.
Þrátt fyrir breytileg skilyrði til fjárbúskapar
á landinu og misjöfn sjónarmið bænda er ljóst
að skipun Ullarhópsins var tímabær og auka
má verulega verðmæti ullar hér á landi.
M.E.
Leiðrétting við ritstjórnargrein í 20. tbl.
í ritstjórnargrein í 20. tbl., „Reglugerð um
framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsárið 1990-
1991“, er kafli sem misskilja má og jafnvel
gætir þar ónákvæmni. Hér er um að ræða
neðstu málsgrein í fremra dálki sem hefst á
orðunum: „Meginskerðingin, 1,5%, jafnast“
Hér á eftir fylgir efni þessarar málsgreinar
orðað upp á nýtt þannig að fram komi hvað
rétt er þannig að vonandi misskiljist ekki:
Meginskerðingin, 1,5%, skiptist á einstök
búmarkssvæði í hlutfalli við allan fullvirðisrétt
hvers svæðis í sauðfjárafurðum. Búnaðarsam-
band á hverju svæði hefur með höndum það
verk að jafna skerðingunni niður á framleið-
endur á svæði sínu eftir nánari reglum. Þær
reglur eru í fyrsta lagi að nota má fullvirðisrétt
sem fallið hefur til viðkomandi búnaðarsam-
bands upp í skerðinguna, ef til er.
í öðru lagi geta búnaðarsambönd innkallað
áður úthlutaðan fullvirðisrétt með leyfi land-
búnaðarráðuneytis og notað upp í skerðing-
una.
í þriðja lagi má skerða fullvirðisrétt með
eftirfarandi hætti:
Fullvirðisrétt framleiðenda sem byggja af-
komu sína að meirihluta á öðru en framleiðslu
mjólkur og kindakjöts, annarra en þeirra sem
hafa ráðstafað fullvirðisrétti sínum með samn-
ingum við opinbera aðila, er þó búnaðarsam-
bandi heimilt að skerða um allt að 5% af
fullvirðisrétti þeirra til sauðfjárframleiðslu,
óháð bústærð.
Til nánari útskýringa skal tekið dæmi af
bónda sem hefur 500 ærgilda fullvirðisrétt, 400
til mjólkurframleiðslu en 100 til sauðfjárfram-
leiðslu. Samkvæmt þesu tapar hann 2% af 100
ærgildum eða 2,0 ærgildum. Með 400 ærgilda
heildarfullvirðisrétt og þar af 100 ærgildi til
sauðfjárframleiðslu hefði hann hins vegar
misst 1,5 ærgildisafurðir.
Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistök-
um.
Samanlagður fullvirðisréttur Skerðing að hámarki
440 ærgildisafurðir eða minna 1,5 O/ /o
440,1 - 550 2,0 o/ /o
550,1 - 660 3,0 o/ /o
660,1 - 880 4,0 o/ /o
Meiri en 880 ærgildisafurðir 5,0 o/ /o
af fullvirðisrétti til sauðfjárframleiðslu
?? ?? 5? 5?
?? 9? ?? ??
?? ?? ?? ??
?? ?? ?? ??
910 Freyr
22. NÓVEMBER 1989