Freyr - 15.11.1989, Side 31
Ketill A. Hannesson,
búnaðarhagfræðiráðunautur
Virðisaukaskattur í landbúnaði
Eins og kunnugt er verður tekinn upp virðisaukaskattur um næstu áramót. Hann kemur í
stað söluskatts. Bændur verða nú að búa sig undir skil á virðisaukaskatti.
Tilkynning umstarfsemi.
Hver bóndi þarf að skila inn til-
kynningu til skattstjóra um starf-
semi sína. Því átti að vera lokið 31.
október sl. Ef seldar eru afurðir
fyrir meira en 122 þúsund kr. á ári
ber að tilkynna um reksturinn.
Reyndar hafa bændur hag af því að
vera með vegna þess að annars fá
þeir ekki innskattinn endurgreidd-
an. Vonandi hafa allir sinnt til-
kynningarskyldu.
Ef svo er ekki, er áríðandi að
koma því nú þegar í verk. í þessu
sambandi er rétt að minna á að allir
virðisaukaskattskyldir aðilar fá
sérstakt númer. Skynsamlegast er
að hvert býli hafi aðeins eitt
númer. Hjón skulu ekki tilkynna
sig bæði. Ef þau hafa bæði fengið
eyðublað ætti makinn sem ekki er
talinn fyrir búinu að endursenda
eyðublaðið með tilkynningu um
enga starfsemi. Á félagsbúum er
best að aðeins einn aðili sé skráð-
ur, hinir endursenda eyðublaðið
með upplýsingum um að þeir skili
ekki skýrslu. Þeir sem eru að hefja
búskap þurfa að tilkynna skatt-
þjóðin sé stödd í þessum efnum,
hverju megi helzt treysta og hvar
hún standi tæpar. Lífsháski þjóðar-
innar á fyrri tímum virðist fjarlæg-
ur hugsun manna. Háski mann-
kynsins nú á tímum þar sem fram-
leiðsla lífsnauðsynja og þarfir vega
salt virðist ekki heldur þykja tilefni
til aðgerða. Nýverið hafa komið
fram skoðanir úr þessum hópi um
að þrengja hlut innlendrar fæðu-
öflunar, en þeir sem ekki hafa
Ketill A. Hannesson.
stjóra um það. Reyndar er það svo
að tilkynna ber átta dögum áður en
búrekstur hefst.
Innskatturog útskattur.
Nú þurfum við að læra ný orð.
Virðisaukaskattur er langt og
óþjált orð. í staðinn kemur inn-
skattur og útskattur. Innskattur er
á vöru sem er keypt. Útskattur er
lagður á vöru sem er seld. Allur
rekstrarkostnaður verður nú með
snúizt á þá sveif eru eftir sem áður
aðgerðalausir, sbr. áðurnefnda
greinargerð.
Eldurinn í Heimaey þótti sanna
mikilvægi almannavarna. Hins
vegar hefur þjóðin ekki ratað í þær
þrengingar að aðdrættir stöðvuð-
ust. Landbúnaðurinn hefur í þessu
efni hlutverk ekki ósvipað því að
haldið sé uppi slökkviliði í landi
þar sem enginn núlifandi maður
hefur séð hús brenna.
innskatti ef frá eru taldir vextir,
annar bankakostnaður, trygging-
ariðgjöld, opinber gjöld og fleira.
Nú er það svo að flestar rekstrar-
vörur bænda eru án söluskatts og
því verður minni breyting hjá
bændum við upptöku virðisauka-
skatts en hjá mörgum öðrum.
Söluskattur er ekki á áburði,
kjarnfóðri og búvélum, það er að
segjastærstu kostnaðarliðunum. Á
alla þessa kostnaðarliði fellur nú
innskattur, sem bændur verða að
greiða við kaup en í raun verður
hann endurgreiddur þegar gerð
eru skil 1. september og 1. mars.
Allur innskattur á rekstrarvörur
verður m.o.ö. endurgreiddur hjá
þeim sem stunda atvinnurekstur.
Þeir sem greiða virðisaukaskattinn
eru neytendur. Söluskattur safnast
þannig ekki upp í vöruverði, þar
sem að framleiðendur fá innskatt-
inn endurgreiddan. Bændur selja
ekki beint til neytenda en þeir
verða samt sem áður að leggja
útskatt á mjólk, kjöt og allar afurð-
ir. Grænmeti, kartöflur, hey, seld
lífdyr og ull er allt selt með virðis-
aukaskatti eða réttara sagt út-
skatti. Vörur sem fluttar eru úr
landi eru seldar án útskatts. Loð-
dýrabændur leggja ekki útskatt á
skinn sem þeir selja úr landi. Sama
gildir um annan útflutning.
Bændurverða innheimtumenn
ríkissjóðs.
Bændur seljamjólk, kjöteðaaðrar
afurðir fyrir ákveðið verð og bæta
síðan útskatti á vöruna þegar hún
er seld. Þessum útskatti þarf síðan
að skila til ríkissjóðs. En ekki þarf
22. NÓVEMBER 1989
Freyr 933