Freyr - 15.11.1989, Side 18
ástæðan fyrir því að staða sjóðsins
er heldur lakari en almennt gerist
hjá sjóðum sem stofnaðir voru árið
1970.
Tryggingafræðilegt uppgjör fel-
ur m.a. í sér mat á framtíðarskuld-
bindingum lífeyrissjóðs. Við slíkt
mat skiptir auðvitað máli hversu
lengi má gera ráð fyrir að greiða
þurfi lífeyri hverjum þeim sem
réttindi á í sjóðnum. Augljóst er að
því lengur sem viðkomandi lifir,
því meira verður sjóðurinn að
leggja út hans vegna. Það sakar
ekki að taka fram að þetta er ein-
föld staðreynd, sem skiptir máli
fyrir afkomu hvers lífeyrissjóðs, en
að sjálfsögðu er ekki á nokkurn
hátt verið að amast við auknu lang-
lífi bænda né annarra þjóðfélags-
þegna. Það verður einfaldlega að
reikna hvert dæmi eins og það ligg-
ur fyrir til úrlausnar. Og það er
staðreynd að meðalævilengd er nú-
orðið mun lengri en nokkurn óraði
fyrir þegar flestir íslenskir lífeyris-
sjóðir voru stofnaðir. Samkvæmt
upplýsingum Hagstofu Islands var
meðalævilengd íslenskra karla
70,7 ár á árunum 1966-70 og með-
alævilengd kvenna á sama tíma
76,3 ár. A árunum 1987-1988 hefur
meðalævilengd karla aukist um
tæp 4 ár og meðalævilengd kvenna
um 3,4 ár (sjá mynd 4). Forsendur
fyrir rekstri sjóðanna hafa því
breyst verulega á hinn verri veg.
Þetta kemur ef til vill enn harðar
niður á Lífeyrissjóði bænda en öðr-
um sjóðum, þar sem rannsóknir
benda til að bændur lifi alla jafna
lengur en fólk í öðrum starfsstétt-
um og í fáum stéttum hefur fólki á
starfsaldri fækkað jafn mikið á
undanförnum árum.
Gunnar Guðbjartsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins og for-
maður Stéttarsambands bænda um
18 ára skeið, hefur í tveimur grein-
um í Frey á þessu ári sýnt fram á að
bændum hefur fækkað allnokkuð á
undanförnum árum. Fækkun
bænda kemur auðvitað þungt nið-
ur á iðgjaldatekjum sjóðsins. Sam-
dráttur í búvöruframleiðslu gerir
þennan tekjumissi enn meiri (sjá
mynd 5). Þannig hafa iðgjaldatekj-
ur sjóðsins minnkað stöðugt að
raungildi frá árinu 1985 (sjá mynd
6). Margt bendir til þess að sú
þróun muni halda áfram að
minnsta kosti allra næstu ár.
Yfirlit
Samandregnar eru helstu ástæð-
ur slæmrar stöðu Lífeyrissjóðs
bænda þessar:
1. Sjóðurinn bar kostnað af sér-
stakri verðuppbót á lífeyri til
aldraðra bænda á árunum 1976-
1979, (sjá mynd 2).
2. Eignir sjóðsins rýrnuðu veru-
lega vegna verðbólgu á áttunda
áratugnum, (sbr mynd 1).
3. Aldursskipting er, og hefur
ætíð verið, sérlega óhagstæð í
samanburði við aðra lífeyris-
sjóði, (sjá mynd 3).
4. Lengri meðalævi bænda hefur
leitt til lengri lífeyrisgreiðslu-
tíma hvers lífeyrisþega og aukið
þannig skuldbindingar sjóðsins,
(sbr mynd 4).
5. Fækkun í bændastétt og sam-
dráttur í búvöruframleiðslu
hefur leitt til þess að iðgjalda-
tekjur hafa dregist saman, (sjá
myndir 5 og 6).
Hvaðerfil ráða?
I uppgjörinu, sem minnst var á í
upphafi, kemur fram að vandi
sjóðsins er fyrst og fremst vegna
liðins tíma, en sjóðurinn stendur
tiltölulega vel varðandi framtíðar-
skuldbindingar. í fljótu bragði
virðast tvær leiðir koma til greina:
í fyrsta lagi að skerða réttindi
vegna liðins tíma, þ.e.a.s. réttindi
þeirra, sem greitt hafa í sjóðinn
hingað til. í öðru lagi að hækka
iðgjaldagreiðslur án þess að þeirri
hækkun fylgi aukning á skuldbind-
ingum sjóðsins. Þá má hugsa sér að
til greina komi einhver blanda af
þessu tvennu og væri það þá mild-
ari leið en önnur hvor hinna.
Frumvarp til laga um starfsemi
lífeyrissjóða hefur legið í skúffu
fjármálaráðherra í tvö ár án þess
að vera lagt fyrir Alþingi, öðruvísi
en til skoðunar. í því frumvarpi er
gert ráð fyrir að dregin verði skil á
milli þess sjóðs sem var til fyrir
gildistöku laganna og þess sjóðs
sem myndaðist eftir gildistökuna.
Verði þessi ákvæði að lögum, er
þar með girt fyrir að fortíðarvandi
Lífeyrissjóðs bænda, og raunar
annarra lífeyrissjóða, verði leystur
með iðgjöldum framtíðarinnar. Af
því leiðir að tæpast kemur annað til
greina en að skerða lífeyrisgreiðsl-
ur, sem byggjast á réttindum vegna
liðins tíma, til að rétta við fjárhag
sjóðsins. Sú ráðstöfun er auðvitað
afar ósanngjörn þegar litið er til
Mynd 6: Bókfœrð stig eiga að endurspegla iðgjaldatekjur sjóðsins á
hverjum tíma á raunvirði.
920 Freyr
22. NÓVEMBER 1989