Freyr - 15.11.1989, Blaðsíða 32
að skila öllum útskattinum, því að
frá honum má draga greiddan inn-
skatt. Með öðrunt orðum, bændur
eiga að skila mismun á innheimt-
um útskatti og greiddum innskatti.
Þetta er í rauninni sára einfalt.
Söluskattur verður ekki lengur til
heldur virðisaukaskattur. Hann
heitir innskattur hjá þeim sem
greiðir hann, en útskattur hjá þeim
sem tekur við honum. Þegar
bóndinn greiðir kjarnfóður greiðir
hann innskatt. Þegar að hann selur
mjólkina fær hann greiddan
útskatt. Síðan þarf bóndinn að
skila ríkissjóði mismuninum.
Hvenærá að skila.
Tvisvar á ári, 1. sept og 1. mars
þurfa bændur að skila til ríkisins
mismuninum á því sem þeir hafa
innheimt í útskatti og greitt í inn-
skatti. Kúabændur verða þannig
með fjármagn í veltunni því að
útskatturinn er hærri en innskatt-
urinn. Til dæmis þurfa þeir ekki að
skila útskattinum af mjólkinni fyrir
janúar næstkomandi fyrr en 1.
september næsta haust. Sama gild-
irumgreiddan innskatt. Hannfæst
ekki endurgreiddur fyrr en þá. Á
þessu eru þó undantekningar. Þeir
sem greiða meira að jafnaði í inn-
skatt en þeir innheimta í útskatti
geta sótt um að skila oftar. Það
munu loðdýrabændur og fiskeldi-
bændur notfæra sér. Þegar farið er
í miklar framkvæmdir. eins og t.d.
hlöðubyggingu má sækja um auka-
skil til skattstjóra. Þeir sem eru
með aðra atvinnustarfsemi en
landbúnað verða að skila skýrslu
yfir báðar greinarnar eða réttara
sagt allar starfsgreinar. Ef umfang-
ið er meira í öðrum greinum en
landbúnaði fellur sexmánaðaregl-
an niður og skila verður á tveggja
mánaða fresti.
Móðuljóð
Móða hét ær, eign Jóns Þórarins-
sonar bónda á Hæringsstöðum og
fjallskilastjóra Svarfdæla. Móða
var sannkölluð fjallafála, stygg og
skaphörð og hélt sig ævinlega á
efstu grösum með lömb sín. Hún
var nafntoguð meðal gangna-
manna í Sveinsstaðaafrétt í Skíða-
dal sökum kænsku og fráleika,
enda hafði hún velgt mörgum
gangnamanninum undir uggum
um ævina. Þegar Móða var öll,
fékk Jón á Hæringsstöðum Stein-
grím á Vegamótum til að stoppa
upp á henni hausinn og kom hon-
um svo fyrir uppi á þili í Stekkjar-
húsi, gangnaskálanum í Sveins-
staðaafrétt. Þá orðaði Jón það við
Björn Þórleifsson oddvita á Húsa-
bakka hvort hann vildi ekki yrkja
eina stöku eða tvær eftir Móðu.
Vékst Björn vel undir það eins og
sjá má af eftirfarandi ljóði:
Móða
Fædd 1. maí 1978
Fallin 5. okt. 1988
Undi í afrétt tíðum
við angan jarðargróða,
dvaldi hæst í hlíðum
Hæringsstaða-Móða.
Fór þar stall af stalli,
starði á þreyttar hræður
er mig eltu í fjalli
allir Tjarnarbræður
Valdi ég veginn stysta
um vegaleysu og skriðu.
Hel nú hlýt að gista,
hinar fengu riðu.
Mettaði magann svanga
melablóm í gili,
en nú má hertur hanga
haus minn uppi á þili.
B.Þ.
Breytist verð á rekstrarvörum?
Allur rekstrarkostnaður; áburður,
kjarnfóður, bensín, olía, rafmagn
o.s.frv. verður með innskatti og
alla sölu verður að selja með út-
skatti. Þetta hefur ýmsar breyting-
ar í för með sér. Til dæmis hækkar
hey um 26% til hestamanna. Þeir
sem eru með hesta sem tómstunda-
gaman fá þennan skatt ekki endur-
greiddan. Sala á milli bænda verð-
ur virðisaukaskattskyld. Þá kynnu
menn að álykta að þetta mundi
hækka verð um 26 %. í raun er það
ekki því að allur greiddur innskatt-
ur er endurgreiddur eða dregst frá
því sem menn eiga að skila til
ríkisins. Hætta er á að þetta virðist
flókið. í raun er svo ekki. Verð á
rekstrarvörum hækka ekki í reynd
en þær vörur sem voru með sölu-
skatti lækka sem nemur þessum
skatti, t.d. allt byggingarefni.
Bændabókhald.
Allir sem stunda búrekstur verða
nú að færa bókhald yfir öll gjöld og
tekjur sem eru með innskatti eða
útskatti. Bændur eru ekki bók-
haldsskyldir en þeir verða að færa
bókhald yfir öll viðskipti sem eru
með skatti. Það geta menn gert
sjálfir eða leitað til viðkomandi
búnaðarsambands eða bókhalds-
stofa. Þeir sem færa bókhald sitt
sjálfir geta notað eyðublöð ríkis-
skattstjóra sem verða til um
áramót ásamt leiðbeiningum. Öll
búnaðarsambönd munu bjóða upp
á bændabókhald.
Ef bændur eru að hugsa um
tölvukaup má benda þeim á það að
þær lækka um áramótin. Vegna
þess að á tölvum er 25% söluskatt-
ur í dag. Eftir áramót verða þær
seldar með virðisaukaskatti sem í
raun fæst endurgreiddur.
Ahrif á fjármagnsstreymið.
Virðisaukaskattur hefur mismun-
andi áhrif á fjármagnsstreymið eft-
ir því hvaða búgrein er stunduð.
Kúabændur koma einna best út úr
þessari kerfisbreytingu. Þeir fá
mjólkina greidda mánaðarlega og
verða því með fjármagn í höndun-
934 Freyr
22. NÓVEMBER 1989