Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Blaðsíða 8

Freyr - 15.12.1989, Blaðsíða 8
Axel V. Magnúson garöyrkjuráöunautur Fæddur 30. september 1922. Dáinn 14. nóvember 1989. Axel Valgarö Magnússon garö- yrkjuráðunautur lést á Landsspít- alanum þann 14. nóvember sl. Hann var fæddur á Hofsósi í Skagafirði 30. september 1922. Foreldrar hans voru Magnús S. Jóhannsson héraðslæknir þar, Runólfssonar sjómanns í Reykja- vík og kona hans Rannveig Tómas- dóttir prests á Völlum í Svarfaðar- dal Hallgrímssonar. Axel var vngstur sjö systkina. Fööur sinn missti hann rúmlega ársgamall. Móðir hans flutti þá með börnin til Revkjavíkur og þar ólst Axel upp með móður sinni og systkinum. A sumrin var hann í sveit bæði í Skagafiröi og í nágrenni Reykja- víkur. Að loknu gagnfræðaprófi 1939 fór hann aö vinna við garöyrkju- stöð Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og síðar á garð- yrkjustöðvum í Hverageröi og Mosfellssveit. Hann brautskráðist frá Garðyrkjuskólanum á Revkj- um árið 1943 eftir tveggja ára nám þar. Eftir það vann hann í gróðrar- stöðvum í Mosfellssveit. en réðst síðan verkstjóri í gróðrarstöð Garðyrkjuskólans. Gegndi Axel því starfi uns hann hélt til náms við Garöyrkjudeild Búnaðarháskól- ans í Kaupmannahöfn árið 1947. Hann lauk garðyrkjukandidats- prófi frá þeim skóla árið 1950. en síðar stundaði hann framhaldsnám í jarðvegsefnagreiningum hjá Danska garðvrkjufélaginu í Kaup- mannahöfn 1953. og hjá garð- vrkjudeild Tækniháskólans í Hannover og Tilraunastöðinni Virum í Danmörku í námsorlofi 1966-1967. Hann fvlgdist alla tíð vel með nýjungum og framförum í garðyrkju. einkunt ylrækt. Axel var kennari við Garðvrkju- skóla ríkisins 1950-1966 og var settur skólastjóri við sama skóla 1957-1958. Jafnframt stundaði hann jarövegsrannsóknir á vegum skólans og leiðbeindi garðyrkju- bændum árin 1955-1966. Varð það vinsælt meöal þeirra. Axel réðst sem vlræktarráðu- nautur til Búnaðarfélags Islands árið 1967 og gegndi því starfi með- an þrek og heilsa leyfði eða til ársins 1989 en þó aðeins í hálfu starfi síðasta áriö. Hann var ritari Búnaðarþings 1972-1988. Honum voru falin trúnaðarstörf fvrir ís- landsdeild Nordiske Jordbrugsfor- skeres Forening og Lionshrevfing- una. Axel var ráðunautur í ylrækt. þeirri grein garðyrkju sem einkum er stunduð í gróðurhúsum. Hann lagði sig mjög fram í starfi sínu og var vakinn og sofinn í því að leiö- beina ylræktarbændum um hvers konar framfarir í greininni. Hann teiknaði gróðurhús og var ótrauð- ur að tileinka sér nýjungar í bygg- ingum og tækni og vekja athygli garðyrkjubænda á þeim. Axel ferðaðist mikið í starfi sínu til aö leiðbeina ylræktarbændum og naut trausts og virðingar þeirra. Bar margt til: traust þekking hans á viðfangsefninu. prúðmennska. fjölþættar gáfur og skemmtilegt skopskyn. Dugnaður Axels og vandvirkni í störfum voru viður- kennd af öllum sem til þekktu. Og eftir að heilsa hans tók að bila lagði hann hart að sér að vinna þau verkefni sem levsa þurfti. Þannig hagaði til að skrifstofa Axels hjá Búnaðarfélagi Islands var um árabil við hliðina á skrif- stofum Frevs. Af því leiddi að við áttum meiri samskipti við hann en flesta aðra samstarfsmenn. Axel fylgdist afar vel með þjóðmálum. búnaðarmálum og öllu því sem gerðist í kringum hann. Hann var vinstrisinnaður í skoðunum og lá ekkert á því. Sjálfur hafði hann alist upp viö kröpp kjör og meðal þeirra sem eins var ástatt um sló hjarta hans. Axel var nteð afbrigðum víðles- inn og fróður. Minna má á að hann keppti við Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli í spurningakeppni í Ríkisútvarpinu snemma á þessu ári. I þeirri keppni vann Halldór til fyrstu verðlauna eftir að hafa sigr- að hvern fróðleiksmanninn eftir annan. Halldór sigraði þar Axel með minnsta mun og gat sú viður- 990 Freyr 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.