Freyr - 15.12.1989, Page 11
Berunes I.
Þú sagðist hafa tekið við fjárbúi
árið 1970en hvernigerbúiðnúna
samsett?
Það er blandað bú eins og er, og
það var hér lengi blandað bú. Þeg-
ar mjólkurstöðin er byggð á
Djúpavogi, í kaupfélagsstjóratíð
Þorsteins Sveinssonar, á 6. ára-
tugnum, tóku bændur að fjölga
kúnum og selja mjólk og þetta má
eigna Þorsteini öðrum fremur. Þá
voru mikil umsvif í síldveiðum og
algjört neyðarástand í mjólkurmál-
um á Djúpavogi, jafnvel keyrt á
bæi til að sækja dreitil. Núna er
búskapur okkar að jöfnu kýr og
kindur og nálgast það að vera um
2/3 af grundvallarbúi.
Hvaða lið hefur þú með þér í
þessu?
Þetta er fjölskyldubú en lendir
meira á konu minni á veturna þeg-
ar ég er við skólastörfin. En við
eigum fjögur börn sem hafa öll
unnið meira og minna að búskapn-
um, þrjá syni og eina dóttur.
Hérá Berunesi ergamall bæren
vel við haldið. Hann hefur nýst þér
til útleigu fyrirferðamenn?
Já, það er gaman að segja frá því.
Um 1970 byggjum við hjónin hér
24. DESEMBER 1989
íbúðarhús. Þá er hér á ferð eitt sinn
sem oftar Eysteinn Jónsson alþing-
ismaður. Hann spyr mig hvað ég
ætli að gera við gamla bæinn þegar
ég sé fluttur úr honum. Mig minnir
að ég hafi sagt að þar komi tvennt
til greina. Annars vegar að nota
hann þannig að það stæði undir sér
fjárhagslega, ellegar hitt að láta
hann hverfa. Svona myndarlegt og
allt að því sögufrægt hús mætti fyrir
engan mun láta grotna niður. Það
væri versti kosturinn.
Já, segir Eysteinn, nú er verið að
brúa jökulvötnin í Skaftafellssýslu
og bráðum koma ferðamenn í
stórum stíl. Hvernig væri að bjóða
þeim gistingu?
Við fluttum úr gamla bænum
1972 og þetta er kveikjan að því að
þarna er komið á fót gistiaðstöðu
fyrir fólk sem hafði með sér svefn-
poka og vildi gista ódýrt.
Hringvegurinn opnast árið 1974
og þá og næstu árin er mikill ferða-
mannastraumur, mest Islendingar.
Menn fóru hringinn alveg umm-
vörpum og það var æði mikil
nýting á húsinu. Árið 1976 koma
hingað menn frá Farfuglahreyfing-
unni á íslandi og óska eftir sam-
starfi. Frá þeim tíma hefur verið
hér Farfuglaheimili og það auglýst
sem slíkt innanlands og utan. Svo
þegar Ferðaþjónusta bænda tók til
starfa um 1980 þá er ég einnig með
þeim fyrstu sem er þar með.
Þannig var þetta rekið í fimm ár
undir merkjum beggja þessara
samtaka. Okkur fannst það á viss-
an hátt svolítið þvingandi að vera í
báðum samtökunum. Aðstaðan
leyfir ekki tvenns konar þjónustu,
þannig að við ákváðum að losa
okkur úr Ferðaþjónustunni í allri
vinsemd. Við höfum sjálfsagt tap-
að einhverjum gestum á því en við
erum þá ekki að svíkja neinn.
Þú nefndiraðgamli bærinn ætti
sér nokkra sögu, það væri gaman
aðheyra af henni!
Húsið er byggt í stíl sem kenndur
er við sunnanverða Austfirði, þ.e.
járnklædd timburgrind á tveimur
hæðum, upphaflega eins herbergis
breidd, þ.e. það er gengið úr einu
herbergi í annað og gangur er ekki
til utan lítilsháttar inn af útidyrum.
Húsið er byggt árið 1907 fyrir Sig-
urð Antoníusson sem þá bjó hér
ásamt konu sinni, Jóhönnu
Jónsdóttur. í áranna rás er svo
þetta hús stækkað og lagað að
þörfum íbúanna og kröfum nýs
tíma.
Freyr 993