Freyr

Volume

Freyr - 15.12.1989, Page 12

Freyr - 15.12.1989, Page 12
Beruneskirkja. Búlandstindur í baksýn. (Ljósm. M.E.). Varðveisla hússins er þannig nú að það er einungis hitað upp yfir nýtingartímann á sumrin. Við höf- um tekið af því vatnið yfir veturinn en reynt að lofta vel út þegar veður leyfir þannig að ekki myndist slagi og það má segja að húsið varðveit- ist allvel. Engar verulegar breytingar hafa verið gerðar á því, aðeins rétt til hagræðisauka, annars minnir það á gamla sögu sína. í þessu húsi var símstöð frá 1914-1965. Sigríður Sigurðardótt- ir, og fyrstu árin Sigurður farðir hennar, voru stöðvarstjórar. Sömuleiðis var þarna skóli mjög lengi fyrir sveitina og sannkallað stórheimili að þeirra tíma hætti, með margar kynslóðir, skyldra og vandalausra saman. Svo að við snúum okkur að öðru, þú hef ur haft afskipti hér af heykögglaverksmiðju hér austanalands? Það er fyrst frá því að segja að þessi heykögglagerð er fólgin í því að þurrt hey er malað og blandað í það öðrum efnum, fiskimjöli og sykri og e.t.v. steinefnum. Þetta gerist undir miklum þrýstingi þannig að kögglarnir þola vel geymslu á eftir. Þessi aðferð stend- ur að því leyti framar grasköggla- gerð í verksmiðjum að þarna er verið að nýta vinnu og vélakost bóndans og orku sólarinnar við þurrkun á heyinu. Með þessu móti er bóndinn að skapa sér vinnu. Hann þarf bara að bæta við svolít- illi aðkeyptri vinnu og tækni til að breyta eigin heyi í kjarnfóður. Eg trúi því að þessi rekstur geti gengið. En það er eins og víða annars staðar í þjóðfélaginu að fjárhagshliðin er ekki auðleyst, fjármagn er dýrt og torfengið. Hvað heitir það fyrirtæki sem þú átt aðild að? Það heitir núna Heykögglar hf. og hefur aðsetur á Egilsstöðum og er hlutafélag, að hálfu í eigu Guð- mundar Hjálmarssonar sem býr á Egilsstöðum, en hann var frum- kvöðull ásamt öðrum manni að því að koma þessari vélasamstæðu upp. Síðan gengu inn í fyrirtækið nokkrir aðilar, aðallega bændur, en líka fyrirtæki. Nú á þessu ári stendur yfir endurskipulagning og endurfjármögnun á rekstrinum. Við erum nokkuð bjartsýnir á að koma megi þessu fyrirtæki „fyrir vind“ eins og Guðmundur segir, þannig að það hafi rekstrargrund- völl. Á hvaða svæði starfar fyrirtækið? Það er svæðið frá Jökuldal og suð- ur að Hornafjarðarfljótum sem samstæðan hefur farið yfir og þjón- að. Afkastageta samstæðunnar hef- ur ekki verið nýtt að fullu og verið er að leita að auknum verkefnum og við höfum þar fengið augastað á útflutningi heyköggla til Færeyja. Þangað hafa verið sendir nokkrir pokar sem Færeyingum líkuðu ágætlega. Þeir kaupa nú þegar verulegt magn heys á hverju ári héðan frá Austufjörðum. Hafið þið gert verðútreikninga á heykögglumannars vegarog graskögglum hins vegar? 994 FREYR 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.