Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.1989, Qupperneq 13

Freyr - 15.12.1989, Qupperneq 13
Gamli bœrinn á Berunesi. (Ljósm. O.E.) Gagnvart bóndanum sem leggur heyið til sjálfur og ætlar að nota kögglana sjálfur þá koma heykögglarnir vel út. Hann leggur út minna fé, auk þess sem hann veit hvaða hráefni hann er með í höndunum. Reyndar er e.t.v. hag- stæðast að setja ekki besta heyið í þetta, úrsérsprotna og grófa heyið breytist hlutfallslega mest til batn- aðar við mölun og kögglun. Ég get tekið dæmi um fram- leiðslukostnað á 1 m3 eða ca 600 kg af heykögglum nú á haustdögum. 450 kghey á 10 kr/kg . . . 4.500 100kgfiskimjöl30kr/kg. 3.000 50kgsykur50kr/kg . . . 2.500 Kögglunmeð5% afsl. . . 4.200 Annað....................... 200 Alls kr. 14.400 14.400:600 = 24 kr. kg. Þegar þetta verð er borið saman við graskögglaverð dylst engum að heykögglagerð er hinn fýsilegasti köstur. Hvernig hefur svo reksturinn gengiðá þessu ári? Það er hálfgerð sorgarsaga. Heyin eru lítil og léleg svo verkefni vélar- innar eru alltof lítil. Vaxandi rúllu- baggaverkun dregur einnig úr kögglun. Fjárhagserfiðleikarnir eru því ekki úr sögunni, en með vaxandi verkefnum, góðum vilja og smá heppni gengur þetta. Nú hefur þú búið á þessum slóðum í tvo áratugi. Hvernig hefur þróun í búskap verið hér á sunnanverðum Austfjörðum á þessum tíma? Pað hefur orðið þróun, mishag- stæð eftir sveitum og stöðum. Ef við tökum fyrst það sem næst okk- ur liggur, Beruneshrepp, þá hefur breytingin ekki orðið veruleg í fólsfjölda, né fjölda byggðra býla, heldur mest í vélvæðingu og upp- byggingu. Pað má nefna að þegar lodýraræktin átti að bjarga land- búnaðinum, þá hittist svo á að menn höfðu nýlega byggt yfir bústofn sinn. Pað varð þannig ekk- ert úr því að neinn bóndi í hreppn- um færi út í loðdýrarækt. Hvernig hafa menn farið út úr framleiðslutakmörkununum? Þær hafa vissulega komið við menn og bremsað menn af við ýmsar hagræðingar. Menn vildu sjálfsagt búa bæði við aðra bústærð og sam- setningu bús en þeir hafa, ekki endilega alltaf að stækka við sig heldur að hafa möguleika á hreyf- anleika. Hvernig horfirþá, hvaðvarðar aldurssamsetningu og barnafjölda? Meðalaldurfer hækkandi, það seg- ir sína sögu bæði um barnafjölda og endurnýjun á búunum. Kyn- slóðaskipti eða eigendaskipti bú- jarða eru stórmál og ekki léttir fullvirðisrétturinn þann bagga. Það er nú svo, að sá sem er að hefja búskap og lagt hefur út í fjárfest- ingar á erfitt með að komast af með lítið bú sem fullnægði mæta- vel þörfum og vilja eldra fóls sem áður bjó og skóp jörðinni þann fullvirðisrétt sem hún hefur. Það er því eðlilegt að leitað sé nýrra atvinnutækifæra í sveitum, því að eflaust kæmi þá unga fólkið þangað í auknum mæli. 24. DESEMBER 1989 Freyr 995

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.