Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1989, Side 17

Freyr - 15.12.1989, Side 17
Hann sagði sögu, sem ég man ekki hvernig var, en ég bað alla við- stadda að hlæja eins og það ætti lífið að leysa strax að lokinni frásögn. Mikið lifandis ósköp gat fólkið hlegið þarna á skipinu. Skip- stjórinn tók ofan og sagði að ég væri sá besti túlkur, sem hann hefði fyrir hitt á langri æfi, því að fáir hefðu hlegið að þessari sögu fram til þessa. Þá hittum við Lloyd og Skandinaviska kórinn Það var snemma í sumar sem hringt var í mig frá Winnipeg. í símanum var Lloyd Christianson, en hann er af íslenskum ættum. Erindið var að fá væntanlega þátt- takendur í bændaferð, að syngja með nýstofnuðum kór í Winnipeg en kórfélagar voru allir ættaðir frá Norðurlöndum. Ég sagði Lloyd eins og var að ég vissi bara ekki hvort fólkið sem yrði með gæti sungið. Hann var nú alls ekki á því og sagði: „Hópurinn, sem þú varst með í fyrra söng svo ljómandi vel“. Ég sagði þetta væri allt annað fólk. að vísu væru tveir með, sem voru í fyrra, þeir Jón í Fjalli og Guð- mundur í Björk. Það var sama hvað ég reyndi að mótmæla, það kom fyrir ekki og nú gaf ég mig og sagði að við gætum svo sem reynt að syngja með þeim. Við gætum kannað það. Kvöldið sem við komum úr sigl- ingu eftir Rauðánni mætti allur Skandinaviski kórinn á hótelinu. Þau voru með söngstjóra með sér og píanóleikara. Fyrst söng kórinn og síðan var ætlunin að við tækjum undir. Það var skipað niður í radd- ir. Síðan var sungið „Stóð ég úti í tunglsljósi". Það hljómaði ekki nógu vel, en við bættum framburð- inn all mikið. Nokkur lög tókum við svo með þeim. Ég held að söngstjóranum hafi ekkert þótt til söngsins koma hjá okkur. Þó sagði hann ekki neitt. Ég samþykkti fyrir hönd okkar fólks að við kæmum á aðra æfingu í Gimli tveim tímum áður en kórinn átti að syngja þar. Þetta Helgi Tómasson úti í Heklueyju var ekki hrifinn af stjórnvöldum en að öðru leyti var hann ánœgður með lífið. Parna er hann að frœða Prúð- mar á Miðfelli, Valdimar Helgason úr Reykjavík, Ingólf á Grœnahrauni og Guðmund á Porvaldsstöðum. var ósköp Ijúft fólk í kórnum. mér fannst hálf leiðinlegt að segja hreint út að við gæturn ekki sungið með þeim. Niðurstaðan varð þó sú að við stóðum upp í garðinum í Gimli og tókum undir þegar kórinn söng „ísland ögrum skorið". Svo sungum við þrjú lög á skemmtun, sem þjóðarbrotin frá Norðurlöndum héldu í Winnipeg 19. ágúst. Við fórum upp á svið og sungum þau lög sem við höfðum sungið nokkrum sinnum í ferð okkar. Það var nokkuð mikið klappað, en þarna voru um 300 manns. Við hittum Helga Tómasson í Mikley Laugardaginn 5.ágúst fórum við frá Gimli. Þar koin vinur okkar Emil Pitura, en hann hefur verið bílstjóri í bændaferðum okkar flest árin. Þetta er hinn þægilegasti maður. hörku bílstjóri og aldrei nema elskulegheitin. Við tókum stefnuna norður. Stönsuðum að- eins við minnisvarða Vilhjálms Stefánssonar í Árnesi. Þaðan var svo haldið í Heklueyju, eins og Mikley heitir nú. Hitinn hafði hrapað niður í 13° á C úr 36°. Nú fannst okkur ægilega kalt, það var farið í töskurnar og náð í yfirhafnir og peysur. Helgi tók vel á móti okkur eins og venjulega. Við gátum ekki haldist við úti, fórum inn í hús til þeirra hjóna. Þar var drukkið kaffi og bjór. Síðan var haldið til kirkju, þar sagði Helgi Parna er sungið með tilþrifum. Ekki voru allir sammála því að stjórnandinn kynni að slá taktinn. 24. DESEMBER 1989 Freyr 999

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.