Freyr - 15.12.1989, Síða 18
okkur frá lífinu á eyjunni hér áður
fyrr. Ég held að Helgi og kona
hans séu síðustu íbúar, sem hafa
fasta búsetu íeyjunni. Nú ereyjan
þjóðgarður, og þar hefur verið
byggt veglegt hótel.
Helgi borðaði hádegismat með
okkur í hótelinu. Allir nutu þess að
heyra Helga segja frá lífinu áður
fyrr og þeirri baráttu sem fólkið
háði. Þeir sem bjuggu í eyjunni
lifðu fyrst og fremst á veiðum í
vatninu. Þegar þeir stofnuðu sitt
eigið félag til að selja fiskinn, lag-
aðist ástandið nokkuð. Þegar
stjórnin setti á laggirnar „Mark-
aðsnefndina“ þá var orðið ágætt að
lifa á veiðunum. Nú er kvóti á
öllum veiðum í vatninu „Ég næ
ennþá að veiða minn kvóta þótt ég
sé orðinn skranrbi garnall", sagði
Helgi. Ég tel að það væri ekki neitt
sérstakt við að koma út í eyju ef við
hefðum ekki Helga til að fræða
okkur og hans ágætu fjölskyldu.
Vegna kulda gátum við ekkert
verið úti við eins og ákveðið hafði
verið. Þarna var von á Vigdísi for-
seta og fylgdarliði seinnihluta
dagsins og Vigdís ætlaði að heilsa
upp á Helga og hans fólk.
Næsti áfangastaður okkar var
dvalarheimili aldraða í Riverton,
þar drukkum við kaffi með heimil-
isfólki og sungum nokkur lög.
Þarna tala flestir íslensku.
Frá Riverton var haldið til
Gimli. Þar komum við okkurfyrir í
bragga frá tímum flughersins þegar
deild úr honum var staðsett þarna.
Nú eru á þeim stað Iðngarðar og
mikið gert til að laða fyrirtæki til
bæjarins, en hræddur er ég um að
það gangi frekar hægt. Stærsti at-
vinnurekandinn í Gimli er
Seagram brugghúsið sem framleið-
ir viskí. Þar starfa 117 manns.
Islendingadagurinn í Gimli
Að þessu sinni var haldið upp á 100
ára afmæli íslendingadagsins. Það
var árið 1890. sem Vestur-íslend-
ingar komu saman í fyrsta sinn til
að halda hátíðlegan Islendinga-
dag.
Síðan hefur þetta verið árlegur
viðburður og nú er íslendingadag-
urinn alltaf fyrsta mánudag í ágúst,
en þá er almennur frídagur í
Manitoba. Að þessu sinni hófst
hátíðin laugardaginn 5. ágúst og
einnig voru skemmtiatriði nær all-
an sunnudaginn, en sjálf hátíðar-
dagskráin var á mánudaginn.
Margar ræður voru fluttar og mik-
ið sungið. Vigdís forseti tlutti
snjalla ræðu og einnig ávarpaði
Davíð borgarstjóri samkomugesti.
Það sem mér er þó minnisstæðast
var framlag lítillar stúlku, Þóru,
sem er 10 ára. Hún er dóttir Svövu
Sæmundsson, en faðir Svövu var
Gunnar Sæmundsson. Gunnar var
sambland af Þorsteini á Vatnsleysu
og Ágústi á Brúnastöðum og talaði
íslensku eins og Guðmundur
Jósafatsson frá Brandsstöðum.
Þóra flutti ljóð Davíðs Stefánsson-
ar, „Hamraborgin", á mjög áhrifa-
ríkan hátt, sem hreif alla við-
stadda. Þá fór hún með smásögu á
ensku um Freyju, Loka og Þór.
Fóstbræður sungu og vöktu mikla
hrifningu.
Daginn eftir fórum við tiltölu-
lega snemma af stað um morgun-
inn. Fyrsti áfangastaður okkar var
hjá minnisvarða skammt fyrir vest-
an Gimli, sem reistur var í tilefni af
100 ára afmæli byggðarinnar, sem
var árið 1987. Vigdís forseti hafði
afhjúpað minnisvarðann nokkrum
dögum áður.
Næst stönsuðum við hjá öðrum
minnisvarða skammt fyrir austan
Árborg en hann hafði verið reistur
til minningar um Jóhann Magnús
Bjarnason rithöfund. Vigdís for-
seti afhjúpaði þann minnisvarða
einnig.
Komiðtil Brandon
Ákveðið var að við gistum næstu
þrjár nætur í miðstöð leiðbeininga-
þjónustu landbúnaðarins í Vestur-
Manitoba.
Þarna eru jafnframt haldin nám-
skeið í margvíslegu er snertir land-
búnað. Miðstöðin er í nokkuð
stórum bæ, sem heitir Brandon, en
þar eru um 40 þúsund íbúar.
í Brandon tóku á móti okkur
Andrés Hólm og kona hans, ásamt
Elínu Hood. Elín og Andrés eru í
stjórn deildar Þjóðræknisfélagsins
í Brandon. Þau sögðu að nú væru
fáir íslendingar eftir til að halda
uppi félagslífi. Þau tvö töluðu
ágæta íslensku en kona Andrésar
gat einuængis talað ensku, enda
ensk að uppruna.
Daginn eftir heimsóttum við eitt
stærsta búvélasafn í Kanada, er
það í smábæ sem heitir Austin. Eg
held að fáir hafi haft nokkra
ánægju af því að koma þangað.
Þarna voru endalausar raðir af
göntlum dráttarvélum og verkfær-
Mikið var borðað afgóðitm og ódýrum mat íferðinni. Parna sitja yfir Ijúfmeti
(f. v.) Prúðmarú Miðfelli. Freyja systir hans frá Gljúfri. Hólmfríður á Miðfelli
og Einarfrá Gljúfri.
1000 Freyr
24. DESEMBER 1989