Freyr - 15.12.1989, Side 19
um. Þarna var sýnd þróun í vél-
tækni, margar gerðir af skurð-
þreskivélum og margt fleira. Þetta
varð fremur þægilegur dagur hjá
okkur, við höfðum það af að kom-
ast í verslunarmiðstöðina, sem var
allmikil að vöxtum. Ég held að það
hafa ekki verið keypt mikið.
Þennan dag var vel heitt eða rétt
um 37° á C. Bændur sem við hittum
voru heldur óhressir yfir þessum
mikla hita og þurrki dag eftir dag.
Kornið þroskaðist of snemma og
uppskera því með minna móti.
Daginn eftir fengum við ráðunaut
til að fara með okkur í heimsókn til
bónda sem var nær eingöngu með
mjólkurkýr. Þær voru af Holstein-
kyni, svartskjöldóttar. Meðalnyt
var rétt um 9000 kg yfir árið.
Bóndinn Donahau sem er af
írskum ættum sagði okkur að hann
seldi kynbótagripi til flestra fylkja
Kanada og einnig yfir til Banda-
ríkjannna. Eftir heimsóknina til
bóndans fórum við á tilraunastöð.
Þar voru bæði jarðræktar- og bú-
fjárræktartilraunir. Mesta ánægju
höfðum við af sýnisreitum þar sem
gaf líta allar helstu nytjaplöntur,
sem ræktaðar eru í Kanada.
Eina jurt hafa Kanadamenn
skýrt upp, þar sem þeir töldu nafn-
ið dónalegt. Það er jurt sem við
köllum repju, en í enskumælandi
löndum er hún kölluð Rape seed,
nema í Kanada kalla þeir plöntuna
Canola. Kanadamenn eru svo sið-
prúðir og hógværir í tali, að þeir
gátu ekki fengið sig til að segja
rape, en þaðersamaorð ognauðg-
un á ensku. Repjuna rækta þeir
vegna fræsins, en úr því er unnin
olía, sem notuð er í smjörlíki.
Ennþá var hitinn allmikill en við
vorum farin að venjast honum.
Farið í Friðargarðinn og
Fjallabyggð
Við fórum hóflega snemma frá
Brandon þann 11. ágúst. Ferðinni
var heitið til Cavalier í Norður-
Dakota. Fyrst var þó á áætlun að
koma í Friðargarðinn, sem er þjóð-
garður á landamærum Manitoba
og Norður-Dakota. Þetta er mjög
Skemmtileg umgerð um garð í Fjallabyggð í Norður-Dakota.
fallegur garður, vel skipulagður og
gróskumikill gróður. Stórar og
miklar friðarsúlur eru í miðjum
garði, ein súlan erí Kanada en hin í
Bandríkjunum. Þá er þar friðar-
kapella, ogokkur varsagt að mikið
væru um að fólk gifti sig þarna.
Garðurinn og allt sem þar vex og
það sem hefur verið byggt, á að
vera til að undirstrika að Banda-
ríkjamenn og Kanadamenn fari
aldrei í stríð hver gegn öðrum.
Enda finnum við ekki mun á hvort
maður eða kona eru bandarísk eða
kanadísk. Uppruni fólksins er
líkur, það kemur alls staðar að,
blanda þjóðarbrota er svipuð og
hugsanaháttur er ekki ólíkur.
Stjórnarfar er um sumt með öðrum
hætti. Velferðarkerfi í Kanada er
líkara því sem gerist á Bretlandi en
í Bandaríkjunum.
Eftir að við höfðum skoðað
Friðargarðinn var farið inn í
Bandaríkin og það hefur alltaf
sínar broslega hliðar. Við töldum
okkur mjög vel undibúin með
útfyllt þau skjöl, sem krafist er.
Hallsbrœður, sem eru íslenskir og búa í Hoople í Norður-Dakota eiga 32
vörubíla til að flytja uppskeruna frá akri í hús.
24. DESEMBER 1989
Freyr 1001