Freyr

Árgangur

Freyr - 15.12.1989, Síða 21

Freyr - 15.12.1989, Síða 21
gæti fengið sér hressingu á barn- um, án þess að þurfa að borga fyrir það sjálfir“ Þetta var nú auðvelt að skipuleggja. Við slógum saman og borguðum fyrir fram fjögur glös á mann af bjór eða öðru sem þeir mundu vilja drekka. Þetta var býsna skemmtileg samkoma. Flestir voru orðnir nokkuð aldrað- ir, en innan um voru börn niður í tveggja ára aldur eða svo. Þarna þekkti fólkið ekki hugtakið kyn- slóðabil. Ungu piltarnir dönsuðu við mæður sínar og ömmur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þarna reyndist vera fremur lítið framboð af herrum fyrir okkar dömur, en þær gerðu sér að góðu að dansa saman. Það var lítið duflað, minna drukkið, en mikið dansað. Við komum heim á hótel kl. 02, öll fremur þreytt eftir langan og strangan dag. Nú var haldið til Minneapolis Við áttum rólegan dag í vændum, því að ekki var ætlunin að aka lengra en til Fargo í Norður-Da- kota. Það tók okkur aðeins þrjár klst. Þar komum við okkur fyrir á litlu hóteli við hraðbrautina. Reyndar fengum við okkur há- degisverð á veitingahúsi sem heitir Royal Fork, en þau eru víða í Bandaríkjunum þessi veitingahús. Þarna er hlaðborð með miklu úr- vali af alls konar réttum, síðan geta menn valið um eftirrétti og drukk- ið að vild af ropvatni og ávaxta- safa. Þessi máltíð kostaði $ 5.00 á manneða semsvararískr. 300. Það er eins og kaffi með jólakökusneið á betri veitingastöðum hér á landi. Daginn eftir var ákveðið að gefa sér tíma og fara í stóra verslunar- miðstöð sem var skammt frá hótel- inu okkar, áður en við héldum áfram til Minneapolis. A leið okkar til Minneapolis gerðum við stuttan stans í bænum Alexandria, sem er þekktur fyrir rúnastein sem fannst þar í jörðu fyrir um 60 árum. Á þeim steini er greint frá för víkinga eftir Rauð- ánni. Stundum er bærinn kallaður Þarna er ungfrú ísland á íslendinga- daginn i Gimli. fæðingarstaður Ameríku. Við fórum á safnið og síðan var haldið áfram. Ég hefi áður sagt frá Minneapol- is hér í Frey svo að það er ekki ástæða til að endurtaka það. Sama söngkona var á barnum á hótelinu okkar og var fyrir þrem árum og söng sömu lögin, m.a. Litlu flug- una, sem mig minnir að Hjalti Jak- obsson garðyrkjubóndi hafi kennt henni um árið. Karlarnir í hópnum reyndu að kenna henni ný lög en árangur var heldur slakur. Starf- andi er íslenskur kvennaklúbbur í borginni sem heitir Hekla. Við borðuðum með konum í klúbbn- um og eiginmönnum þeirra. For- maður Heklu er Patricia Allred. Hún er af íslenskuin ættum en talar lítið sem ekkert íslensku. Það eru fáir sem geta talað íslensku þar í borg. Eftir að hafa gist í þrjár nætur á ágætu hóteli, var haldið aftur í norður í átt til Kanada. Komið við í Duluth Það var kominn fimmtudagur 17. ágúst. Veðrið var nákvæmlega eins og við vildurn hafa það. Komið var til Duluth um miðjan dag. Þar hafði ég pantað gistingu á Best Western hóteli, sem er í miðborg- inni. Duluth er mjög falleg borg með um 40 þúsund íbúa. Borgin er við vesturbakka Superiors vatns- ins. I Duluth er næstmesta útflutn- ingshöfn í Bandaríkjunum, næst á eftir New York. Þar eru gríðarstór- ar korngeymslur og þaðan er flutt út korn bæði frá kornræktarsvæð- um Bandaríkjanna og Kanada. Auk þess er flutt um höfnina mikið af járngrýti. Skammt fyrir norðan Duluth er miklar málmnámur. Þennan fyrri dag var aðallega farið í verslanir. Seinni daginn fengum við leið- sögumann frá ferðamálaráði Duluth til fara með okkur í skoð- unarferð um borgina. Síðan fórum við siglingu um hafnarsvæðin í borgunum tveim, sem standa and- spænis hvor annarri við vatnið. Hin borgin er Superior og er í Wisconsin, en Duluth er í Minnesota. Farið var snemma á fætur dag- inn eftir, því að við ætluðum okkur að vera í Winnipeg ekki seinna en kl. fjögur síðdegis en þangað voru rétt um 700 km. Við vorum ekki komin inn áhótel fyrren kl. fimm. Þá þurftum við að hafa hraðann á því að við áttum að mæta á skemmtun hja norrænu þjóðar- brotunum kl. hálf sjö. Eins ég hefi sagt frá áður sungum við nokkur lög við góðar undirtektir. Eg læt þessari frásögn lokið. Því að ef ég héldi áfram mikið lengur færi ég að endurtaka það sem áður hefur verið sagt í fyrri frásögnum hér í Frey af bændaferðum í Kanada. Bann við geisluðum mat Sænska þingið og ríkisstjórnin hefur ákveðið að frá og með 1. júlí 1990 verði bannað að geisla mat- væli til að auka geymsluþol þeirra sem og að flytja þau inn. Lantmannen nr. 17/1989. 24. DESEMBER 1989 Frevr 1003

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.