Freyr

Årgang

Freyr - 15.12.1989, Side 30

Freyr - 15.12.1989, Side 30
heimsmarkaðsverði sem er um 10 kr. sænskar á kg í I. verðflokki. Enn fellur allt of stórt hlutfall í verði vegna fláningsskemmda, sem kallar á verðfellingu sem nem- ur í heild um 20 til 30%. Skilaverð til bænda á að geta numið um 60 kr./kgáhúð sem vegur u.þ.b. 10% af kjötþunga. 7.b. Blóðverzlunin sem fyrir- tækið G. Ólafsson hf. kom af stað með því að fullvinna úr hryssu- blóði blóðvökvann PMSG er enn í biðstöðu. Þess er vænst að á þessu ári skýrist hvort um framhald verði að ræða eða ekki, F.hrb. gekkst í fjárhagsábyrgð fyrir G. Ólafsson hf., vegna þessara viðskipta sem fyrirtækið hefur tapað á, einkum vegna fjármagnskostnaðar, gegn bakábyrgð í tækjum sem fyrirtækið á vegna þessarar framleiðslu. Ábyrgðin var veitt með samþykki landbúnaðar- og fjármálaráðu- neyta. 7.d. Hrosshár er verðmæti og væri hægt að flytja það út, en bændur hafa lítið hirt um að taka hrosshár. Skipuleggja þyrfti þessa hugsanlegu verzlun. 7.e. Kapplamjólk mætti einnig athuga um verzlun á. VIII. Ýmis sérverkefni. 8.a. Reiðhöllin. Haustið 1988 hélt stjórn F.hrb. sérstakan fund með formanni stjórnar Reiðhallarinnar hf., Sigurði Fíndal. þar sent fjár- hagsstaða Reiðhallarinnar var rædd og varhugaverð staða stjórn- armanna gagnvart fjárhagsskuld- bindingum, sem Búnaðarbanki íslands krafðist að þeir bæru per- sónulega. Á þessunr stjórnarfundi, 30. ágúst, var fyrst ogfremst, í Ijósi þessarar stöðu. ákveðið að tvö- falda hlutafé F.hrb. Jafnframt fól stjórnin formanni markaðsnefndar að vinna sérstaklega að málefnum Reiðhallarinnar og Reiðskólans í leit að lausnum á þeim fyrirsjáan- lega fjárhagsvanda sem Reiðhöllin stæði frammi fyrir. Að þessu vann einnig Sigurður Líndal. Helztu úr- lausnarefnin sem leitað var eftir voru: 1. Leitað var til aðila um hugsan- leg kaup á Reiðhöllinni fyrir 25% eignarhlut eða lagtíma leigusamn- ing. Einkum komu til greina aðilar sem höfðu hug á sumarrekstri Reiðhallarinnar. Þessar viðræður áttu sér stað í desember og janúar, en lauk án árangurs. Skemmtana- bann lögreglustjóra á Reiðhöllinni var þar stærsta hindrunin. 2. Leitað var til borgarstjórnar Reykjavíkur urn að Reiðhöllinni yrði breytt í fjölnota hús, t.d. í þágu íþrótta að hluta, handbolta eða skautaíþróttarinnar o.fl. Við- ræður báru ekki árangur. 3. í byrjun marz var sent út „neyðarbréf“ til allra hestamanna í landinu, um 11000 bréf, þar sem farið var fram á að hestamenn keyptu gjafabréf fyrir 10 000 kr. og greiddu með staðgreiðslu kr. 8.000 eða með skuldabréfi upp á 5 árum, 2.000 kr. á ári með vöxtum. Ef um 2000 aðilar hefðu svarað þessu bréfi, var vilyrði fyrir langtímaláni jafnháu á móti þessari upphæð. Innan við 20 hestamenn svöruðu þessu bréfi, svo að Ijóst var hvert stefndi. 4. Lokatilraun til lausnar var gerð með því að leggja málið skrif- lega fyrir forsætisráðherra 24.7. þar sem annars vegar var óskað eftir að ríkisstjórnin tæki Reiðhöll- ina á leigu í 5 til 8 ár vegna fyrir- hugaðs heimsmeistaramóts í hand- knattleik og hins vegar, ef það gengi ekki, að ríkið endurgreiddi helming af þeim tekjum sem sölu- skatturinn gefur af sölu hrossa- kjöts, um kr. 20 milljónir á ári í 5 ár. Þetta var tvívegis tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi en ekki talið fært að leysa nrálið. Aftur var farið á fund forsætisráðherra 4. septem- ber, þar sem skriflega var óskað eftir að Framkvæmdasjóður/ Byggðasjóður leggði fram fé til hlutafjárkaupa ogjafnframt aðfor- sætisráðherra tilnefndi starfshóp til að leita lausna. Það var ekki talið fært. 5. Gjaldþrotabeiðni var lögð fram 29. september, en 4. október var Reiðhöllin seld á uppboði Framleiðnisjóði landbúnaðarins á kr. 69 milljónir. 6. Þegar hefur verið leitað eftir aðilum sem hugsanlega keyptu Reiðhöllina af Framleiðnisjóði, en ljóst er að það verður ekki auðvelt úrlausnarefni. 8.b. Sölusýningar og hestadagar voru í Reiðhöllinni eins og árið áður. Hestadagarnir voru 4.-5. marz og 6.-7. maí og tókust vel. Sölusýning Borgfirðinga og Hún- vetninga á ótömdum folum og nokkrum tömdum hestum vakti at- hygli en hún fór fram 14. j anúar, og eins „Stórsýning Sunnlendinga“ í lok febrúar. Þrjár aðrar sölusýn- ingar fóru fram, þar sem fjölmenni kom að sjá hrossin en Iítið var verzlað. 8.c. Reiðskólinn starfaði undir stjórn Bjarna E. Sigurðssonar skólastjóra og náði þegar á þessu fyrsta ári miklum árangri, þar sem margir grunnskólar komu með nemendur sína til náms og Iögðu inn pantanir fyrir nám á þessum vetri, þar sem reiknað var með kennslu. bóklegu námi fyrir áramót en verklegri kennslu í þrjá mánuði eftir áramót. Námsskrá fyrir Reiðskólann var samin og reynt var að fá samstöðu nteð Bú- fræðslunefnd landbúnaðarins um hvernig skipuleggja mætti Reið- skólanámið í framtíðinni þannig að það tengdist námi í bændaskólun- um. Nú bíður þetta viðfangsefni úr- lausnar af augljósum ástæðum. 8.d. Fjórir fundir voru haldnir með viðræðunefnd B.í. um frost- merkingar hrossa til að fá breytt frostmerkingarkafla reglugerðar nr. 224 frá 28. apríl 1987.^Erfið málamiðlun náðist loks á fundi 5. september sem væntanlegar leiðir til breyttrar reglugerðar: „Frost- merkið skal svo upp byggt: Fyrsti reitur, einn tölustafur: Síðasti stafur fæðingarárs. Annar reitur, tveir tölustafir eða einn bókstafur skv. töflu: Númer upp- runahéraðs. Þriðji reitur, þrír tölu- stafir: Raðnúmer innan héraðs, kyns og aldurs.“ 1012 Freyr 24. DESEMBER 1989

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.