Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.12.1989, Qupperneq 31

Freyr - 15.12.1989, Qupperneq 31
Vonandi leiðir þetta samkomu- lag til þess að bændur fari að frost- merkja hross sín, því að fyrra frost- merkingarkerfi B.í. var gjörsam- lega ónothæft, ólæsilegt og rugl- ingslegt. í>að mátti ef til vill nota fyrir einstakling sem átti eitt hross. 8. e. Ekkert samráð var haft við F.hrb. um gjaldtöku B.í. af sýndum kynbótahrossum eins og ákveðið hafði verið með gerðu samkomulagi frá árinu áður. Að mati stjórnar F.hrb. var einhliða gjaldtaka B.í. og búnaðarsam- bandanna of há og verður ekki við unað, að samráð sé ekki haft um þessa gjaldtöku. 8.f. Akveðinn var verðgrunnur vegna tjónabóta á hrossum miðað við almanaksárið (skattár): Hross: kr. 36.229, viðbót ef um fylfulla hryssu væri að ræða: kr. 5.000. Folald: kr. 15 000. Ættbókarfærð hross og afkvæmi eru reiknuð á helmingi hærri tjónagrunni. Hér er eingöngu um að ræða tjónabætur sem kynnu að greiðast af öðrum aðila, þ.e.a.s. ótryggð hross. Tryggingarmálefni búgreinar- innar eru í miklum ólestri og er nú unnið að því að afla vitneskju frá útlöndum um tryggingar á hross- um, jafnvel að fá tilboð erlendis í þessar tryggingar. 8. g. í janúar var fengin heimild frá landbúnaðarráðherra til að fá 75/80 hluta af sérmerktu hrossa- fóðri endurgreitt úr Fóðurgjalds- reikningi Framleiðsluráðs land- búnaðarins til frambúðar uns ann- að væri ákveðið. Fjármagninu sé varið til að sinna eftirfarandi verk- efnum: 1. Til að sinna markaðsmálum við reiðhrossaútflutning. 2. Til að greiða laun útflutnings- ráðunautar, skyld störf og launatengd gjöld. 3. Til viðfangsefna í þágu Reið- hallarinnar, sem stjórn F.hrb. ákveður hverju sinni.“ 8. h. að Beiðni Brynjólfs Sand- holt dýralæknis var gefin skýrsla um útflutning sláturhrossa haustið 1988. Ágreiningur hafði verið um fjölda hrossa í flugvélum sem var leystur með samkomulagi, þ.e.a.s. 12 hross í hverri stíu og 8 í þeirri öftustu. Ef um stóðhest væri að ræða, tæki hann pláss tveggja hesta. Óleystur er ágreiningur um greiðslu dýralæknisvottorða vegna útflutnings: í lögum nr. 64/1958 ásamt breytingum með lögum nr. 67/1969 segirí3. gr.: „Landbúnað- arráðherra ákveður þóknun fyrir skoðun hrossanna og eftirlit með útflutningnum og greiðist hún úr ríkissjóði." Samkvæmt þessari lagagrein er það álit F.hrb. að út- flytjendur eigi að fá þessa reikn- inga greidda úr ríkissjóði. Að því er nú reynt að vinna. 8.1. Þrjú erindi bárust frá stjórn B.Í.: Um upprunavottorð hrys- sunnar Vá frá Gufunesi, um end- urskoðun reglna á hestaflutning- um og síðan erindi varðandi endur- greiðslu á Stofnverndarsjóðsgjaldi stóðhestisins Vals 1008. 8.j. Erindi barst frá Seðlabanka íslands varðandi gjaldeyrisskila- nótur sem störfuðu að beinum greiðslum til F.hrb. vegna leiguflugs 1988. 8.k. Vegna þeirrar sérstöðu sem þéttbýlisbúar mættu sl. vetur að sláturleyfishafar neituðu að taka hross til slátrunar, var ákveðið að markaðsnefnd F.hrb. keypti slát- urhross á kr. 12.000 og kæmi þeim fyrir í hagagöngu fram að haust- slátrun. Ólafur Óskarsson bóndi í Gularási í A-Landeyjum tók hross- in í hagagöngu. Keypt voru 13 hross á árinu og þeim slátrað í Þríhyrningi á Hellu á Japansmark- að. 8.1. Endurgreiðsla Framleiðslu- ráðsgjalds að 75% nam á verðlags- árinu 1988/1989 kr. 290 997 og kemur til greiðslu í lok árs 1989. 8.m. Aðalfundur Stéttarsam- band bænda 1989 var haldinn á Hvanneyri 31. ágúst til 2. septem- ber og var hann sóttur af aðal- manni, Halldóri Gunnarssyni. Varamaður F.hrb. á aðalfund er Skúli Kristjónsson. Á aðalfundin- um var lögð fram skýrsla F.hrb. 8.n. í janúar var skilað stuttu yfirliti um stöðu hrossaræktar og framtíðarhorfur til nefndar sem fjallar um þróun landbúnaðarins. 8.o. Ársfundur búgreinafélaga var haldinn í Bændahöllinni 30. ágúst. þar sem tveir fulltrúar frá hverri búgrein mættu. Rætt var um sjóðagjöld, tryggingarmál, félags- kerfið og hvernig mætti ná fram lækkun á búvöruverði. Fulltrúar búgreinanna gerðu grein fyrir stöðu búgreina sinna og síðan var unnið í starfsnefndum og skilað álitum og tillögum. Fram kom að ekkert hefur enn gerst í því að ná fram breytingum á sjóðagjalda- kerfinu fyrir utan tilraun Búnaðar- þingsfulltrúa á síðasta vetri um að ná fram breytingum á Alþingi til að hækka gjaldtöku til B.í. og búnað- arsambandanna. Eftirfarandi til- lögur voru samþykktar: „Búgreinafundur haldinn í bændahöllinni 30. ágúst 1989 lýsir yfir stuðningi við þá mála- miðlun sem náðist með sam- þykkt tillagna sjóðagjaldanefnd- ar á aðalfundi Stéttarsambands bænda 1988. Jafnframt harmar fundurinn að nú ári síðar hefur ekkert af þess- um tillögum náð fram að ganga og lýsir því yfir að líði annað ár án þess að tillögur um breytingar á sjóðagjöldum og endurskoðun á Bjargráðasjóðsgjaldi nái fram að ganga, verða búgreinafélögin að grípa til örþrifaráða." „Búgreinafélagsfundur haldinn í Bændahöllinni 30. ágúst 1989 skorar á stjórnir Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda að koma á fundi með fulltrúum búgreinafélaganna um einföldun félagskerfisins. Fundurinn bendir á þá leið að í stað Búnaðarþings og aðalfund- ar Stéttarsmbands bænda komi fjögurra daga bændaþing með 40 kjörnum fulltrúum, 20 tilnefnd- um af búgreinafélögum eftir um- fangi búgreinanna og 20 til- nefndum af aðalfundi búnaðar- sambanda. Á þessu þingi sé kjörin 7 manna stjórn bænda. 24. DESEMBER 1989 Frevr 1013

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.