Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 14
94 FREYR
3.'91
Séð heini að Hólum úr norðri. Nœst staðnum eru trjálundir gömlu gróðrar-
stöðvarinnar. Hlíðar Hólabyrða í baksýn til vinstri, en undirfjallinu Príhyrn-
ingi mótar fyrir bœjarhúsum á Hofi.
Tjaldstœðin á Hólum eru vinsœl og fjölsótt.
Það var verið að gera við gamla bœinn á Hólum í fyrrasumar.
ar, en hún er samvinnuverkefni
skólans og Skógræktarfélags Skag-
firðinga. Á sl. sumri voru gróður-
settar hér 35.000 plöntur.
í skógarlundunum hér á Hólum
eru ljómandi falleg fjölskyldutjald-
stæði með snyrtingum og rennandi
vatni og þau eru geysivinsæl. Hing-
að koma hundruð manna um
hverja helgi. Það er því vaxandi
þáttur í starfi staðarins að taka á
móti og sinna þessu marga fólki
sem kemur hingað heim og ver hér
stundum sínum. Og hvort sem það
er stuttur eða langur tími eru allir
hingað velkomnir og við viljum að
fólk geti notið sem best heimsókn-
arinnar.“
Sagan er alls staðar nálœg á
Hólum.
„Dómkirkjan á Hólum með sínu
fagra umhverfi er alveg sérstök
perla sem vert er að koma og skoða
og kynnast.
Við höfum komið upp ofurlítilli
tjörn og sett fisk í hana til þess að
fólk geti veitt sér til gamans fyrir
mjög vægt gjald.
Þá má geta þess að Þjóðminja-
safnið sem ber ábyrgð á gamla
torfbænum er að gera hann upp f
áföngum. Hann á sér sinn sérstaka
kapítula í sögu staðarins á síðustu
öld, auk að vera mikil prýði á
staðnum og undirstrika þá löngu
sögu sem staðurinn hefur átt í lífi
þjóðarinnar allt til þess dags.
Af því sem hér hefur verið rakið
má sjá að rekstur á staðnum er
orðinn mjög umsvifamikill. Enn er
þess ógetið að á Hólum er loðdýra-
bú og sauðfjárbú. Við höfum tíma-
bundið lagt niður kúabúið en höf-
um gert samning við ágætis hjón
hérna í Efra-Ási, Sverri Magnús-
son og Ásdísi Pétursdóttur, sem
reka fyrirmyndar mjólkurbú.
Þangað fara nemendurnir í verk-
lega kennslu og það hefur reynst
mjög vel. Það er gott að eiga að-
gang að búi sem er í góðum rekstri
og allt gert á sem bestan hátt.“
I bændaskólanum eru um 50
nemendur eða um 25 nemendur í
árgangi. Rými til kennslu og