Freyr - 01.02.1991, Síða 15
3.'91
FREYR 95
mennum rekstri. Hver einstakur
bóndi þarf að geta fært sitt
bókhald, gert sínar áætlanir og
metið sitt starf hvað það muni
gefa af sér. Og það gerum við með
aukinni almennri menntun, og sér-
menntun og aukinni verkmennt-
un. Petta þarf allt að fylgjast að
jafnframt bjartsýni og þori til að
takast á við viðfangsefni líðandi
stundar og framtíðarinnar." Sagði
Jón Bjarnason.
Óhætt er að segja að miklu
Grettistaki hafi verið lyft á Hólum
undanfarin ár og þeirri sókn er
síður en svo lokið. J J D
Lágt ullarverð
Mikið offramboð hefur verið á
ull á síðustu árum í Astralíu og
Nýja Sjálandi. Ákveðið hefur ver-
ið að gefa ullarverð frjálst í þessum
löndum og er búist við að framund-
an sé mesta kreppa á ullarmark-
aðnum síðan 1940. Bondebladet).
Starfsmaður
Samband garðyrkjubœnda og Búnaðarsamband Suð-
urlands óska eftir að rdða starfsmann til að vinna að
mdlefnum garðyrkjubœnda, með aðsetri d Selfossi.
Upplýsingar veita Bjarni Helgason, Laugalandi, 311
Borgarnes, í síma 93-51322, og Sveinn Sigurmundsson,
Reynivöllum 10, 800 Selfoss, í síma 98-21611.
Skriflegar umsóknir berist til sömu aðila fyrir 15. mars nk.
heimavistar takmarkar nemenda-
fjöldann. Fastir íbúar á Hólastað
eru um 60.
Ogaðlokum?
„Ég vil leggja sérstaka áherslu á
nauðsyn endurmenntunar í land-
búnaði. Búskapur lýtur í höfuð-
dráttum lögmálum samkeppnisat-
vinnurekstrar. Við vitum um vax-
andi kröfur almennings, stundum
ekki skilgreindar að vísu, um hag-
kvæmni, og lágt verð og vörugæði,
um meðferð og nýtingu á náttúru-
auðlindum. Það er erfitt að sam-
ræma þetta en það verður þó að
reyna. Við verðum að standa okk-
ur í þessari samkeppni. Við höfum
mörg þau náttúrugæði hér á landi
sem aðrar þjóðirhafa ekki. Þó svo
að þær hafi ýmislegt sem við höfum
ekki er samkeppnisstaða okkar
góð á mörgum sviðum, ef við bara
kunnum með að fara. Það er engin
ástæða til þess að halda að við
getum ekki staðist þessa sam-
keppni en til þess þurfum við að
vera dugleg við að tileinka okkur
nýjungar, færni og kunnáttu í al-
>- RITSTJÓRNARGREIN
Frh. afbls. 88.
Um tekjur bænda segir í skýrslunni að
tryggja verði þeim, hvar sem þeir búa,
sömu tekjur og félagslega stöðu og öðrum
sambærilegum stéttum. Jafnframt er tekið
fram að tekjumarkmiðið skuli gilda fyrir
landbúnaðinn í heild en ekki sem trygging
handa hverjum og einum búvöruframleið-
enda. Þar hljóti rekstrarskilyrði og fram-
tak hvers og eins að hafa áhrif eins og í
öðrum atvinnuvegum.
Það sem hér hefur verið rakið úr álits-
gerð Alstadheimsnefndarinnar eru fáeinar
niðurstöður úr eittþúsund blaðsíðna verki.
Ljóst er að slíkur útdráttur hlýtur að vera
ófullkominn og bæði tilviljanakenndur að
einhverju leyti og litaður af þeim sem
lútdráttinn vinnur. Nokkra heildarmynd
má þó af þessari endursögn ráða og sýnir
sig þá hvað norskur landbúnaður á margt
sammerkt með íslenskum. Þetta stafar
m.a. af því hve breytileg og að hluta erfið
búskaparskilyrði er að finna í Noregi eins
og hérlendis, jafnframt því að þar er al-
mennur vilji fyrir að varðveita byggða-
mynstrið. Fyrst og síðast er þó markmið
Norðmanna að tryggja matvælaöryggi sitt.
Það sem greinir helst umræðu um þessi
mál í Noregi frá umræðu hér á landi er hve
meiri áherslu Norðmenn leggja á að jafna
aðstöðumun kynjanna í landbúnaði. Þar
eigi íslendingar ýmislegt ólært af Norð-
mönnum.
Málefni landbúnaðarins eru í mikilli
uppstokkun hér á landi. Ljóst er að margar
hugmyndir um það hvernig leysa eigi úr
þeim er að finna í álitsgerð Alstadheims-
nefndarinnar. A/r c