Freyr - 01.02.1991, Page 16
96 FREYR
3.'91
Erf itt en skemmtilegt starf
aðvera ráðsmaðurá Hólum
- Grétar Geirsson í viðtali við Frey
„Það er rekinn hér búskapur í flestum hefðbundnum greinum utan það að nautgripa-
rœkt og mjólkurframleiðsla lagðist af fyrir tveimur árum. Sauðfé hefur fœkkað en er rétt
um 300 núna. Loðdýrarœkt er stunduð aðallega sem kennslubúskapur hér við skólann.
Hrossin eru vaxandi þáttur bœði í búskapnum og skólastarfinu, og aðstaða hefur mjög
verið aukin og bœtt bœði til kennslu í hestamennsku og tamningar hrossa.
Það hefur verið byggt hús til að
kenna tamningar inni og við það
gjörbreyttist aðstaða til þess. Nú er
kleift að kenna og stunda hesta-
mennsku að einhverju marki alla
daga þó að veður hamli slíku utan
húss. Kennsla í hrossarækt hefur
líka verið mikið aukin.“
Hvaðvinna margir hérvið
búið?
„Á sumrin vinna hérna, auk
mín, fimm til sex manns við hey-
skap og önnur bústörf og svo er
skógræktarstarfsfólk þar fyrir ut-
an. Allur heyfengur hér er svona
3000-3500 hesta á ári“.
Grétar Geirsson bústjóri á
Hólum er Skagfirðingur að ætt og
uppeldi og búfræðingur frá Hólum
1970. Foreldrar hans eru Geir Ax-
elsson og Ingunn Björnsdóttir sem
lengst af bjuggu í Litla-Dal en síð-
ast í Brekkukoti í Blönduhlíð. Eig-
inkona Grétars er Jónína Hjalta-
dóttir frá Ytra-Garðshorni í Svarf-
aðarsal, dóttir Hjalta Haraldsson-
ar bónda þar og konu hans Önnu
Sölvadóttur. „Hún hefur staðið
dyggilega með mér hér á Hólum og
alla tíð“ sagði Grétar um konu
sína.
Grétar hefur verið rúm 11 ár
ráðsmaður á Hólum. í hans tíð
hafa gömul tún utan og neðan við
staðinn og neðan við Klukkusléttu
verið endurræktuð og nokkurt nýtt
land hefur verið brotið til nýrækt-