Freyr - 01.02.1991, Side 17
3.'91
FREYR 97
unar land sunnan við hesthúsin,
eða 12 ha. Það er kallað suður á
Börðum. „En það er engin mark-
viss túnrækt né endurræktun í
gangi núna, en endurrækta þarf
árlega því túnin ganga úr sér“,
segir Grétar.
Spurningu fréttamanns um
sauðfjárbúið svaraði Grétar að
fjárhúsin á Hólum væru orðin mjög
gömul og lítt fallin til kennslu í
sauðfjárrækt vegna aðstöðuleysis
og ekki hægt að gera þar neinar
fóðurtilraunir eða slíkt. En áform-
að væri að byggja fjárhús á þessu
ári með það fyrir augum að bæta
alla kennslu í sauðfjárrækt og að-
stöðu til tilrauna.
Hrossarœktarbúið.
Hrossarœkt hefur lengi verið
merkilegur þáttur í starfinu hér á
Hólum.
„Já. Hrossarækt hefur verið
stunduð hér lengi. Síðustu áratugi
hefur verið stunduð ræktun aust-
anvatnahrossa (Svaðastaðakyn).
H.J. Hólmjárn hrossaræktar-
ráðunautur setti reglugerð fyrir
hrossaræktarbúið þegar hann var
hér. A síðasta ári var hún endur-
skoðuð og rýmkuð í þá veru að það
eru ekki eins ströng ákvæði um
stofnrækt á þessu kyni eins og var.
Þannig að það er nánast geðþótta-
ákvörðun þeirra sem stjórna á
hverjum tíma hvernig ræktuninni
er hagað.“
Hvað f innst þér um það?
„Mér finnst að það ætti að halda
áfram stofnrækt á austanvatna-
hrossum eins og verið hefur hér
undanfarin ár, því mér sýnist með
tilliti til útkomunnar á sl. ári að þau
standist fyllilega samanburð við
önnur hross, þannig að það er
vandséð að breytingar verði til
batnaðar. Það er mín skoðun að
það ætti að fara varlega í að breyta
mikið til. Og þó svo að notaðir
væru óskyldir hestar, þá ætti ein-
göngu að nota áfram hryssur af
þessum stofni til undaneldis.“
Jónína og Grétar.
Hvernig stóðu Hólahross sig á
Landsmótinu 1990?
„Þau stóðu sig vel. Við komum
fimm hrossum, þ.e. fjórum hryss-
um og einum stóðhesti á kynbóta-
sýningu á mótinu og þau fengu öll
fyrstu verðlaun nema eitt. Og ekki
síst með skírskotun til þessa finnst
mér að hér ætti að fara varlega í að
breyta mikið til um ræktunar-
stefnu.“
Hvað eru mörg hross á búinu?
„Kynbótabúið á rétt um 100
hross. En hér eru aldrei færri en
130 hross og fara kannski upp í 180
Hirðing rúllubagga á Hólum sl. sumar. Ibaksýn Húlastaður.
til hœgri.