Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 19

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 19
3.'91 FREYR 99 Árni Snœbjörnsson, hlunnindaráðunautur B.í. Rekaviður - vannýtt verðmœti Inngangur. Víða meðfram ströndum landsins bera hafstraumar timbur af ýmsum gerðum á land. I daglegu tali köllum við þetta rekavið. Reki hefur án efa verið nýttur hér á landi allt frá landnámi, enda ávallt verið talinn til hlunninda. Allt fram yfir síðustu aldamót voru rekajarðir eftirsóttar til búsetu, en rekaviðurinn var nánast eina tiltœka byggingarefnið fyrir utan torf, grjót, og e.t.v. birki að einhverju leyti. er kominn. Líklegast er þó að lang- mest af honum komi frá löndum á norðlægum slóðum, þ.e. löndum sem liggja að Barentshafi og Norð- ur-íshafi. í hafið berst viðurinn með ám eða af manna völdum og líklega stundum vegna landbrots. Hafstraumar frá norðurslóðum sjá svo um flutninginn að ströndum landsins. Viður sem kemur frá norðlægum slóðum vex við önnur skilyrði en gerist sunnar, trén vaxa hægar og viðurinn verður þéttari og betri. Þarna er trúlega komin skýringin á því, að þeir sem til þekkja telja jafnan að mikill hluti þess reka sem hér berst á land sé þéttari og betri en sá innflutti borð- viður sem fæst á markaði hér. Magn. Engin heildarúttekt hefur verið gerð á því hversu mikill reki berst til landsins árlega. Allmargar heimildir eru hins vegar til um þær jarðir sem hafa einhvern reka án þess að tilgreint sé um magn. Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er einhver reki í flestum sýslum landsins, þó afar lítill við innan- verðan Breiðafjörð. I bókinni „ís- Um mikilvægi rekans fyrir lands- menn fyrr á öldum má vitna til heimilda Gísla Oddssonar biskups frá fyrrihluta sautjándu aldar, en Gísli segir m.a. um rekann. „Af þeim hlunnindum er nálega öllum húsum um land allt ágætlega við haldið, og ef vér værum alveg sviptir þeim, væri alveg úti um byggð vora.“ I eftirfarandi grein verður fjallað um rekavið almennt, fyrri not og ræddir hugsanlegir möguleikar á bættri nýtingu hans nú. Uppruni. Ekki hefur undirritaður séð neina ótvíræða sönnun á því hvað- an rekaviður sá sem hingað berst Rekafjara við Grjótnes á Melrakkasléttu. (Ljósm. Á.S.).

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.