Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 21

Freyr - 01.02.1991, Qupperneq 21
3.'91 FREYR 101 Stórviðarsög á Grurtd í Kirkjubólshreppi á Ströndum. (Ljósm. Á.S.). byggð á vissum líkum, en ekki á mældum stærðum. Á verði til bænda, (þ.e. viðmið- unarverð B.í. 1990), mundu 300.000 girðingarstaurar gefa 45 milljónir króna. Sama magn (300.000 staurar x 0,018 m3 = 5400 m3) niðursagað í borð og planka mundi gefa um 80-100 milljónir kr. ef miðað er við innflutningsverð á timbri. Ekki er hér reiknað með þeim verðmætum sem til falla í afskurði og sagi og á það jafnt við um báðar vinnsluaðferðir. Ef 5400 m3 væru notaðir til brennslu og reiknað með að 1 m3 rekaviðar samsvari 0,3 m3 af gasolíu að brennslugildi, þá væri verðmætið 5400 x 0,3 = 1620 m3 olía x 18.100 kr. hver rúmmetri af olíu eða um 29 milljónir króna. Þrátt fyrir fyrrnefnda óná- kvæmni við mat á magni af reka og að verðforsendur séu álitamál, þá ætti að vera augljóst að vinnsla í einhvers konar borðvið mundi skila mestum verðmætum. Eins sýna þessi útreikningar, þrátt fyrir umdeilanlegar stærðir, að hér er um að ræða veruleg verðmæti. Eiginleikarviðarins. Gæði þess reka sem hingað berst eru að sjálfsögðu eitthvað misjöfn. Inni á milli er talsvert magn af kjörviði, sem er á við það besta sem fæst annars staðar, þó að einnig fylgi með lélegt eða illa farið timbur, maðksmogið og skemmt eftir langvarandi sjávarvolk. Viður þessi er yfirleitt þéttur (vegna upp- runa síns) og að einhverju leyti fúavarinn af seltu sjávarins. Þessi atriði hafa menn fengið staðfest þar sem rekaviður hefur verið not- aður í gluggaumbúnað og grindur í fjárhús o.fl., þar endist rekaviður- inn betur en annað timbur. Þá bendir góð ending rekaviðar í mörgum eldri byggingum til hins sama. Með flokkun mætti nýta besta hluta rekans til vinnslu sem krefst mikilla gæða. Slíkt muftdí væntan- lega skila sér í hærra verði. Það sem hér hefur verið drepið á mið- ast við að rekinn sé nýttur jafnóð- um og ekki látinn liggja árum sam- an í fjöruborði. Nýting reka fyrr og nú. Frá upphafi byggðar og allt fram yfir síðustu aldamót er fullvíst að reki hefur gegnt mikilvægu hlut- verki við að sjá landsmönnum fyrir timbri, sbr. fyrrnefnda tilvitnun í ummæli Gísla Oddssonar biskups. Vissa er fyrir því að rekinn var í verulegum mæli nýttur til húsa- gerðar, báta- og skipasmíða, bryggjugerðar, og í muni og hús- búnað úr tré, girðingar og til eldi- viðar. í ritverki Lúðvíks Kristjáns- sonar, „íslenskir Sjávarhættir", eru ítarlegar lýsingar á nýtingu rekans fyrr á tímum og má af þeim glöggt marka gildi viðarins fyrir landsmenn og að mikið var lagt upp úr að nýta hann sem best. Með breyttum búsetuháttum á þessari öld, fækkun fólks í dreifbýli og auknum og auðveldari innflutn- ingi, minnkar gildi rekans og minni áhersla er lögð á að nýta hann til fulls. Þrátt fyrir að sýna megi fram á að í rekaviðnum séu enn fólgin umtalsverð verðmæti, hefur á síð- ari áratugum trúlega aðeins lítill hluti hans verið nýttur. Síðari tíma not felast einkum í þrennu: 1) I girðingastaura 2) Til brennslu 3) Til smíða. Langstærstur hluti þess sem nýttur er hefur farið í girðing- arstaura, en með samdrætti í land- búnaði dregur úr þörfinni á þeim vettvangi þó að vissulega girði fleiri aðilar en bændur. Síðari ár hafa sk. fjölnota katlar sannað ágæti sitt, m.a. til að brenna reka- við til húshitunar og eru allmargir slíkir nú í notkun. Þótt eitthvað sé notað til smíða, eins og í innrétt- ingar í gripahús o.fl., er að mati kunnugra tiltölulega lítið magn sem fer til þeirra hluta. Er hœgt að auka og bœta nýtingu rekans? Hér að framan er reynt að leiða líkur að því hver hugsanleg verð- mæti lægju í þeim reka sem til fellur. Eins hefur verið bent á, að aðeins hluti rekans sé nú nýttur. Hvað veldur því að verðmæti eru látin grotna niður ónotuð? Vafalít- ið er ein ástæða þess sú, hversu erfitt er um flutninga á viðnum úr fjöru og að nýtingarstað. Þá nefna sumir almennt áhugaleysi landeig- enda fyrir aukinni nýtingu, eða þá tómlæti bændasamtakanna um að taka þessa grein eins og hvern ann- an þátt í búskap og búrekstri. Hug- myndir hafa stundum komið upp um að koma þyrfti á fót hagsmuna- samtökum rekabænda, sem beittu sér fyrir úrvinnslu, sölu- og mark- aðsmálum á afurðum úr reka.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.