Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 39

Freyr - 01.02.1991, Blaðsíða 39
að vera nálægt þeim stöðum sem gönguseiðum hafði verið sleppt ár- ið áður. Holdastuðull veiddra laxa er frá 0,8 til 1,9, algengasti holdstuðull var 1,2 (mynd 12). Holdastuðull veiddra fiska í Rangánum er nokkru hærri en gerist í hjá nátt- úrulega framleiddum laxastofn- um. Umrœður. Rannsóknir á hreistri af laxinum sem veiddist í Rangánum sumarið 1990 og endurheimtur merkja sýna að hann er að megninu til ættaður úr gönguseiðasleppingum í árnar sumarið 1989 (Magnús Jóhanns- son og Guðni Guðbergsson 1991). Þrátt fyrir það að mikil aukning hafi orðið á sókn í Rangánum sum- arið 1990 miðað við fyrri ár þá virðist ekki hafa orðið samsvar- andi aukning í veiði á urriða og bleikju. Þetta gefur til kynna að veiði endurspegli hlutfallslega stofnstærð þessara tegunda. Hrygnur voru í meirihluta í veið- inni í Rangánum sumarið 1990 bæði fyrir smálax og stórlax. Smá- laxinn í Rangánum var stærri en gerðist í ám á sama landsvæði sum- arið 1990 og tengist það væntan- lega stærð gönguseiðanna við út- göngu en þau voru að jafnaði mun stærri en alment gerist í náttúruleg- um vatnakerfum (Magnús Jó- hannsson og Guðni Guðbergsson 1991). Endurheimtur á hafbeitar- laxi í Dyrhólaósi sumarið 1990 skil- aði laxi af svipuðum þunga (Vigfús Jóhannsson 1990). Hár meðal- þungi laxins bendir einnig til þess að sjávarástand hafi verið hagstætt þegar seiðin gengu til sjávar (Magnús Jóhannsson og Guðni Guðbergsson 1991). Sú fylgni sem fékkst milli lax- veiði og silungsveiði í Rangánum á undanförnum árum bendir til að sameiginlegur eða sameiginlegir umhverfisþættir hafi áhrif á þessa stofna. Breyting á umhverfisþátt- um koma fram í veiði á silungi strax sama sumar en árið eftir í laxinum. Þessi umhverfisáhrif hafi því einkum áhrif á laxinn vorið sem seiðin ganga til sjávar. Þessar nið- urstöður eru svipaðar þeim sem fengust í rannsóknum á sveiflum í fiskstofnum Mývatns og Laxár (Guðni Guðbergsson 1989). Veið- in í Rangánum sýnir einnig svipaða sveiflu og aðrir fersvatnsfiskstofn- ar á íslandi á sama tíma (Guðni Guðbergsson 1990). Dreifing laxveiðinnar yfir sum- arið sýnir að mesta veiðin er um mánaðamótin júlí-ágúst. Þessi toppur í veiði er nokkru seinna á ferðinni en gerist í náttúrulegum fiskstofnum. Endurheimtur í haf- beitarstöðvar hafa sýnt að laxinn gengur einnig seinna í þær en í laxveiðiárnar. Gert er ráð fyrir að laxveiðin standi í beinu sambandi við laxgöngurnar en stærstur hluti þess lax sem veiðist, veiðist fljót- lega eftir að hann gengur í árnar. Það hversu hnappdreifð veiðin var á fáum veiðistöðum nálægt þeim stöðum sem gönguseiðunum var á sleppt vorið 1989 bendir enn frekar til þess að laxinn hafi að stórum hluta verið ættaður úr þeim sleppingum. Algengast er að lax- inn leiti á þann stað sem honum er sleppt eða hann elst upp á. Holdastuðull laxins í Rangánum var nokkuð hár, hærri en gerist í náttúrulega framleiddum laxa- stofnum og einnig hærri en hann hefur verið í hafbeitarstöðvum (Árni ísaksson, munnl. uppl.). Ástæður þessa eru ekki ljósar en kunna að vera stofnbundnar. Fjöldi urriða í þyngdarhópum vakti sérstaka athygli, einkum vegna þess að þyngd stendur að miklu leyti í samhengi við aldur. Fjöldi í þyngdarhóp lækkar stöð- ugt og má hugsa sér að það sé vegna náttúrulegrar og fiskveiði- dánartölu en að nýliðun sé að sama skapi mjög stöðug milli ára. Álmennt má telja að sá árangur sem náðst hefur með ræktun í Rangánum á síðasta ári lofi góðu og að þær eigi eftir að hafa verulegt aðdráttarafl fyrir veiðimenn í framtíðinni. Hversu hagkvæmar sleppingar sem þessar eru fyrir þá sem þær stunda er síðan reiknisdæmi sem ætti að vera hægt að svara eftir nokkurra ára reynslu. Veiðin á næstu árum umfram það sem var á árunum fyrir slepp- ingar gönguseiða mun fara eftir fjölda slepptra seiða og hlutfalli endurheimta af þeim. Rannsóknir á endurheimtum og stangveiði á hafbeitarlöxum skilar mikilvægum upplýsingum um möguleika þessara fiskræktarað- ferða ásamt mikilvægum upplýs- ingum til samanburðar við veiði náttúrulegra laxa. Heimildir Búfiskur hf. 1990. Rangárnar, laxveiöi, veiðistaðir og heildarveiði 20.6. - 20.9. 1990. Óbirt samantekt. Guðni Guðbergsson 1989. Sveiflur í fisk- stofnum Mývatns og Laxár. Veiðimála- stofnun skýrsla, VMST-R/89032 16 bls. Guðni Guðbergsson 1991. Laxveiðin 1990, í undirbúningi. Guðni Guðbergsson 1990. Laxveiði 1989. Skýrsla Veiðimálastofnunar VMST-R/90016, 17 bls. Magnús Jóhannsson og Guðni Guðbergs- son 1991. Arangur gönguseiðaslepp- inga á vatnasvæði Rangánna. Skýrsla Veiðimálastofnunar VMST-S/91001. Norusis, M.J. 1986. Spss/pc+ tölfræði- hugbúnaður. Chicago 1986. Vigfús Jóhannsson 1990. Hafbeit. Eldis- fréttir, 6. tbl. 6. árg. bls. 13 - 19. Guöni Guðbergsson er verkefnisstjórí hjá Veiðimálastofnun í Reykjavík og Magnús Jóhannsson er deildarstjóri Suðurlands- deildar Veiðimálastofnunar með aðsetri á Selfossi. Peir hafa báðir lokið prófi í fiskifrœði frá Óslóarháskóla. Með gúrku að vopni Það bar við í Somerset á Englandi nýlega að skálkur einn, vopnaður gúrku, rændi bensínstöð. Hann varð fangaður og dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Kollegar okk- ar hjá The Times velta vöngum yfir málsatriðum, t.d. þvíhvort gúrkan hafi verið afsöguð.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.