Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 15

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 15
1.’92 FREYR 7 RITSTJÓRNARGREIN------- GATT-viðrœðurnar Bændasamtökin hafa sætt nokkurri gagnrýni fyrir „frumhlaup“ eða „of hörð“ viðbrögð við samningsdrögum Arthurs Dunkel, framkvæmdastjóra GATT-við- ræðnanna, í upphafi árs. Þessar gagnrýnis- raddir hafa ýmist bent á að samningsdrög Dunkel væru aðgengilegri fyrir íslenskan landbúnað en sjálft GATT-tilboð ríkis- stjórnarinnar frá því í desemember 1990 eða þá furðað sig á taugatitringnum sem fór um landbúnaðargeirann þar sem vikur og mánuðir væru að öllum líkindum í að nýtt GATT-samkomulag yrði að veru- leika. Peir sem þekkja málavöxtu vita að þessi gagnrýni er ekki réttmæt. Mörgum hefur orðið spurn hvers vegna svona lítið hefur farið fyrir GATT-sam- komulaginu í umræðunni hér heima þar til núna. Pað má líklega rekja til þess að þótt samkomulagið hafi gegnt veigamiklu hlut- verki í alþjóðaviðskiptum eftirstríðs- áranna þá hafa aðildarríki þess oft á tíðum sýnt mikla hugkvæmni við að fara í kring- um reglur þess. Þekktustu brellurnar eru eflaust takmarkanir Bandaríkjamanna á bílainnflutningi frá Japan og innflutnings- takmarkanir Japana á nánast öllum svið- um. Sum ríki hafa þó farið flatt á slíkum brellum. Norðmenn urðu t.d. að aflétta banni við eplainnflutning frá Kanada fyrir nokkrum árum eftir að Kanadamenn höfðu kært þá fyrir GATT. í>að sýndi sig að Norðmenn kunnu einfaldlega ekki réttu tökin. Þessi „göt“ á GATT-sam- komulaginu, ásamt ýmsum ákvæðum sem skipa landbúnaðar- og sjávarafurðum á sérstakan bás, hafa e.t.v. dregið úr þýð- ingu þess bæði fyrir okkur og önnur aðild- arríki. Yfirstandandi viðræðum er ætlað að troða í þessi „göt“, sem gerir þær einstakar í sögu GATT-samkomulagsins frá því það kom fyrst til framkvæmda árið 1948. Rétt að að skjóta því að hér að þetta er í áttunda sinn sem samkomulagið er endurskoðað. Hverri endurskoðun má líkja við eins kon- ar uppfærslu þar sem reynt er að laga það að síbreytilegum heimi alþjóðaviðskipta. Þeim hefur síðan lokið með nýju GATT- samkomulagi. En það sem er verið að gera í yfirstandandi viðræðum eða uppfærslu er m.ö.o. að þrengja mjög að möguleikum aðildarríkjanna til þess að fara í kringum samkomulagið í eiginhagsmunaskyni. Af þeim sökum hefur Urúgvæ-lotan, en nú- verandi viðræður eru gjarnan kenndar við landið sem þær hófust í, Úrúgvæ, hrundið af stað miklum umræðum og er Island þar eðlilega engin undantekning. Ætlunar- verkið er með stærsta móti. í reynd er verið að endurskoða ekki bara allt sam- komulagið heldur grundvöll þess, fella nýja geira undir það, s.s. þjónustu og landbúnað, og síðast en ekki síst að auka áhrif GATT á stjórnvaldsaðgerðir aðildar- ríkjanna. Skipta má viðræðunum í þrennt. í fyrsta lagi er samið um aukinn markaðsaðgang, þ.e. niðurfellingu innflutningstakmark- ana. í stað þeirra eiga að koma verndar- tollar sem síðan á að lækka jafnt og þétt. Pá er í deiglunni að draga úr möguleikum aðildarríkjanna að veita innlendri fram leiðslu stuðning á heimamarkaði með n urgreiðslum eða ívilnunum annars konar. Og í þriðja og síðasta lagi er ætlunin að draga úr útflutningsbótum. Með þessu móti á að stuðla að samkeppni á heilbrigð- um grundvelli fyrir sem flest svið alþjóða- viðskipta. Viðræðurnar fela í sér það mikl-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.