Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 23

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 23
1.’92 FREYR 15 Samanburður á efnamagni f rœkt og órœkt Eftir Jóhannes Sigvaldason Inngangur. Á árunum 1970-1973 var hjá Rœktunarfélagi Norðurlands unnið að rannsóknarverk- efni sem hét efnamagn í fóðri og jarðvegi nokkurra bœnda á Norðurlandi. Voru í því tilefni valdar 22 jarðir - frá Vatnsnesi í Þistilfjörð. Á þessum bœjum voru tekin moldar- sýni úr velflestum túnspildum og heysýni einnig allmörg þó að þau komi ekki við þessa sögu. Öll voru sýnin efnagreind hjá Rœktunarfélaginu. Einn þáttur þessarar rannsóknar var sá aö reyna að kanna hver áhrif ræktunar og hefðbundin not túna hefðu á efnamagn moldar mælt með þeim aðferðum sem notaðar hafa verið á rannsóknarstofu Ræktunarfélagsins. í þessu skyni voru valdar túnspildur þannig að til hliðar við þær væri óræktarland af sama eða svipuðum toga og tún- ið. Sýni voru tekin bæði úr túninu sem óræktinni. Urðu þannig til all- nokkur sýnapör af rækt/órækt sem tekin voru til efnagreiningar og samanburðar. Reyndust þetta samtals 38 pör hvar af 14 voru á mýrarjörð, 19 voru af mólendi - skipt í 11 úr því er kallað var grasmói og 8 sem hét hrísmói og svo voru 5 sýni úr sandjarðvegi. Öll efni nema sink og kopar voru skol- uð úr jarðvegi með AL-lausn (Egnér et al, 1960). Sínk og kopar voru skoluð úr moldinni með ED- TA-lausn. Sýrustig var mælt í vatniblandaðri mold. Glæðitap var ákvarðað með bruna í ofni við 500- 600 °C í fjóra tíma. Kalíum og natríum voru mæld á logaljósmæli, fosfór á litaljósmæli (spektro- fotometer). Önnur efni með AAS- logamæli. Niðurstöður mœlinga og umrœða um þœr. í töflum 1, 2 og 3 eru niðurstöður umræddra mælinga sýndar. Eftir Jóhannes Sigvaldason. skoðun á tölum í töflunum þykir rétt að benda á eftirfarandi: Fosfór er allmiklu meiri í ræktuðu landi en óræktuðu. Er það í samræmi við þá áburðarsiði að bera á allmiklu meiri fosfór en fjarlægist jafnótt með uppskeru. Fosfór hefur af þessum sökum safnast fyrir í mold- inni. Þessi fosfór binst smámsaman nokkuð fast og verður hluti hans a.m.k. alltorgengilegur fyrir jurtir. Ráðlagt hefur verið að bera á all- miklu meira af fosfór en fjarlægt er úr jarðveginum bæði um árabil fyrr en umræddar mælingar voru gerð- ar og síðan allar götur til þess tíma að þetta er ritað (1991). Ástæður þessa eru m.a. þær að fosfórforði heimsins er endanlegur og því til- hneiging ríkra þjóða að hamstra fosfór á þennan hátt og í annan stað má vera að ótti við stríð eða hvers konar hamfarir er því gætu valdið að erfitt væri að fá fosfór keyptan til landsins hafi gert það að verkum að ráðlagt er að bera á meira en notast jafnóðum. Þá er rétt að undirstrika það að marg- fundið er í tilraunum hér á landi að órækt sem tekin er til ræktunar og breytt í tún þarf fosfór til þess að gefa viðunandi uppskeru og nokk- ur réttlæting af þeim sökum að bera á umfram þarfir fyrst eftir að órækt er tekin til túns. Hins vegar er það alvöruspurning hvort skyn- samlegt sé að bera miklu meira á af fosfór en nýtist jafnóðum, á tún sem orðið er nokkurra ára og þeg- ar hefur um nokkurt skeið fengið umframskammt af fosfór og láta hann safnast fyrir í túninu. Eins og nefnt hefur verið binst þessi fosfór í moldinni og því meir og fastar sem lengra líður. Einhver hluti hans mun því verða mjög lítt að- gengilegur jurtum og koma þeim seint eða aldrei að gagni. Það má því ljóst vera að mjög eru vextir neikvæðir og vafasamur arður af því fé sem til þessará fosfórkaupa er varið.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.