Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 44

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 44
36 FREYR 1.’92 í ritstjórnargrein Freys, 21. tbl. 1991, segir svo í rabbi um Ráð- stefnu Alþjóðasambands búvöru- framleiðenda, sem haldin var á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 16.-18. okt. 1991: „A ráðstefnunni ríkti það sjón- armið að bændur ættu að hefja sókn í umhverfismálum en ekki vera í vörn gagnvart þeim sem vilja taka á þessum málum, en borið hefur á því að landbúnað- urinn sé ásakaður um að valda skemmdum á umhverfinu og finna má þeim orðum stað.“ Ekki dettur mér í hug að Matthí- as Eggertsson ritstjóri Freys vilji gera þá skoðun sem fram kemur í framanritaðri umsögn að sinni heldur sé hann að segja frá því sem sé svo ríkjandi skoðun að gróður- eyðing sé fyrst og fremst bændum að kenna. Það mun hafa verið að kvöldi þess dags sem mér barst Freysblað- ið í hendur að í Sjónvarpinu, þætt- inum „Fólkið í landinu“, birtist viðtal við Magnús bónda á Lága- felli í Austur-Landeyjum ásamt myndbandi af störfum hans og bú- fénaði. Vafalaust er Magnús á Lágafelli einn af bestu bændum landsins en sjálfsagt eru fjölmargir honum hliðstæðir eða fylgja fast á eftir. Að sjálfsögðu eru bændur misjafnir eins og fólk í öllum stéttum þjóðfé- lagsins, en sem heild eru þeir öðr- um stéttum meiri landverndar- og ræktunarmenn. Um það væri hægt að tilfæra óhrekjandi tölur. Það er því ákaflega fjarri lagi að saka landbúnaðinn og bændastétt- ina um að valda skemmdum á um- hverfinu. Sé átt við að gróðureyð- ing landsins á liðnum öldum, þá er hún, að mestum hluta, af öðrum og óviðráðanlegum orsökum, sem Að gefnu tilefni menn eru þó í dag að reyna að ná tökum á með aðstoð tækni og vís- inda. Talað er um að búfé bænda hafi eytt gróðri og sjálfsagt átti það sér stað á þeim tímum sem þjóðin varð að nýta auðlindir náttúrunnar til þess að bjarga lífi sínu. Sú tíð er liðin, a.m.k. hvað beitarnot lands- ins snertir. Búfé hefur fækkað og upprekstur á heiðalöndum þar að auki mjög takmarkaður. Búfé er nú að mestu beitt á heimalönd og í ört vaxandi mæli á ræktað land. Síst vildi ég verða til þess að gera lítið úr gróðureyðingu á íslandi. Hún er staðreynd sem öllum al- menningi er að verða ljós og æ fleiri vilja ljá lið að afstýra og bæta eftir því sem kostur er. Hins vegar vil ég afdráttarlaust mótmæla því að bændurnir og landbúnaðurinn sé sakaður um að vera orsakavald- ur skemmda á umhverfinu. Þar hefir annað komið til í aldanna rás. Kalt loftslag, harðviðri, eldgos og hraunflóð eru í aðalatriðum or- sakavaldur þess sem gerst hefir og er enn að gerast í gróðureyðingu á íslandi. Grœnt kort Sæll og blessaður, Matthías. Af sérstökum ástæðum höfum við Freyr ekki verið á sama stað undanfarnar vikur. Eg frétti að vísu af vísunni til okkar félaganna í Stéttarsambandsblaðinu, sem ég þakka fyrir. Við erum áhugaverðir eins og við höfum verið undanfarin ár. En skýring þín á vísunni er ekki alveg rétt, en það þarf hún að vera. Það var ekki bara verið að sleppa okkur við fiskát á þessum fundum. Þetta „Græna kort“ sem Halldóra gaf út fyrir okkur Björn á Löngu- Það er mjög auðvelt að valda tjóni á náttúru landsins með ofbeit, með umferð um viðkvæmt land o.s.frv. Miklu erfiðara er að bæta þar um. Þess vegna verður seint of langt gengið í því að brýna fyrir fólki að viðhafa gróðurbætandi umgengni hvort sem um er að ræða í byggð eða í óbyggðum. Tvímæla- laust er þörf á valdi til þess að taka í taumana ef misnotkun á sér stað. Einkum á það við hvað gróður landsins snertir. Ræktun lands er ekki aðeins friðun þess, heldur einnig nýting. Samspil búfjárræktar og jarðrækt- ar er sú líftaug sem afkoma þeirra er landbúnað stunda byggist á. Ræktun landsins er líka augnayndi þeirra sem um landið fara. Vel setnar bújarðir eins og Lágafell og vel með farið búfé má líkja við lifandi umhverfisvernd og gefur til- finningu fyrir góðu mannlífi þeirra sem þar dvelja. Fæstum dettur í hug að slíkum bújörðum fylgi landsskemmdir, hvað þá heldur landeyðing. Frh. á bls. 35. ■ leiðrétting mýri og Agúst á Sauðanesi lýsti rétti korthafa til að fá kindakjöt í öll mál og skipti þar engu hvort fiskur var á borðum eða einhver búr-dýr sem við myndum telja varasamt að eta. Fiskur er hvergi nefndur á græna kortinu, sem sagt kindakjöt í öll mál og þá átt við feitt fjallalamb - beint af fjalli. Mikið væri fallegt af þér ef þú vildir leiðrétta þetta - þó að seint sé. Halldór Þórðarson, Laugalandi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.