Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 18
10 FREYR 1.’92 sóknum sem þá voru gerðar voru mjög slæmar. Við fundum að vísu vatn með breytilegu hitastigi og breytilegri seltu í sandlögum nálægt ströndinni en þetta vatn var allt mengað járni og óhæft til fisk- eldis. Árið 1986 gekk okkur betur. Með því að komast niður úr sand- lögunum og niður í bergið þá kom- umst við niður á meira vatn og betra. Var þetta heitt vatn? Það var misjafnlega heitt. Þarna árið 1986 kom fyrsti jarðborinn á svæðið en áður höfðum við dælt niður rörum alveg niður á 50 m dýpi, og þótti fáheyrt. Orkustofn- un blandaði sér í málið þegar svo var komið og það endaði með því að við fengum fjárveitingu árið 1986 gegn mótframlagi að heiman. Þá kom hingað lítill jarðbor sem boraði alveg út í flæðarmálinu og var að leita að því hvernig sjótaka gæti farið fram, en þá kom upp 9 stiga heitt ferskt vatn undir þrýst- ingi, alveg í flæðarmálinu, en þrýstingurinn náði fjórum metrum upp fyrir sjávarmál. Þetta þótti mjög merkilegt og það var svo niðurstaðan árið 1987 Björrt Benediktsson. (Freysmyndir) að ná þessu 9 gráðu heita vatni hér ofan við Brunná, sem er til mikilla þæginda varðandi það að nýta vatnið. Þegar svo var farið að bora hér árið 1987 eftir þessu 9 gráðu heita vatni þá kom upp 37 gráðu heitt vatn og þótti mörgum ótrúlegt. í framhaldi af því var borað víðar og þá komu menn niður á mikið magn af köldu ferskvatni. Eftir að þessi staða var upp kom- in þótti ljóst að þarna væru fyrir hendi aðstæður til fiskeldis og haustið 1988 er byrjað að byggja upp stöðina hér. Þá er stofnað hlutafélagið Silfurstjarnan hf. Af hlutafénu komu 35% frá Seljalaxi, 10% komu frá eigendum landsins með því að leggja það til ásamt annarri aðstöðu, 20% komu frá Byggðastofnun og 35% frá öðrum aðilum. Hvaða jörð á hér land? Stöðin er byggð í landi Núps. Að- stöðuhúsið hér er svo gert fokhelt haustið 1988 og jafnframt var byggð klakstöð að Sigtúnum hér í sveit, sem er jörð sem Silfurstjarn- an á einnig. Þar er völ á vatni með tvenns konar hita, köldu og heit- ara, án dælingar. Árið eftir, 1989, voru svo aðalframkvæmdirnar hér. Þá voru kerin byggð og keyptur fiskur jafnharðan, því að okkur var alveg ljóst að ef við yrðum ekki komnir með framleiðslu á árinu 1990 þá myndum við ekki hafa þetta af fjárhagslega. Það kom svo í ljós að við þær aðstæður sem hér eru, þ.e. að geta haft fulla stjórn á hita og seltu í kerjunum. þá næst mikill vaxtar- hraði á fiskinum. Hvaða fisktegund byrjuðu þið með? Það var byrjað á laxi og strax ákveðið að hafa hér jöfnum hönd- um sjóbleikju og lax, en sjóbleikja var ekki strax fyrir hendi og því einungis byrjað á laxinum. Jafn- framt var gengið í það að útvega hrogn og svil af sjóbleikju og setja í gang fyrstu kynslóðina af sjó- bleikju í klakstöðinni í Sigtúnum. Þessi lax sem var keyptur árið 1989 var kominn í söluhæfa stærð árið 1990 og það ár seljum við rúm 60 tonn af fiski, mest til Bandaríkj- anna. Á þessu ári erum við að koma framleiðslunni í það horf sem við ætluðum henni. Við getum nú afhent sama magn af þessum fisktegundum í öllum mánuðum ársins. Það er auðveldara en ég reiknaði með, en það er grundvall- / þessu keri voru laxar sem aldir voru upp í sérpöntun frá Caviar Petrossian i Frakklandi. Peir voru slœgðir 8 kg að þyngd að meðaltali og voru sendir út nokkru fyrir jól. Fiskurinn fór í reykingu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.