Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 32

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 32
24 FREYR 1.’92 Ár 1991 Nr. 616 GALLIGNANI - rúllubindivél Gerð: Gallignani 9550. Framleiðandi: Gallignani A. S.p.a., Russe, Ítalíu. Innflytjandi: Orkutækni hf. Reykjavík. YFIRLIT Rúllubindivélin Gallignani 9550 var reynd af Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1991. Vélin var aðeins reynd á fyrri sláttar uppskeru og bunnir um 200 baggar. Rúllubindivélin er dragtengd og knúin frá aflúttaki og með vökvaþrýstingi dráttarvélar, og vegur um 2660 kg. Hún tekur hey á öllum þurrkstigum upp úr sláttuskárum eða múgum og vefur saman í þétta sívalningslaga rúllubagga. Baggarnir eru 1,2 m breiðir og þvermál 1,6-1,7 m eftir þéttleika á garnbindingu. Rúmmál þeirra er því 2,4—2,7 m3. Þyngd þeirra við 30% þurrefnisinnihald er um 950 kg, 50% þurrefnis- innihald um 750 kg, og við 80% um 470 kg. Nettó afköst við bindingu forþurrkaðs heys voru um 20 baggar á klst eða um 7,5 tonn af þurrefni á klst. Hægt er að stilla vélina á mismunandi þjöppunarstig en fyrrgreindar tölur miðast við mestu þjöppun. Aflþörf vélarinnar á tengidrifi er oft um 43 kW (58 hö) en mældist mest um 52 kW (71 hö). Vélin var ekki mæld í grænfóðri. Eigin þyngd vélarinnar er fremur mikil þannig að eigi að fullnýta afkastagetu hennar má ætla að þurfi minnst um 50 kW (81 hö) dráttarvél. Bindi- vélin er tiltölulega lipur í notkun og daglegt viðhald fremur einfalt. Baggar eru að jafnaði vel lagaðir en nokkuð háð ökulagi. Sópvinda vélarinnar er fremur há sem getur verið til baga í smágerðu heyi1*. í upphafi reynslutímans vann garnahnýtibúnaður vélarinnar Frh. á bls. 26. Ár 1991 Nr. 617 GALLIGNANI - rúllupökkunarvél Gerð: Gallignani G90 S. Framleiðandi: Gallignani A., S.p.a., Russe, Ítalíu. Innflytjandi: Orkutækni hf. Reykjavík. YFIRLIT Gallignani G90 S rúllupökkunarvélin var prófuð af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1991. Var hún notuð alls um 44 klst við pökkun á 511 böggum. Prófunartíminn var venju fremur skammur, vélin aðeins reynd á fyrri sláttar böggum. Pökkunarvélin er ætluð til að pakka rúlluböggum af öllum algengum stærðum inn í plastfilmu. Hún er dragtengd og knúin af vökvakerfi dráttarvélar og vegur um 1570 kg. Vélin er með lyftubúnaði sem tekur baggana upp af jafnsléttu upp á pökkunarborð. Á borðinu er bagganum snúið og velt um leið og þannig má stjórna þéttleika vafninga, en jafnframt er búnað- ur til að stjórna mismunandi strekkingu á filmunni. Pegar bagginn er fullpakkaður er pallinum snúið í sturtustöðu ogbagganum velt aftur af vélinni. Vélin er með sjálfvirkan skurðbúnað fyrir plastfilmuna. Nettó afköst vélarinnar eru oft á biíinu 20-35 baggar á klst allt eftir aðstæðum og vafningafjölda. Ætla má að 30 kW (41 hö) sé lágmarksstærð dráttarvélar fyrir pökk- unarvélina. Við fjórfalda pökkun er filmunotkun um 0,9-1,0 kg á bagga (þvermál 1,2 m) eða sem svarar 70-80 m af filmu á hvern bagga, en er eðlilega háð þurrkstigi og baggastærð. Vélin er á belgmiklum hjólbörðum sem bera hana vel við erfiðar aðstæður. Ef hey slæðist úr böggunum við pökkun vill það safnast fyrir á pökkunarborði og jafnvel setjast undir burðarbeltin ef það er ekki hreinsað jafnóðum. í lok reynslutímans var ekki unnt að sjá óeðlilegt slit á vélinni og engar meiri háttar bilanir komu fram. Vélin er traustlega smíðuð og dagleg hirðing einföld.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.