Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 41

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 41
1.’92 FREYR 33 Frá aðalfundi Samtaka selabœnda 1991 Aðalfundur Samtaka selabœnda var haldinn 16. nóvember sl. í Reykjavík. Frá aðalfundi Samtaka selabœnda 16. nóv. 1991. Á myndinni eru talið frá vinstri: Árni Snæbjörnsson ráðunautur, Eysteinn G. Gíslason Skáleyjum, Árni G. Pétursson Vatnsenda og Jón Benediktsson Höfnum. Á fundinum kom m.a. fram, að nú gætir aukinnar bjartsýni á að selskinn fari að seljast á ný. Merki um það eru, að nýlega seldust tæp- lega 90 skinn til Danmerkur og meira hefur verið pantað þaðan, einnig hefur borist pöntun frá Grænlandi. Verð er að vísu ekki hátt ennþá en þetta gæti orðið upp- hafið að frekari sölu. Þá hefur Egg- ert Jóhannsson feldskeri hafið framleiðslu á flíkum úr selskinni og á sýningu sem haldin var nýlega vöktu þær óskipta athygli við- staddra. Nokkrar þeirra seldust strax. Vaxandi áhugi er á því að nýta selskinn í ýmsa smáa gripi til að selja ferðamönnum, eins er dá- lítið um að ferðamenn kaupi eitt og eitt spýtt selskinn. Þá örlar á því að hægt sé að selja saltað selspik, súrs- aða hreifa og jafnvel selkjöt í ein- staka tilvikum. Greint var frá því að samkvæmt talningu á selum úr lofti þá hefur landsel fækkað á síðustu árum en útsel fjölgað. Samtök selabænda er félags- skapur bænda sem búa við sel- veiðihlunnindi og annarra sem áhuga hafa á þessari fornu bú- grein. Markmið félagsins er að endurvekja nýtingu selveiðihlunn- inda og vinna að hagsmunamálum þeirra sem selveiðar stunda ef markaðir opnast. Stjórn Samtaka selabænda er þannig skipuð: Jón Benediktsson, frá Höfnum, for- maður, Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum ritari, Pétur Guð- mundsson, frá Ofeigsfirði, gjald- keri. Framleiðsluréttur sem bændur hafa afsalað sér með þessu móti er afar breytilegur eftir mjólkursam- lagssvæðum eða frá því innan við 3% og upp í yfir 15% af fullvirðis- rétti á svæðinu. Birgðir búsafurða í lok október sl. Sjá meðfylgjandi töflu um fram- leiðslu og sölu mjólkur, kjöts og eggja- Birgðir mjólkurvara í lok októ- ber sl., umreiknaðar í mjólk, voru 23.303 þús. lítrar sem er um 557 þús. lítrum minna en einum mán- uði áður en 3.586 þús. lítrum meira en á sama tíma árið áður. Birgðir kindakjöts í lok október sl. voru 8.596 tonn sem er 399 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Birgðir nautgripakjöts í lok október sl. voru 194 tonn sem er 47 tonnum minna en á sama tíma árið áður. Birgðir svínakjöts í lok október sl. voru 15,7 tonn sem er 5,3 tonn- um minna en á sama tíma árið áður. Birgðir hrossakjöts í lok október sl. voru 74 tonn sem er 61 tonni minna en á sama tíma árið áður. Birgðir alifuglakjöts í lok októ- ber sl. voru 297 tonn sem er 65 tonnum meira en á sama tíma árið áður. Birgðir eggja f lok október sl. voru þrjú tonn en voru 99,6 tonn á sama tíma árið áður. Leiðrétting Það gerðist í 22. tbl. Freys, bls. 887, á sl. ári að félagsheimilið Þingborg var sagt vera í Gnúp- verjahreppi, en er að sjálfsögðu í Hraungerðishreppi. Er beðist vel- virðingar á þessu ranghermi.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.