Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 25

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 25
1.’92 FREYR 17 Tafla 3. Innihald af járni, mangan, sínki og kopar (ppm) í sýnum frá nokkrum bœjum á Norðurlandi 1970-1973. Járn Mangan Sínk Kopar Rækt Órækt Rækt Órækt Rækt Órækt Rækt Órækt ppm Mýri.................... 2993 3392 484 1365 12.84 22.31 12.02 10.24 Grasmói ................ 1697 1606 255 395 11.45 17.14 12.45 12.20 Hrísmói................. 1655 1830 152 240 9.89 14.30 13.40 12.67 Sandur ................. 1004 990 211 206 13.70 10.64 6.74 6.88 óræktinni heldur en rækt. Kemur þetta væntanlega að verulegu leyti til af því að ræktuð mýri er nær undantekningarlaust framræst og mun þurrari en sú óræktaða en mangan hefur þar tilhneigingu til að ildast í efnasambönd sem eru mun torleystari en þau sem fyrir voru. Mikið er af járni og mangani í íslenskum jarðvegi. Kemur það til af því að basalt er mjög ríkt af þessum málmum, þýðir enda orðið basalt það sem inniheldur járn. Mætti því ætla að skortur þessara efna væri sjaldséður og fátíður hér- lendis. Járnskortur hefurog heldur ekki verið tíundaður í íslenskum rannsóknum á þeim jurtum sem ræktaðar eru í hefðbundnum búskap. Aftur á móti er dílaveiki sem orsakast af manganskorti þekkt í höfrum hér á landi, einkum þar sem jarðvegur er þurr og sýru- stig hátt. Samkvæmt töflu 3 er sínk nokkru lægra í ræktinni, bæði á mýri og í móa. í sandatúnum er sfnk hins vegar hærra en í óræktuð- um sandbalanum. Er það einkenn- andi að sjá af tölum í þessum töfl- um að sandurinn hagar sér á annan máta en mýrin og mórinn. Kopar er ívið meiri í mold úr rækt en órækt í þessari athugun á Norðurlandi á árunum upp úr 1970. Heimildir: Egnér Hans. H. Riehm und W.R. Domingo, 1960. Untersuchungen iiber die chemische Bodenanalyse als Grund- lage fiir die Beurteilung des Nahrstoffzu- standes der Böden. II. Chemische Ex- traktionsmethoden zur Phosphor- und Kaliumbestimmung. Kungliga Lant- brukshögskolans annaler Vol. 26. 199-215. Björn Jóhannesson og Kristín Krist- jánsdóttir, 1954. Nokkrir eiginleikar mýra á Suður- og Norðurlandi. Atvinnu- deild Háskólans. Rit landbúnaðardeildar B-flokkur nr. 6. Jóhannes Sigvaldason er ráðunautur hjá Rœktunarfélagi Norðurlands á Akureyri. Hve stórar eru kýrnar Sumarið 1981 vigtaði ég og mældi kýr í örfáum fjósum hér í Rangár- vallasýslu. Framhald varð ekki á því starfi og verkið varð heldur ekki það heillegt að unnt sé að draga af því miklar ályktanir. Með- fylgjandi tafla sýnir niðurstöður nælinga í fjósi með 17 mjólk- urkúm. Umræddar kýr voru mældar og vegnar þegar þær gengu úr fjósi að loknum morgunmjöltun 24. ágúst 1981. Við samaburð á einstökum tölum þarf að hafa í huga áhrif af mismunandi aldri, holdastig og fósturþroska. Steinþór Runólfsson, Hellu. Brjósfmál, hœð og þyngd 17 mjólkurkúa Brjóstmál. Hæð á herða- Pyngd, cm kamb, cm kg Skraut . . 193 137 489 Stjarna . . 177 129 403 Freyja . . 176 126 437 Skjalda . . 183 129 420 Mygla. . . 189 134 473 Gæfa . . . 188 135 517 Reyður . . 179 124 387 Búbót. . . 173 127 416 Rós .... 175 126 395 Bót .... 184 135 452 Tigla . . . 175 124 422 Díla .... 184 131 438 Hosa . . . 177 127 382 Branda . . 188 131 487 Grána . . 182 128 437 Rjúpa . . . 177 126 397 Síða .... 176 123 441 Meðaital 17 kúa 181 129 435

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.