Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 34

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 34
26 FREYR 1.’92 Ár 1991 Nr. 620 Gerð: Krone KW 440-4. Framleiðandi: Krone GmbH, Þýskalandi. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. YFIRLIT Heyþyrlan Krone KW 440-4 var reynd af Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Bútæknideild, sumariðl991 og notuð alls um 63 klst. Heyþyrlan er tengd á þrítengi dráttarvélar og drifin frá aflúttaki hennar. Hún vegur 604 kg. í flutnings- stöðu er ytri stjörnunum lyft upp í lóðrétta stöðu með vökvatjökkum. Hæfni heyþyrlunnar til heysnúnings reyndist góð og ójöfnum lands fylgir hún vel. Heymúgum dreifir vélin í 5,4-6,4 m breiðan flekk. Vinnslubreidd vélarinnar er allt að 4,15 m og afköst við heysnúning reyndust að jafnaði 3,5 ha/klst, en mest 5,0 ha/klst. Á mjög fljótvirkan hátt má stilla heyþyrluna þannig að hún kasti heyinu nokkuð til hliðar, t.d. frá skurðbökkum og girðingum. Liður í beislisbúnaði vélarinnar auðveldar vinnu með henni í beygjum. Heyþyrlan er traustbyggð. Á reynslutíman- um varð engra bilana vart. KVERNELAND-rúllubaggatœtari. Frh. afbls. 23. ins þar sem fremur gróft hey saxast þannig að um 60% er með minni strálengd en 8 cm. Könnun á dreifigæð- um sýndi að þau eru að jafnaði viðunandi en verða ójöfn þegar heyið veltur óreglulega í baggahólfinu. Notkun tætarans er heldur óþjál inni á fóðurgangi nema rými sé mikið, og gólf þurfa að hafa mikið burðarþol. Tækið er traustlega smíðað og engar meiri háttar bilanir komu fram á reynslutímanum. ELHO-áburðardreifari. Frh. afbls. 23. isopi reyndust fjarri því að gilda fyrir grófkorna íslenskan áburð. Nokkurt gagn má hafa af mælistauk sem fylgir dreifaranum við stillingar á dreifimagni. Engar bilanir komu fram á reynslutímanum. Ár 1991 Nr. 621 KRONE - stjörnumúgavél Gerð: Krone KS 380-420/12. Framleiðandi: Maschinefabriken Bernard Krone GmbH, Þýska- landi. Innflytjandi: Vélar og þjónusta hf., Reykjavík. YFIRLIT Krone KS 380—420/12 stjörnumúgavélin var reynd af Bútæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sumarið 1991 og notuð alls um 58 klst. Stjörnumúgavélin er tengd á þrítengi dráttarvélar og knúin frá aflúttaki. Hún vegur 678 kg. Múgavélin reyndist raka vel og skilja eftir litla dreif við algengar aðstæður. Magn dreifar í rakstrarfari mældist að jafnaði á um 1,2 hkg þe./ha, eða sem svarar 1,4 hb/ha við ökuhraða 5-10 km/klst. Við bestu aðstæður er dreifarmagnið um 0,6 hkg þe./ha. Þrátt fyrir mikla vinnslubreidd reyndist vélin fylgja vel ójöfnum á yfirborði landsins. Hún getur rakað frá girðingum og skurðbökkum. Liður í beislisbúnaði vélarinnar auð- veldar vinnu með henni í beygjum. Vinnslubreidd vélarinnar er stillanleg en rakstrarfar getur orðið allt að 3,1 m að breidd. Hæfilegur ökuhraði var oft um 8-12 km/klst. og afköst að jafnaði um 2,5 ha/klst. Vélin rýrir framþunga dráttarvéla verulega og getur þurft að þyngja þær til að uppfylla ákvæði um þunga- hlutföll. Múgavélin er traustbyggð og engra bilana varð vart á reynslutímabilinu. ALLIGNANI-rúllubindivél. Frh. afbls. 24. ekki eðlilega vegna vanstillingar. Vélin virðist traust- byggð og ekki kom fram óeðlilegt slit eða bilanir á reynslutímanum. Umboösaöili upplýsir að á vélunum verði framvegis slæöigrindur á sópvindu og aö á vélinni megi hafa netbindingu jafnhliöa garnbind- ingu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.