Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 22

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 22
14 FREYR 1.’92 GATT-samningar Ályktun stjórna Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bœnda um drög að GATT-samkomulagi, 6. janúar 1992 Bœndasamtökin hafa haft til skoðunar drög að nýju GATT-samkomulagi, m.a. um landbúnaðarmál, sem Arthur Dunkel, framkvœmdastjóri GATT lagði tram 21. desem- ber sl. Ljóst er að samningsdrög þessi eru með öllu óaðgengileg fyrir íslensk- an landbúnað. Meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Útilokað yrði að framfylgja hér sjálfstæðri landbúnaðarstefnu. Draga mundi stórlega úr mat- vælaöryggi þjóðarinnar. Nýgerður búvörusamningur héldi ekki gildi sínu og kippt yrði grundvelli undan þeirri fram- leiðslustjórn og annarri hagræð- ingu framleiðslunnar sem samið hefur verið um. Með samningi ríkisvalds og bænda um að fella niður allar út- flutningsbætur hafa íslendingar þegar gengið lengra í átt til þeirra viðskiptahátta, sem stefnt er að, en samningsdrögin ætla nokkurri þjóð. A meðan verulegar útflutnings- bætur og annar stuðningur yrði heimill í samkeppnislöndunum væru íslenskir bændur í mörgum tilvikum varnarlitlir gagnvart inn- flutningi. Stórfelldur samdráttur búvöru- framleiðslunnar yrði óumflýjan- legur og þar með fækkun starfa í sveitum og við vinnslu búvara. Bú- vöruvinnsla ætti hér enn erfiðara uppdráttar vegna minni markaðar. Þessu mundi fylgja ógnvekjandi röskun á byggð landsins og jafnvel eyðing heilla byggðarlaga. Ekki verður séð að hverju það fólk hefði að hverfa, sem við þetta missti atvinnu sína og heimili. Það er krafa bændasamtakanna að ríkisstjórnin hafni umræddum drögum að GATT-samkomulagi. Reynist ekki unnt í áframhaldandi viðræðum að tryggja samning, sem íslenskur landbúnaður getur búið við, verða íslendingar að fá sér- stöðu sína viðurkennda með sér- ákvæðum innan samningsins. Bændasamtökin munu áfram hafa þetta mál til umfjöllunar og fylgjast náið með framvindu þess. Þau eru reiðubúin hvenær sem er til viðræðna við stjórnvöld um meðferð þessa vandasama máls. Búnaðarfélag íslands Stéttarsamband bœnda Flskeldisstöðin Silfurstjarnan hf Frh. afbls. 13. Að lokum, hvernig horfir þú til framtíðarinnar um það sem hér er að gerast? Það var hér slæmt atvinnuástand fyrir nokkrum árum. Þá var ráðist í þessa framkvæmd og síðan stofnun Fjallalambs hf. um sláturhúsið á Kópaskeri. Nú er svokomið að hér vantar fólk. Það hætti við að flytja burt töluvert af ungu fólki sem var í þann veginn að flytja úr héraðinu, vegna þess að það hafði ekkert til að lifa af. Það sem var áður farið snýr hins vegar ekki heim. Ég held að við þyrftum að hafa hér tiltækar litlar íbúðir, t.d. á Kópaskeri, þannig að fólk sem vill flytja hing- að geti gert það án þess að leggja í miklar fjárfestingar í íbúðarhús- næði í upphafi. Silfurstjarnan er mjög vel stað- sett hvað það varðar að nýta sér vinnuafl úr öllu héraðinu. Ef það kemur í ljós að fiskeldi reynist verða arðbært þá eigum við Norður_Þingeyingar þar mikla möguleika. Hér er mikið af góðu vatni, heitu og köldu, og í mínum huga eru aðstæður til fiskeldis enn betri hér aðeins norður í sveitinni. M.E. Ath. Petta viðtal er tekið í ágúst 1991. Skiljun á búfjáráburði Þeir eru farnir að skilja búfjár- áburð í skilvindum í útlöndum. Norska fyrirtækið Reime AS fram- leiðir skilvindur til þess brúks. Snigill matar skilvinduna með áburði og pressar um leið vætu út um smágataðan hólk. Skilvindan er fremur lítil. Með 3-4 kW skilur hún 1-2 rúmmetra af mykju á klst. eða 2-6 rúmmetra af svínaskít. Sá hluti áburðarins sem út kemur í föstu formi er með 31-36% þurr- efni að því er segir í frétt frá Norges landbrukshögskole sem hefur prófað skilvinduna. Það hlutfall er annars 20-30% af heildarmagninu áður en skilið er, segir í fréttinni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.