Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 21

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 21
1.’92 FREYR 13 Við sendum svissneskitm kaupendum einn kassa af bleiku gefins og út úr því komu viðskipti upp á 200-300 kg af fiski og flökum á viku. ágúst, svo að á öðrum árstímum ætti að vera markaður. Ég býst við að það hafi ýtt á eftir að stofna þetta fyrirtœki að samdróttur hefur verið í iandbúnaði. Hvað vinna hér margir? Eg var alveg viss um það í upphafi að hér sköpuðust aðstæður fyrir konur til starfa, ef þetta fyrirtæki kæmist á laggirnar. Margar konur hér í sveitinni hafa minna verkefni en þær vildu. Þetta gekk eftir. Slátrun fisksins og frágangur til sendingar byggist á sveitakonun- um. Við slátrum 5-6 tonnum á dag þegar allt er í fullum gangi og þurfum þá 10-12 konur til starfa. Við getum m.ö.o. kallað úr konur þegar á þarf að halda og það stefnir í tvo fasta daga í viku og jafnvel meira. Annað vinnuafl? Það eru um 50 manns á launaskrá á mánuði, í mismiklu starfi. Hér vinna um 14 manns fast. A klak- stöðinni í Sigtúnum vinnur einn maður og við höfum á leigu fisk- eldisstöð Árlax hf. í Kelduhverfi og þar vinna 2-3 menn. Svo köllum við inn konurnar og að lokum eru hér framkvæmdir í gangi. Þannig að þetta fyrirtæki er mjög mikilvægur atvinnuveitandi hér á svæðinu. Hafa erlendu kaupendurnir komið og kynnt sér aðstœður hér? Já, hingað kom markaðsstjóri Caviar-Petrossian, ásamt konu sinni, í fyrra. Pað koma aftur tveir menn frá sama fyrirtæki í haust, m.a. til að ræða samvinnu um frek- ari vinnslu. Svo hefur fulltrúi breska fyrirtækisins sem er að kaupa af okkur bleikju komið hingað og er væntanlegur aftur. f Bandaríkjunum sjá umboðsmenn um viðskiptin. Hvað vilt þú segja um umboðsmannakerfið? Ég tel það nauðsynlegt við ákveðn- ar kringumstæður, t.d. þegar árs- framleiðsla fellur til á skömmum tíma, svo sem við sjókvíaeldi eða hafbeit. Þá þarf umboðsmenn til að geta komið vörunni út í þessu magni, þegar hún er tilbúin. Við aðstæður eins og hérna þar sem við getum skipulagt framleiðsluna þannig að það er jöfn afhending í öllum vikum ársins, þá held ég að það sé mikið meira atriði fyrir okk- ur að komast í beint samband við ákveðna kaupendur, sem kaupa allt árið, vinnsluaðila eða seljend- ur fersks fisks. Veistu hvað verður um fiskinn héðan? Bleikjan sem við seljum til Bret- lands fer fersk til sölu hjá stór- mörkuðu Tesco o.fl. en fiskurinn sem við seljum til Frakklands fer til reykingar og annarrar vinnslu hjá Caviar-Petrossian. Bandaríkja- fiskurinn er mest seldur ferskur en þar notum við umboðsmenn. Þess- ir umboðsmenn okkar eru ágætir og við höfum ekkert nema gott af þeim að segja. Hins vegar segjumst við íslend- ingar bjóða upp á besta fisk í heimi, hvítan eða rauðan. Hvers vegna seljum við hann þá ekki sem besta fisk í heimi? Þó að umboðs- menn séu allir að vilja gerðir að vinna vel fyrir umbjóðendur sína, þá hafa þeir einn stóran galla. Þeir vita ekki hvað þeir eru að selja en það er ekki þeim að kenna. Það liggur í eðli viðskiptanna. Er til eitthvert sölukerfi framleiðenda eldisfisks hér á landi? Nei, það er ekki til að gagni. Við höfum notað ákaflega einfalda að- ferð við að koma bleikjunni á markað, því að við höfum enga peninga til að afla markaða. Við getum selt miklu meiri lax en við eigum og höfum boðið laxa- kaupendum bleikju jafnframt. Sem dæmi hafa svissneskir kaup- endur svarað því þannig að þeir vilji ekki bleikju. Þá höfum við sent þeim bleikju gefins, einn kassa. Þeir sögðu þá að þetta væri ágætis fiskur, en hann ætti að vera hvítur. Við sögðum þeim þá að sjóbleikja væri rauð en vatna- bleikja hvít. Úr þessu hefur ræst þannig að þeir eru að koma í við- skipti upp á 200-300 kg af fiski og flökum á viku. Þetta var ódýr markaðssetning. Hún kostaði einn kassa af bleikju. Frh. á bls. 14.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.