Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 28

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 28
1. tbl. 92 HYRNA fréttahom 1 U K. Verðfelling á mjólk metin EFTIR FLEIRI ÞÁTTUM EN ÁÐUR -Frumutala, hitaþolnir og kuldakœrir gerlar lagðir tilgrundvallar, auk heildar- gerlafjölda. Skömmu fyrir síðustu jól tók gildi breyting á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur. Þar er að finna nokkur nýmæli sem skipta framleiðendur miklu máli í framU'ðinni. Mjólk sem lögð er inn í samlag skal nú flokkuð og verðfelld eftir heildar- gerlafjölda, fjölda hita- þolinna og kuldakærra gerla og frumutölu. Áður var einungis skylt að verðfella mjólkina eftir heildargerla- fjölda en flokkun eftir frmutölu var skylda þó svo að ekki væri heimilt að verð- fella vegna hárrar frumutölu. Þá var heimiltaðflokkaeftir fjölda hitaþolinna og kuldakærra gerla en einungis samlög nýttu sér það. Flokkun skal framkvæmd vikulega, þ.e. fjórum sinnum í mánuði. Heildargerlar skulu taldir a.m.k. þrisvar og hitaþolnir og kuldakærir a.m.k. einu sinni. Mjólkurstöðvum er þó heimilt að flokka oftar og skal þá jafnan miða verðfellingu við lökustu niðurstöðu. Mörk fyrir heildargerla- fjölda eru óbreytt. í l.fl. fer mjólk sem inniheldur undir 100.000 gerla/ ml og í 3.fl. mjólk með yfir 500.000 gerla/ml. Viðmiðunarmörk fyrir hitaþolna og kuldakæra gerla eru einnig þau sömu og áður en nú er munurinn sá að skylt er að verðfella mjólkina ef hún fellur í 2. eða 3. flokk eftir þessari talningu. Sama gildir um frumutölu, falli mjók í 2. eða3. flokkvegnaofhárrarfrumutölu er skylt að verðfella mjólkina. Hins vegar hafa mörkin varðandi frumu- MÖRK EINSTAKRA FLOKKA í ÞÚSUNDUM l..fl 2.fl 3.fl Heildargerlafj. gerlar/ml 0-100 100-500 500 og yfir Hitaþolnir gerlar 0-10 10-50 50 og yfir Kuldakærir gerlar gerlar/ml 0-50 50-200 200 og yfir Frumutala frumur/ml 0-750 750-1000 1000 og yfir (Frá 1. sept. 1994 0-600 600-800 800 og yfir) fá tölu verið þrengd. Nú fer mjólk í 1. fl. ef frumtala er undir 750.000 í ml og í 3. fl. ef fjöldinn fer yfir 1.000.000 frumur í ml. Þessi mörk verða enn þrengd 1. sept. 1994 en þá fer mjólk í l.fl. ef frumtalan er undir 600.000 í ml og í 3.fl. fari fjöldinn yfir 800.000 frumur í ml. Frumutalning skal fara fram minnst tvisvar í mánuði. Meðaltal mælingatveggjamánaða, uppgjörs- mánaðarognæstaáundan, skal lagt til grundvallar við ákvörðun verðskerðingar. Þannig liggja a.m.k. 4 mælingar að baki meðaltalinu en víðast fer talning nú fram fjórum sinnum í mánuði þannig að oftast verður meðaltal 8 mælinga lagt til grundvallar. Fari meðaltal frumutölu tveggja mánuða upp fyrir mörk 1 .flokks fjóra mánuði í röð er mjólkursamlagi óheimilt að kaupa mjólkina. Vottorð héraðsdýralæknis um að hafnar séu aðgerðir sem tryggi lækkun frumutölunnar er skilyrði þess að aftur fái innleggsheimild. Vakin skal sérstök athygli á heimild mjólkubúa til að veita undanþágu frá verðskerðingar- og sölu- bannsákvæðum varðandi frumutölu. Ef framleiðandi gerir skriflegt samkomulag við héraðsdýralækni og viðkomandi mjólkurbú um aðgerðir til lækkunar frumu- tölu og getur undanþágan lengst staðið í 12 mánuði. Þar sem hér er um veigamiklar breytingar að ræða er bændum og mjólkurstöðvum gefinn nokkur aðlögunartími og koma þær breytingar sem að framan eru nefndar ekki til framkvæmda fyrr en 1. september í haust. Fram að þeim tíma er mjólkurbúunum skylt að senda framleiðendum mánaðarlega niðurstöður frumutalningar og fjölda hitaþolinna og kuldakærra gerla og jafnframt greina frá hver verðfelling hefði orðið ef verðfella þyrfti mjólkinaeftirþeim reglum sem taka gildi 1. september 1992. LK • LANDSAMBAND KÚABÆNDA • UÞL • UPPLÝSINGAÞJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.