Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 16
8 FREYR
1.’92
RITSTJÓRNARGREIN
ar breytingar á grunneðli samkomulagsins
að rætt hefur verið um að setja á fót
sérstaka stofnun sem sæi um framkvæmd
þess en hingað til hefur framkvæmdin að
mestu verið í höndum aðildarríkjanna.
Sérfræðingum hefur reiknast til að verði
þetta nýja samkomulag að veruleika geti
það aukið heimsviðskiptin um milljarða
bandaríkjadala. Gallinn er bara sá að þrot-
lausar viðræður síðustu ára hafa ekki leitt
til neins. Meginástæða þess er að Banda-
ríkin og Evrópubandalagið, voldugustu
aðildarríkin, hafa ekki getað komið sér
saman um hvernig skipta eigi kökunni.
Bandaríkin og EB hafa háð heiftarlegt
viðskiptastríð sín á milli megnið af níunda
áratugnum; stríð sem fréttamiðlar hafa
lítið sinnt. Þetta stríð hefur sett svip sinn á
GATT-viðræðurnar, þó einkum á þann
þátt þeirra sem snýr að landbúnaðinum,
en viðræðurnar spanna flest svið alþjóð-
viðskipta eða allt frá bananasölu til banka-
viðskipta. Bandaríkin eru stærsti útflytj-
andi landbúnaðarafurða í heimi og helsti
frumkvöðull þess að landbúnaðarafurðir
yrðu felldar undir endurskoðun GATT-
samkomulagsins. Aðrar helstu útflutn-
ingsþjóðir landbúnaðarafurða, t.d.
Ástralía, Nýja Sjáland og Argentína, hafa
lýst yfir stuðningi við Bandaríkin í baráttu
þeirra við innflutningshöft EB og hóta að
stöðva framgang viðræðnanna á öðrum
samningasviðum uns ásættanlegum niður-
stöðum yrði náð í deilunni um landbúnað-
armálin. Samningar tókust hins vegar ekki
fyrir tilskilinn tíma, hvorki á árinu 1990,
né að loknum framlengdum fresti hinn 18.
desember sl. Arthúr Dunkel, fram-
kvæmdastjóri viðræðnanna, greip þá til
þess ráðs að leggja fram í eigin nafni
samningsdrög í þeirri von að höggva á
hnútinn.
Landbúnaðarkafli samningsdraganna
kom verulega á óvart þar sem Dunkel
gekk mun lengra en flestir höfðu átt von á.
Segja má að á einni nóttu hafi framtíðar-
horfur íslensks landbúnaðar að engu orð-
ið. Það er því fráleitt að halda því fram að
tillögur Dunkels séu landbúnaðinum hag-
stæðari en tilboð fyrrverandi ríkisstjórnar
árið 1990. Drögin gera t.d. ekki ráð fyrir
neinum verðtryggingarákvæðum, svo að
lítið dæmi sé nefnt. Það eitt gerir þau að
haldlitlu plaggi í löndum þar sem efna-
hagsástand hefur verið óstöðugt á undan-
förnum árum, eins og hér á landi. Þá er
gert ráð fyrir að útflutningsbætur verði
lækkaðar um einungis 36% sem þýðir að
íslenskur landbúnaður yrði að keppa við
mikið niðurgreiddar vörur, og svona mætti
lengi telja. Sannleikurinn er sá að það eitt
vakti fyrir Dunkel að bera klæði á vopn
Bandaríkjanna og EB. Samningsdrögin
taka því ekkert tillit til smástærða á borð
við íslenskan landbúnað. Þarna var því
verið að fórna minni hagsmunum fyrir
meiri.
Það má því vera ljóst að taugatitringur
bændasamtakanna var ekkert frumhlaup
og gagnrýni af því tagi byggir því miður á
vanþekkingu eða misskilningi, nema hvort
tveggja sé. Samningsdrögin bárust mönn-
um í hendur skömmu fyrir jól. Islensku
bændasamtökin hlutu við fyrsta tækifæri
að krefja stjórnvöld svara við stefnu þeirra
í þessu máli, sem er það stærsta sem
íslenskur landbúnaður hefur staðið
frammi fyrir til þessa. Og skilaboðin sem
fylgdu drögunum voru þau að skila þyrfti
inn athugsemdum í síðasta lagi 13. janúar
sl.
Það er mesti misskilningur að bænda-
samtökin hafi málað skrattann á vegginn
eða krafist þess að við höfnuðum aðild
nýju GATT-samkomulagi. Bændasamtök
víðs vegar um heiminn hafa þvert á móti
lýst yfir stuðningi við að samkomulag
Frh. á bls. 28.