Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 20

Freyr - 01.01.1992, Blaðsíða 20
12 FREYR 1.’92 Aðstöðuhús Silfurstjörnunnar hf. Par er skrifstofa, mötuneyti, aðstaða fyrir vaktmenn, sláturhús og fóðurgeymsla. til yinstri sést í hús í byggingu fyrir kœligeymslu og frekari vinnslu á fiskinum. Nú mœtti œtla að Öxarfjörður vœri ekki heppilegur fyrir fiskeldisstöð varðandi flutning í fiugi til útlanda. Hvernig fara flutningar fram í veg fyrir flugvél? Það kostar 90 kr. á kg að flytja með flugi fisk frá Keflavík til New York og er jafndýrt fyrir okkur og aðra en til viðbótar kostar það okkur kr. 12 á kg að flytja fiskinn héðan og til Keflavíkur. Sá flutningur fer fram í kælibílum. Slátrun og allur frágan- ur fer fram hér. Fiskinum er pakk- að í plastkassa með ís og plastpoki bræddur utan yfir. Hins vegar erum við núna að byggja hér aðstöðu til að flaka fisk og vinna hann meira. Ég hef á tilfinningunni að tilvera okkar í framtíðinni byggist á því hvernig það tekst til. Munurinn á að selja fisk flakaðan í stað þess að selja hann slægðan er að það kostar okkur um kr. 42 minna á kg miðað við slægðan fisk í flutningi til Bandaríkjanna. Auk þess héldum við meiri vinnu heima. Hins vegar gilda víða gamlar hefðir í sölu á fiski. Menn vilja sjá hvernig fiskurinn lítur út og horfast í augu við hann dauðan, menn vilja líta á tálknin og sjá hvort þau eru rauð og fín. Það væri hægt að skola fisinn svo mikið þegar honum væri að blæða að tálkninn yrði ljós á lit, þó að hann væri nýdauður. Þetta er því ekki einhlítt. Ég held að til þess að geta selt flök þá þurfi á undan að hafa átt sér stað viðskipti við sama aðila þannig að menn geti treyst hvor öðrum sæmilega. Við höfum verið heppnir með okkar fisk, hann hef- ur alls staðar þótt mjög góður. Og við höfum komist i bein viðskipti við nokkra aðila, m.a. Caviar Petrossian í Frakklandi sem gerir geysilega miklar kröfur, sem við höfum staðist, en borgar líka gott verð. Mér sýnist að það verði áframhald á þeim viðskiptum sem eru okkur afar dýrmæt. Við höfum líka selt til Sviss og fáum þar einnig gott verð. Auk lax höfum við líka selt bleikju til Bandaríkjanna en verðið er í lægsta lagi, flutt í flugi. Við höfum hins vegar komist af stað með bleikjusölu til Bretlands sem munar um, 1-2 tonn á viku, og þar með létti af okkur miklum vanda varðandi bleikjuna, því að við þurfum að selja 150 tonn á þessu ári. Við seljum eitt tonn á innan- landsmarkaði á viku, svolítið til Sviss og Bandaríkjanna og svo þegar Bretlandssalan bætist við þá erum við ekki í vandræðum með bleikjuna á þessu ári. Hafið þið áhyggjur af vetrarfœrð? Já, við óttumst hana svolítið en það er búið að ákveða mokstur héðan til Húsavíkur og Akureyrar allt að þrisvar í viku. Hingað til höfum við ekki lent í skakkaföllum út af þessu. Hafa menn reynt að spá fyrir um verðþróun? Ég veit það ekki. Norðmenn voru með áætlanir í sínu fiskeldi, en þær stóðust illa, sem leiddi til að þeir urðu fyrir miklum skakkaföllum. Þeir hafa líka lent í sjúkdómum og það er þáttur sem er vert að nefna. Hér tökum við allt ferskvatn úr borholum, bæði kalt og volgt. Sjóinn sækjum við kílómetra leið út að ströndinni og síum hann í gegnum sandstabba. Við höfum ekki fengið sjúkdóma inn í þessa stöð og höfum aldrei gefið hér lyf. Við endurnýtum heldur ekki vatn- ið, þó að draga mætti úr dælingar- kostnaði með því að nýta vatnið betur. Allt þetta hefur hjálpað okkur til að gefa afurðum héðan gæðastimpil. Við höldum fiskinum í ákveðn- um straumi sem leiðir til þess að hann erfiðar alla æfina og gefur því góðan vöðva og verður ekki eins bráðfeitur. Markaðshorfur bleikjunnar eru óvissar því að það þekkja hana fáir. Við erum e.t.v. með alltof hátt hlutfall af Norður-Atlants- hafsbleikju í eldi. A síðusta ári voru alls seld af henni 600 tonn í heiminum en við munum þurfa að selja af henni á næsta ári um 500 tonn, á þessu ári eru það 150 tonn og það mun ganga. Við höfum fengið leyfi til að flytja út bleikju til Kanada en erfitt er að fá innflutningsleyfi þar. Kanadamenn sýna þessu áhuga enda þekkja þeir sjóbleikju. Hún gengur bara öll í þeirra vötn í

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.