Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1992, Síða 19

Freyr - 15.06.1992, Síða 19
Umgengni um girðingar Óttar Geirsson Girðingar eru settar upp til að halda búpeningi á þeim stöðum sem honum er ætlað að ganga á og koma í veg fyrir að hann sé þar sem hann á ekki að vera. Trúlega vildu flestir geta veriö lausir við allar girðingar. En það má ekki gera þá kröfu til skyn- lausra skepna að þær haldi sig þar sem þeim er heimilt að vera, þar sem oft þarf að girða svæði af fyrir mannskepnuna svo að hún álpist ekki þangað sem hún hefur ekkert að gera eða taki með sér eitthvað sem hún á ekkert í. En þab verður að gera þá kröfu til girðinga- eiganda að girðingin líti þokka- lega út, hvort sem hún er í dreif- býli eða þéttbýli og henni sé hald- ið við þannig að það sem aflaga fer hvort sem það er slitinn þráður, brotinn staur eða grindverk, sé lagab svo fljótt sem við verður komið en ekki látið dankast og drabbast niður svo að það verbi öllum sem um landið fara til ama og jafnvel tjóns. 1 giröingarlögum nr. 10 1965 er ótvíræð skylda lögð á herðar girð- ingareiganda um viðhald á girð- ingum. í 11. grein laganna segir svo: „Skylt er ab halda öllum girðingum svo vel vib ab búfé stafi ekki hætta af þeim. Samgirðingu, sem lögb er samkvæmt ákvæðum 5. og 7. gr., er skylt að halda við, þannig að hún sér fjárheld, svo fljótt sem verða má, eftir að snjóa leysir af henni ab vorinu og þar til snjóa leggur á hana ab hausti eða vetri. Vanræki annar hvor aðili viðhald hennar að sínum hluta, er hinum heimilt að gera við hana á kostnað eiganda. Nú sýnir eigandi samgirbingar stórfellt hirðuleysi í þessu efni, svo að sameigandi Þessa giröingu þarí að lagíæra eöa íjarlægja. Freysmynd. hans í girðingunni eba annar aðili verður af þeim sökum fyrir sann- anlegu tjóni, og á hann þá rétt til bóta frá þeim sem olli. Valdi vanræksla í þessu efni skaða á búfé, varðarþað sektum og skaðabótum til fénaðareiganda. Nú er hætt ab nota girðingu og jafnframt að halda henni vib og er þá girðingareiganda skylt að taka hana upp, svo að hún valdi ekki tjóni." Samkvæmt þessum lögum á ábúandi að fara með öllum girðingum á vorin, reisa vib fallna staura og tengja eða skipta um slitna víra. Þær girbingar sem ekki er hirt um að lagfæra á þennan hátt gegna ekki lengur hlutverki sínu og ber því að hreinsa burt af landinu eftir að viðhaldi er hætt þannig ab þær teljist ekki fjár- heldar. Og það er einmitt þetta atriði sem ég er hræddur um að æði oft sé trassað þ.e. að taka upp girðingar sem hætt er ab nota og halda við. En stundum er viðhaldið dregið fram eftir sumri vegna anna á vorin og girðingin kemur hvort eð er ekki að neinu gagni fyrr en um haustið, þegar fé kemuraf fjalli. Þáfyrstþarfað nota hana. En menn ættu að muna það að smávanræksla þeirra sjálfra get- ur sett ljótan blett á alla bænda- stéttina, því að allir verða að viöur- kenna að það er ljótt að sjá girb- ingu sem liggur út af jafnvel með lausa gaddavírsenda dinglandi út í loftið, enda sem eiga það til að festast í ull sauðfjár sem um landib fer, rífa hana og í verstu dæmum að hefta kindina frá því að komast lengra og þá getur verið um líf og dauða ab tefla að einhver eigi leið um og taki eftir hvernig komið er fyrir kindinni. Þar sem aldrað fólk á í hlut, hvort sem það býr enn á jörðinni eða er flutt í burtu, er það því oft ofviða að sjá um að halda girð- ingum við eða fjarlægja þær. Þá verbur sveitarfélagið að koma til hjálpar. Hvert sveitarfélag ætti að hafa á sínum snærum hóp vaskra girðingarmanna sem tækju að sér viöhald giröinga hjá þeim sem þess óskuðu. Markmið hverrar sveitar ætti að vera: Engar óþarfar girðingar né giröingadræsur í þessari sveit. Höíundur er jarÖræktar- ráÖunautur hjá B.í. 7

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.